Búin að tala við lögguna

MyndarlegurJæja, búin að spjalla við elsku lögguna sem fannst þetta alvarlegt mál með misþyrmingarnar á hundinum í gær. Löggan ætlar að tala við eiganda hundsins. Ég er mjög sátt við það og vona að maðurinn sjái að sér. Annars stel ég af honum hundinum og el hann upp með Tomma og Kubbi. Hundar og kettir eiga ágætlega saman.

Mússí, mússíÉg átti einu sinni yndislega Labrador-tík, hana Nóru mína. Hún var svo lífsglöð og dásamleg .... og alveg rosalega hlýðin. Ef ég fór með hana í heimsókn í hús nægði mér að ræskja mig ef Nóra ætlaði að standa upp (ef hún mátti það ekki), og þá lagðist hún aftur. Samt var hún alls ekki kúguð.

Þegar hún varð fyrir bíl og dó áttaði ég mig á því að ég hafði eiginlega elskað hana meira en manninn sem ekki löngu síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn. Hundar eru dásamlegar skepnur en það er hægt að skemma þá illa með lélegu uppeldi. Skortur á aga er ekkert skárri. Hundar sem stöðugt er öskrað á hætta að hlusta, rétt eins og börn sem alin eru þannig upp. Það er vinna að ala upp góð börn og góða hunda en sú vinna margborgar sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef maðurinn tekur sig ekki á (eigum við að gefa honum séns á því; einu sinni obbi, alltaf obbi)þá gerum við honum tilboð sem hann getur ekki hafnaðMuhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta var ljót saga um hundinn hér fyrir neðan og það í okkar heimabyggð. Meiru vibbarnir. En sagan af þínum hundi er falleg.

Edda Agnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Hann Prins minn hefur í mesta lagi heyrt mig tuða...... Hann hefur ekki og verður aldrei sleginn, þannig er það bara.  Við erum nefnilega vinir.  Hann hefur að vísu þurft að þola mig - dragandi hann í göngutúra í tíma og ótíma - sönglandi lög - þegar ég hef verið að semja - en ég held samt að honum þyki jafn vænt um mig og mér um hann.......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 14:28

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta virkilega ljót saga um hundinn maður á alltaf að vera góður við blessuð dýrin.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.6.2007 kl. 14:59

5 Smámynd: Hugarfluga

Gott að hundgreyið á sér málsvara í þér, Gurrí mín. Vel gert!

Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 17:45

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Gott hjá þér að hafa samband við lögregluna. Það er alveg hrikalegt að heyra um svona framkomu gagnvart dýrum.

Hundar eru yndisleg dýr og aldrei myndi mér detta í hug að öskra á hundinn minn, þó að hann fái auðvitað sinn skammt af heilbrigðum aga (og fullt af dekri).

Svala Jónsdóttir, 25.6.2007 kl. 18:09

7 Smámynd: Ragnheiður

Gott mál Gurrí mín, Lappi og Keli biðja að heilsa. Þeir eru ánægðir með að hvuttar eiga vin í þér

Ragnheiður , 25.6.2007 kl. 18:13

8 identicon

Ég verð brjáluð þegar ég heyri um illa meðferð á dýrum. Svoleiðis fólk á ekki að eiga dýr, ekkert flóknara

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 18:20

9 identicon

Frábært hjá þér Þetta var ljót saga af hundaníðingunum. Vonandi gengur löggan í málið. Nikk elskar auðvitað Brúkk eins og þú veist en ætlar samt að giftast Bridget. Held að það gerist í þessari eða næstu viku. Í morgunþættinum átti það að gerast í kvöld. En eins og við vitum eru dagarnir í bólgin og bráðfalleg langir svo ég spái því að það taki minnsta kosti vikuna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:14

10 identicon

Heil og sæl, Guðríður og skrifarnir aðrir !

Þakka þér, Guðríður; fyrir að taka upp varnir, fyrir dýraríkið. Sýnir, svo ei verður um villst; hvörja manneskju þú hefir að geyma. Þér verður umbunað, á efsta degi; þykist þess fullviss, að hinn sæli Þorlákur byskup Þórhallsson (1133 - 1193), frændi minn; muni vaka yfir þér, og þínu slekti öllu.

Með beztu kveðjum, á Skipaskaga / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 204
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1746
  • Frá upphafi: 1460679

Annað

  • Innlit í dag: 189
  • Innlit sl. viku: 1413
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband