24.6.2007 | 01:48
Ljótur munntóbakssvipur, pastasalat, skrifstofupúl og glannar
Ferðin austur á Hellu gekk mjög vel en umferð var frekar þung. Alveg merkilegt að sjá þessa framúraksturgaura/-píur sem tóku óþarfasénsa sem flýtti svo sama og ekkert fyrir þeim. Glannar!!! Magga kom með þá hugmynd að allir þeir sem tækju bílpróf færu fyrst í sálfræðipróf. Ekki galið! Annars breytast sumir dagfarsprúðir borgarar í hin mestu skrímsli bara við það að setjast undir stýri.
Þegar ég sat í leið 15 í Ártúni á leið til Möggu komu nokkrir unglingsstrákar inn í vagninn. Bílstjórinn bannaði þeim að taka hálffullar kókflöskur með sér inn. Þeir hentu þeim þá bara á götuna, ruslafata var samt í nokkurra skrefa fjarlægð. Það er svo auðvelt að kenna krökkum að nota ruslafötur ... bílstjórinn starði gribbulega á þá en sagði ekkert. Ég sat svo aftarlega að mér fannst ég ekki geta skipt mér af þessu.
Þessir strákar taka greinilega munntóbak og setja í efri vörina. Þeir litu allir út eins og tannlausir hálfvitar þegar þeir voru búnir að skella því í sig ... synd að þeir skuli ekki fatta hvað þeir eru hallærislegir og ljótir svona. Einn ættingi minn notar svona og mér finnst það skelfilegt Hehhehe, er búin að reyna allt til að hann hætti því. Segja að hann nái sér ekki í stelpu ... missi tennurnar ... missi tunguna ... lykti ógeðslega ... það vaxi rabarbari út úr eyrunum á honum ... en hann hlustar ekki á mig. Þetta er tískufyrirbrigði hjá unglingum núna, held ég.
Sigurjóna matráðskona sá tár sprautast fram á hvarma mína þegar ég fattaði að það voru pylsur í matinn (eins og ég hafi ekki vitað það, múahahahaha). Hún fór inn í kæli og sótti þetta líka dýrlega pastasalat og gleðin tók yfir. Sjúkkittt! Svo verða bakaðar vöfflur aðeins fyrr en vanalega á morgun svo að ég nái að fá mér eina áður en rútu-rassgatið kemur á Hellu um þrjúleytið.
Í kvöld höfum við Magga svo verið að vinna á skrifstofunni og haft nóg að gera. Hún er nýfarin í bæinn. Finnst gott að keyra í lítilli umferð á nóttinni ... gaf henni Pipp til að hún héldist vakandi.
Börnin hérna eru meiri krúttin, alveg dásamlega skemmtilegur hópur! Segi þetta kannski alltaf ... Finnst alveg synd að geta svona lítið spjallað við þau, þetta er svo stuttur tími sem ég hef ... allt tímaáætlun Þingvallaleiðar að kenna!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Fyndið að taka Þingvallaleið frá Hellu til Reykjavíkur?
Af hverju heita þetta ekki bara Suðurleið? Eða Greið leið? Eða Bein leið? Eða Þingmannaleið?
Só mení neims
Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 01:55
Ég myndi óttast mest að rabbabarinn yxi úr eyrunum á mér, skítt með allt hitt. Hví fórstu ekki með viðkomandi Möggu í bæinn kona? Er rútan þér svona kær eða eru vöfflurnar ómótstæðilegar? Muhahahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2007 kl. 01:56
Heitir matráðskonan í alvöru Sigurjóna? En dýrðlegt. Nafn sem hæfir matráðskonu. Gæti verið tekið upp úr bók eftir Guðrúnu frá Lundi.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 01:57
Sko, frú Hrönn, held að þetta þyki eitthvað flott nafn á fyrirtækið. Strætóinn minn heitir "Teitur" og er rútufyrirtæki og við höfum aldrei farið á Teitsstaði, eða í Teitsborg eða yfir Teituá!
Fara með Möggu í bæinn í nótt ... bara til að gista hjá einhverjjum ... nei, ég vakna 10, geri eitthv. gagn og tek rútuna (troðfull af vöfflum með súkkulaðiglassúr og rjóma) í bæinn og næ fljótlega strætó heim á Skaga.
Sigurjóna, já, það er líklega í sama flokki og Jakobína og Guðríður og svoleiðis, virðuleg nöfn á flottum gellum ... Sigurjóna var með mér í Austurbæjarskóla í gaggó, algjör gersemi, fimm barna móðir úr Sandgerði. Þóra, systir hennar, er starfsmannastjóri sumarbúðanna, hún var í bekk með Hildu og þær hafa verið perluvinkonur síðan snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þóra er í KHÍ, kann táknmál og alles. Einu sinni kom heyrnardauft barn í sumarbúðirnar og það var mikil gleði þegar Þóra fór að spjalla við það á táknmáli sem barnið kunni líka ... Hér vinna bara snillingar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 02:13
Eru þetta þá allt elstu systkini?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 02:23
Nei, það er nefnilega það skrýtna ... þetta eru ekki allt elstu systkini, nema kannski þau sem eiga ættir að rekja til Noregs, við ráðum bara "elstu systkini" þaðan. Enga næstelstu hálfvita ... hvað þá yngstu asnafífl ... sko norsk, ég er bara að tala um norskt fólk í þessu sambandi ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 02:25
Annars tek ég ofan hattinn, og ét hann líka, fyrir Þóru. Mig hefur alltaf langað að læra táknmál!
Veistu hvar hún lærði það?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 02:27
Munntóbakssvipur er ekki bara ljótur, það getur enginn brosað almennilega með þetta ógeð undir vörinni Pasta m/alles, líka pylsum er nammi!! Skrifstofustörf ættu nottla ekki að vera stunduð yfir hásumarið og glannar í umferðinni er hópur sem ætti að refsa með því að senda þá út á þjóðvegina, labbandi, færa þeim það verkefni að telja brotin í brotnu aksturslínunum á vegunum, og kveðja þá með setningunni: En passaðu þig á glönnunum!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 02:32
Dóttir hennar missti heyrnina á barnsaldri (v/heilahimnubólgu). Annars held ég að táknmál sé kennt í Háskóla Íslands, alla vega kennaranám í því þar, alla vega síðast þegar ég vissi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 02:33
Ó, sammála, frú Anna!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 02:34
Vá, klukkan er meira en hálfþrjú, ég verð að fara að sofa, kræst!!! Arggggg! Svona er að vera í sumarbúðum, maður missir tímaskynið algjörlega! Góða nótt, krúttin mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 02:36
Jæja......á bara að sofa til hádegis..........vinna vinna vinna áfram nú
Magga (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 11:16
Hilda vakti mig kl. 10 ... og ég er búin að þræla síðan! Og púla!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 11:41
Munntóbak er ógðslegt og viðbjóðslegt
Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2007 kl. 11:53
Einn ættingi minn notar svona munntóbak ... og mér finnst það svo ljótt! Ég ætla að reyna þessa hótun með rabarbarann.... hún hljómar helv... vel!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 12:06
smá innlitskvitt
Hulda (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 15:09
Rétt uppúr 1980 var alveg ógurlega vinsælt hjá skíðastrákum að taka í vörina. Þá var ekki hægt að kaupa þetta hér heima en í hvert sinn sem einhver fór til Noregs á skíði voru viðkomandi látnir kaupa munntópak handa stróru strákunum. Það fór alltaf einhver á hverju ári því sigurvegarar Andrésar Andar leikanna fengu einmitt ferð til Noregs í verðlaun og kepptu þá á Andrési í Geilo. Þessi litlu þrettán ára skinn voru þá látin smygla tópaki til landsins. Á þessum árum held ég að enginn hafi verið að taka þetta nema skíðastrákar - alla vega sá ég aldrei neinn annan með í vörinni. Um tíu árum síðar var ég hins vegar að kenna í MA og þá var þetta orðið vinsælt þar og setti kennara í smá vanda því það var bannað að reykja í skólanum en engin lög gerði beinlínis ráð fyrir munntóbaki. Og samt var okkur sagt að banna strákunum að nota þetta í tímum. Hmmmm, ótrúlegt að þetta skuli enn vera gert. Eins ógeðslegur siður og þetta nú er. Hins vegar vil ég frekar að fólk taki í vörina en að það reyki. Það truflar mig ekkert, nema þá bara fegurðarskynið.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.6.2007 kl. 17:43
Guð, hvað er alltaf mikið að gera hjá þér, maddama, fröken, jungfrau Gruðríður. Þú ert svo afskastamikil að ég held að þrátt fyrir góðar ástir ykkar Tomma og að þið séuð of ung til að bindast, sértu líka of önnum kafin til að taka að þér rútu..afsalið strætó - bílstjóra. Með fullri virðingu samt. - Ekki vinna of mikið i komandi viku, það verður gott veður hjá okkur og þú verður að liggja eitthvað aðeins undir pálmunum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.6.2007 kl. 20:52
Stefni að því að liggja undir pálmatrjánum á svölunum í vikunni, jafnvel þótt rigni! Sammála með okkur Tomma, við eigum bara að njóta þess að vera ung og laus. Það er alveg nægur tími á elliheimilinu til að daðra og dufla!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.