24.6.2007 | 21:06
Mikil seinkun á Skagastrætó ... og sjokk á Garðabrautinni
Helga systir sótti mig á BSÍ og skutlaði mér svo á síðustu stundu í Mosó eftir góðan kaffibolla og djúpsteiktan Camenbert í miðbænum. Alltaf svo gaman að hitta Helgu. Sérblogg um hana fljótlega. Við hefðum ekki þurft að flýta okkur. Ég hefði getað skroppið í bað, slegið meðalstóran garð með orfi og ljá, eða mögulega skrifað harmsögu ævi minnar ... það var sko klukkutíma seinkun vegna umferðar. Strætó ók á 10-20 km/klst næstum alla leið frá göngunum.
Háværir unglingar í eldri kantinum, kannski 16-17 ára, lögðu undir sig skýlið svo að sómakæru Skagamennirnir húktu úti í sífellt kólnandi veðrinu. Þeir kveiktu á blysum, hentu rusli um allt, firrtir unglingar sem leiddist. Trúi ekki að ég hafi verið svona slæm í denn, eða fyrir svo fáum árum.
Ég hringdi í 540 2700 til að tékka á málum eftir svona hálftíma bið og var sagt að það væri a.m.k. hálftíma bið í viðbót. Fólk úr Mosfellsdal þurfti að sjálfsögðu að komast inn á Vesturlandsveginn þannig að löggan stoppaði umferðina í nokkrar mínútur til að hleypa þeim inn á og ekki lagaði það ástandið. Svo kom elsku strætó og þegar hann lenti í Mosó sá ég að farþegarnir af Skaganum klöppuðu allir. Það var sætaferðastemmning á leiðinni á Skagann, bílstjórinn var mjög skemmtilegur, enda ættaður frá Húsavík. Þegar við vorum að nálgast göngin sagði hann með mjög spúkí röddu: Ég á að vera að mæta sjálfum mér núna ... Farþegarnir öskruðu, þetta var eins og að vera staddur í miðri hryllingsmynd. Aðalsjokkið var þó eftir.
Þegar við ókum inn Garðabrautina og ég var að fara að standa upp til að fara út úr vagninum sá ég gullfallegan sjefferhund og tvo menn sem virtust vera að hvetja hann til að hoppa inn í bíl að aftan. Okkur í strætó til mikils hryllings fór annar maðurinn að lúberja hundinn þegar hann var kominn upp í bílinn. Hann notaði hnefana og barði hann í hausinn. Ég gat ekki stillt mig um að kalla upp yfir mig og bílstjórinn sá þetta líka. Hann sagði alveg í rusli: Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sjá svona lagað aftur! Ég var svo æst að ég ætlaði að ná gaurunum, adrenalínið gefur manni aukið hugrekki ... kannski voru þetta handrukkarar og þá væri ég núna með brotnar hnéskeljar ... en þeir voru lagðir af stað á bílnum.
Ég er enn í rosalegu uppnámi, hvað getur maður gert? Kært þetta fyrir lögreglunni? Þegar almenningur skammast yfir grimmum hundum ætti frekar að tékka á eigendunum. Sama hvað hundurinn hefur gert af sér þá gerir maður ekki svona. Ef hann hefur verið þrjóskur að hoppa upp í bílinn og fær svona refsingu þá verður þetta illa grimmur hundur.
Ég man hvað mér fannst hræðilegt að sjá amerísku móðurina berja barnið sitt inni í bíl og fréttir af því komu í sjónvarpi um allan heim ... mér leið eins núna. Maður gengur ekki í skrokk á minni máttar ... ég gæti reyndar sjálf hugsanlega myrt með köldu blóði barnaníðing sem ég stæði að verki en ég get ekki setið hjá þegar fólk fer illa með börn eða dýr.
Þung umferð í átt að höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt 25.6.2007 kl. 17:23 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Oj Gurrí !! það þarf ekkert að nota svona aðferðir á hunda, mínir gera hvað sem er fyrir mig ef ég er með nammi í hendinni. Og þá meina ég hvað sem er. F'olk sem lemur dýr eru bara ræflar og smámenni. Gott hjá þér að skella inn númerinu á bílnum. Ég er alveg fokreið yfir þessu.
Ragnheiður , 24.6.2007 kl. 21:26
Ég er alveg gáttaður á þessari framkomu við hundinn.
Ágúst H Bjarnason, 24.6.2007 kl. 21:41
Þetta var soldið glæpónalegur bíll, skítugur, ekki beint pallbíll, en svona stærri gerð af bíl, silfurlitur, minnir mig. Ég er enn í algjöru rusli yfir þessu. Langar mikið að gera eitthvað í málinu, svona fólk á ekki að eiga dýr! Best að hringja í eina vinkonu mína á morgun. Hún er lögga. Hálfur strætó af fólki var vitni að þessu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 22:12
Að leggja hendur á dýr með þessum hætti er fullkominn aumingjaleikur. Ég er ekki hissa á að þú hafir verið í uppnámi.
Bestu kveðjur til þín Gurrí frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 24.6.2007 kl. 22:14
Bestu kveðjur á móti í Mosó, elsku Mosó segi ég, enda orðin heimavön þar. Ég hefði ekki hikað við að vaða í mennina og spyrja þá hvers vegna þeir níddust á hundinum. Ef ég hefði bara náð í skottið á þeim! Kannski hefði það ekki gagnast hundinum neitt ... en ég hefði hótað að kæra þá! Úps, ég kærði einu sinni grunsamlegan mann sem hékk alltaf á sama stað á bílnum sínum uppi á gangstétt á Hofsvallagötunni og áreitti börn, sýndist mér ... sá hann þegar ég fór í og úr vinnu. Í ljós kom að þetta var gangbrautarvörður í Vesturbæjarskóla. Þegar vinkona mín, tengdadóttir skólastjórans þar, komst að þessu grenjaði hún úr hlátri og sagði tengdó frá þessu! Maðurinn var klæddur í gult vesti það sem eftir lifði vetrar! Tek það fram að þetta er einsdæmi, ég kæri aldrei neinn ... hann var bara svo grunsamlegur ... hahahhahaha! Vá, hvað ég skammaðist mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 22:22
Mikid getur fólk verid ógedslegt ad berja dýr! Best ad daela ekki úr tilfinningahjartanu á blogginu zínu. Boomerang áhrifin verda vonandi til zess ad gerandinn handleggsbrotni eda zadan af!
www.zordis.com, 24.6.2007 kl. 22:23
Viðbjóður að heyra um misþyrmingar á dýrum og reyndar eru barsmíðar á lifandi verum ógeðfelldar svo ekki sé nú meira sagt. Djö vildi ég að þeir yrðu teknir þessir kónar og bíll og hundur gerðir upptækir.
Annars rann mér kallt vatn milli skinns og hörunds út af þessum tryllingsstrætóbílstjóra sem átti að mæta sjálfum sér. Muhahahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2007 kl. 22:30
Bílstjórinn var skrambi skemmtilegur á leiðinni. Hann sagði við komu í Mosó: "Þetta ætla ég aldrei að gera aftur, að vera í tvo tíma á leiðinni frá Akranesi." Við sem biðum sögðum: "Við ekki heldur, aldrei framar klukkutíma bið eftir strætó!" Það vantaði tré til að berja í og segja "1-17-20" svo að við þurfum eflaust að éta þetta ofan í okkur í ófærð í vetur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2007 kl. 22:38
Gurrí góð!
Já, ljótt er að heyra, ef þú nærð ekki í vinkonuna í löggunni, áttu bara að tala við Jónas minn gamla félaga, hann er jú Rannsóknarlöggin þarna í bænum!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.6.2007 kl. 22:57
einn sautján tuttugu, jámm... kannast einhvern veginn við númerið :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.6.2007 kl. 23:14
Ég urra nú bara þegar ég les svona!!! Sumt fólk á ekki að eiga dýr!!!! *urrhvæsklórbítogallurpakkinn*
komin heim... nettengd og í því að lesa öll bloggin sem uppsöfnuð eru frá því ég hvarf úr heimi bloggara um tíma
Knús á þig Gurrí mín
Saumakonan, 24.6.2007 kl. 23:16
Ég hefði orðið brjálaður líka Gurrí! Ég er mikill dýravinur (fyrir utan geitunga og kóngulær) og hefði eflaust öskrað hátt hefði ég séð þetta sjálfur. Allt ofbeldi er auðvitað ógeðslegt, en þegar varnarleysingjar (dýr og fólk) eiga í hlut, þá tekur maður það meira nærri sér.
Ég ætla samt að senda þér fallegar knús kveðjur að norðan, dúllan mín.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 00:30
Ææ, vildi óska að svona lagað gerðist ekki. Í svona tilfellum langar mig til að hræðilega sorglegu dýrasögurnar sem mig minnir að Þorsteinn Erlingsson hafi skrifað, þýtt eða safnað, væru raunverulega, því þar er skrifað um manninn sem hittir öll dýrin, sem hann hefur misþyrmt um ævina, þegar hann er dauður. Mig minnir að þau hafi verið ögn miskunnssamari við hann en hann við þau, en það þarf þó ekki að vera.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.6.2007 kl. 00:43
þetta er hrikalegt að heyra. Því miður má alveg gefa sér að fjöldinn allur af dýrum eigi hræðilegt líf með eigendum sínum.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 01:10
Oj bara, ég er líka reið.
Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 03:22
Hvaða ruglaða kona var að kommentera þarna? Ég get svo svarið það, að þetta bull átti nefnilega ekki að fara, en það er svona, þegar maður ýtir of snemma á send...!!! Hahaha, þetta er dásamlegt. Finnst þér ekki? (Getur maður tekið svona út, eða er þetta algerlega, ófrávíkjanlega óafturkræft?)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.6.2007 kl. 07:10
Hahaha, ég skal eyða þessu. Hef sjálf ýtt á SEND of snemma ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 07:52
Úps, tók færsluna þína en nú er eins og þú sért að segja að Laufey, Jóna eða Anna séu eitthvað ruglaðar. Leyfi því að halda sér, múahahahahah!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 08:05
Oj þvílíkir níðingar. Gott hjá þér að taka niður númer bílsins þá er bara eftir að hafa samband við lögguna og hundaeftirlitið.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 09:02
Er ekki til eitthvert fyrirbæri sem heitir Dýraverndarsamtökin? Ef þau eru til þá hlýtur hlutverk þeirra að taka á svona málum.
Jens Guð, 25.6.2007 kl. 09:36
Það hlýtur að vera, annars ætla ég að hringja í lögguna og spyrjast fyrir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 09:46
1 17 20 hmmm já það er ágætt númer ef mann vantar sálgæslu en betra ef mann vantar leigubíl
Ragnheiður , 25.6.2007 kl. 11:45
Ég byrjaði einmitt að lesa kommentið hjá Guðnýju Önnu í gær og skildi hvorki upp né niður. Skamm fyrir að taka þetta út ég hefði viljað geta lesið þetta aftur núna
Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.