Ósléttar baðfarir, góð gestakoma og norðangarri

FylkirMikið var gott að sofa til hádegis þótt ýmislegt hafi verið gert til að koma í veg fyrir það. (Sinadráttur og slíkt, best að kaupa banana)

Heimsóknin í gærkvöldi var gjörsamlega brilljant, orkugefandi og góð, mikið þekki ég skemmtilegt fólk! Þessar konur eru miklar Fylkiskonur og að sjálfsögu held ég með Fylki núna, fyrir utan ÍA og smáveikleika fyrir Val, Fram og KR. Svana frænka vinnur í Fylkishöllinni og dætur Hildar hafa verið í Fylki. Sú yngri er stödd hérna á Skaganum til að taka þátt í fótboltamótinu.
 

Svana æpti auðvitaðÁfram ÍA! upp fyrir sig þegar hún kom inn í eldhús og sagði: „Skotastúka!“ Hún sá íþróttavöllinn blasa við út um gluggann. Ég fattaði auðvitað ekkert að segja henni að stúkan sú hefði kostað margar milljónir og það tæki u.þ.b. 300 ár fyrir íbúðina að borga sig upp með sparnaði á miðakaupum inn á völlinn. Ég var nafnilega svo þreytt í gær eftir sérverkefnið mitt sem kemur væntanlega í ljós í næstu viku hvað er, veit ekki hvort ég megi blaðra því strax.

 

Bombur from heavenNú er hvöss norðanátt, virðist mér þegar ég fer inn á bað og kannski ráð að loka glugganum áður en ég skelli mér ofan í baðið. Já, og ég segi baðfarir mínar eigi sléttar síðustu dagana. Spurning hvort Orkuveitan er að stríða mér og þá hvort Anna viti af þessu. Tvisvar í síðustu viku bjó ég mér til ilmandi, guðdómlegt, vellyktandi, freyði- og ilmbaðbombubað og þegar ég ætlaði að stíga ofan í var baðvatnið ískalt! Í fyrrakvöld gerðist þetta í seinna skiptið og ég tímdi ekki að láta allt renna úr baðinu, heldur geymdi smá og ætlaði að bæta heitu við eldsnemma í gærmorgun. Hmm, það var enn heitavatnslaust en ég VARÐ ... svo að ég stóð skjálfandi með fæturna ofan í og þvoði mér með þvottapoka upp úr ilmandi ísköldu vatni. Hressandi, fljótlegt en djöfullegt! Arggg!

Ætla að taka kl. 15.41 strætó í bæinn á eftir og vera síðan samferða Möggu í sumarbúðirnar. Taka svo rútuna heim frá Hellu um miðjan dag á morgun. Stutt stopp en það veitir ekki af smáhjálp á skrifstofunni við að skrá börnin á næstu tímabil, gera lista og svona, verst að ég kann svo lítið á excelinn í Makkanum. Það er nokkur skráning í gangi á hverjum degi. Ég veit um nokkur börn sem ætla að koma aftur í sumar, í annað sinn. Það er mikið hrós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já endilega að hringja í Önnu he he þú  ert kjarnakona full af orku eigðu svo góðan dag

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2007 kl. 14:36

2 identicon

Takk fyrir ánægjulegt kvöld.

Og skotastúka er skoatastúka hvort sem þér líkar betur eða ver.

og þú getur eitt sparnaðinum í eitthvað skemmtilegt.

kveðja og sjáumst vonandi fljótt aftur

sh

svana frænka (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Skotastúka? Er það íslenska orðið yfir nose-bleed-section? Þetta hljómar eins og prýðishugmynd að aukabúgrein. Hmmm...

Samúð með baðið. Þvílík VONBRIGÐI. Ég myndi biðja um skaðabætur. Nýja baðkúlu og dekurdag á einhverju megaspa-i... í LA Algert lágmark finnst mér!

Hlakka til að heyra um aukaverkefnið. Kona hefur sko ALDREI nóg að gera

Laufey Ólafsdóttir, 23.6.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: www.zordis.com

Zú hefur sennilega hugsad út í zetta med skotastúkuna zegar zú keyptir himnaríki .... frítt á alla leiki!  Vonbrigdi med badferdina ..... Ég hefdi getad hitad vatnid fyrir zig med bútangasi ...... en zú ert vaentanlega unglegri fyrir vikid eftir svona kallt ilmbad!  Góda helgi á Hellu, andadu ad zér Sudurlandi fyrir mig .....

www.zordis.com, 23.6.2007 kl. 18:29

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hehe, excel í makka og pc er bara eiginlega alveg eins... Pínu munur á uppsetningunni, that's it...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.6.2007 kl. 20:18

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Forvitin um aukaverkefnið. fáum við ekki örugglega að heyra?

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 20:31

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil fá að vita um aukaverkefnið? Allt annað í færslunni þinni bliknar þar sem forvitnin er svakalega öflugur kraftur.  Svara takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 20:44

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kona er með emil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 20:44

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

úpps þessa dagana er víst best að nota e-mail.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 20:44

10 Smámynd: Karl Tómasson

Baðfarir er flott mál.

Rétt eins og hann felskir kórinn.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.6.2007 kl. 21:09

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný you bet your ass it is....

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 23:29

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, já, emil er ekki eitthvað sem maður er með, þessa dagana!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.6.2007 kl. 16:57

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaha, ég var að fatta þetta með emil og e-mail! Vá, hvað fattarinn er langur þessa dagana. Snilldarkláru bloggvinir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 220
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 912
  • Frá upphafi: 1505919

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 744
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband