Örblogg a la strætó

Vaknaði þvílíkt syfjuð og mygluð og rétt hafði það út á stoppistöð. Þar beið enginn. Úps, var strætó farinn? Hvar voru karlarnir mínir? Klukkan mín gekk rétt og strætó birtist innan stundar, gulur og fallegur. Kerlingin enn í sætinu mínu og ég prófaði að vera í kremju núna, aðallega vegna kulda. Jamm, það var vetrarveður í morgun, sokkabuxna- og tveggjatreflaveður! Ætlaði að sofa á leiðinni og setti hettuna yfir andlitið (stór og draugaleg hetta, ef ég segi sjálf frá). Gekk ágætlega að reyna að lúlla og það var ekki fyrr en ofurhressa fólkið á Bylgjunni fór að tala um ógeðslega hluti, dýradráp og slíkt sem ég varð að hreyfa mig upp úr doðanum til að taka fyrir eyrun. Treysti mér ekki í svona hluti þegar ég er í slökun. Jæja, best að halda áfram, sí jú túnæt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sem sagt: Shitty byrjun á degi?  Ok, þetta lagast á eftir.  Ofurhressa fólkið ætti að tala við sjálft sig bara.  Oj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 12:15

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað er með þennan sætaþjóf. Geturðu ekki látið hana heyra það?

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 12:41

3 identicon

Þú þarft að finna einhverja stratigíu á þessa konu sem situr alltaf í sætinu ÞÍNU. Fólk á ekki að komast upp með svona nokkuð

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 12:50

4 identicon

Að vera syfjaður og myglaður er oft erfitt, en mundu bara að myglaðir ostar geta verið svo góðir! Ekki það að þú sért einhver ostur ... bara svona ítrekun á að mygla þarf ekki að vera neikvæð.

Þú ert yndi sem á skilið sitt sér-sæti í hvaða strætó sem er ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 14:37

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvar er Jónsi?  Af hverju er hann hættur að kommenta?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 316
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband