Hetjudáðir og kosningaloforðin

LandspítalinnTvo daga í röð hef ég setið við hliðina á voða skemmtilegri konu í strætó á heimleiðinni. Hún vinnur á Landspítalanum og er heilaskurðlæknir eða ritari. Hún les bloggið mitt stundum og það eina sem hún virkilega man er að ég lofaði að fylgjast með kosningaloforðum nýju stjórnarinnar. Er einhver þarna úti sem veit eitthvað? Er þetta ekki allt í blússandi gangi hjá þessum elskum?

LatteDrýgði hálfgerða hetjudáð í gær og aftur í dag. Ég er loksins farin að þora að hita nýmjólk í espressóvélinni. Er skíthrædd við allt svona frussudæmi og hef leiðbeiningarnar fyrir framan mig og mun gera þar til ég kann þetta utan að og óttinn hverfur. Kaffirjómi er kúl en er bara svo leiðinlegur og kekkjóttur á sumrin ... eða ég óheppin með hann. Eini gallinn við vélina mína er að kaffið er ekki nógu heitt, alla vega ekki með kaldan kaffirjóma út í ... Nú drekk ég heitan latte (c.a. 150°F) þegar ég kem heim úr vinnunni og verð eldhress.  

Nick og Bridget giftust loksins. Taylor deitaði slökkviliðsmanninn. Brooke lætur sig dreyma blautlega drauma um kelirí við Nick, tengdason sinn, og kveður hann í huganum. Eins gott að hún sjái ekki fram í tímann. Múahhahaha! Þegar hún þarf að berjast um Nick við Taylor. Hvað verður þá um Bridget og barnið? Já, og hvað ætli verði um leiðindagerpið hann Ridge, fyrrum aðalhönk þáttarins? Nú er hann að væla í Brooke um að Taylor hafi fleygt sér út. „Takk fyrir umhyggjuna,“ segir hann beiskur þegar Brooke flaðrar ekki upp um hann. „Ég hef aldrei þarfnast þín jafnmikið,“ heldur hann áfram og það var lokasetning þáttarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nota ekki G-mjólk því að ég vil ekki froðu, enda á ekki að vera froða á latte. Cappuccino-liðið notar froðu og ég fyrirlít það! 

Sko, ef ég veikist hættulega við hlið konunnar í strætó og hún getur ekki skorið mig upp á staðnum getur hún þá a.m.k. ritað niður hinstu orð mín. Ég græði hvort sem hún er ritari eða heilaskurðlæknir. 

Guðríður Haraldsdóttir, 28.6.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég fékk .líka espresso kaffi í dag nami .

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ævintýrin gerast í strætó....

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 18:47

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Ritari eða heilaskurðlæknir. What is the difference.

Eitt orð fyrir þig Gurrí með bandstriki; g-mjólk g-mjólk g-mjólk g-mjólk

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 20:38

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Arr jú dissing mí, missis Jóna?

Guðríður Haraldsdóttir, 28.6.2007 kl. 20:45

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko Jóna er all svakalega attitjúduð þessa daga sem hún leikur lausum hala frá vinnunni.  Hún er rífandi stólpakjaft inni á minni bloggsíðu þessi asni.(froðufellandi reiðikarl)

Frú Görr: Ég hallast að því að þessi kona sé heilaskurðlæknir vegna þess að ég var læknaritari á Lansanum til margra ára og ég get sagt þér í trúnaði (svo ég fái ekki kjéddlurnar á bakið) að greindarvísitalan var ekki að gera sig mjög gildandi á meðal okkar.  Það var helst að ég lyfti aðeins upp meðaltalinu

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 20:51

7 Smámynd: Ragnheiður

heilaskurðlæknir EÐA ritari...hm ég verð að vera sammála vini mínum GJ. Ekki það, ritarinn er góður þá bara á sínum stað en ekki á kafi í heilanum á manni. Það gerir kannski ekki svo mikið til í mínu tilviki...........öhhh.....æj skítt með það, sendu mér ritarann bara...

Skamm skamm frú J

Ragnheiður , 28.6.2007 kl. 21:20

8 identicon

Ég sé að það er búið að afgreiða heilaritaramálið  - en ekki kaffimálið. Er ekki málið að nota G-mjólk í vélina? Mér er sagt að það sé málið!! ... En áttu gott kaffimál??? (sorry- mér finnst það bara skipta öllu máli ) 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:50

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehheheeh! Neibbs, anno, enga gémjólk í himnaríki ... nema von sé á cappuccino-liði í heimsókn, froðufólki. Nýmjólkin freyðir ekki jafnvel og hentar því vel í latte.  Ein versta kaffiminning lífs míns er frá því þegar ég heimsótti Gyðu  vinkonu en hún drekkur ekki kaffi sjálf. Hún setti kaffi úr dunki (sem geymdur var uppi á hillu) í sjálfvirku könnuna sína og skömmu síðar gaus upp undarleg lykt. Skömmu síðar kom í ljós að Gyða átti bara undanrennu. Áður en kaffikannan lauk við að hella upp á hafði mér tekist að fá upp úr Gyðu að kaffiduftið í ekki loftþétta dunkinum var líklega ársgamalt og orðið að einhverju öðru en kaffi, brúnu óskilgreindu dufti sem aðeins fornleifafræðingar gætu greint. Ég fékk mér bara kók.   

Guðríður Haraldsdóttir, 28.6.2007 kl. 22:10

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ertu að segja mér, Guðmundur, að þú skemmir kaffi með víni? Ja, hérna hér ... (fliss)

Guðríður Haraldsdóttir, 28.6.2007 kl. 22:19

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djöfuls alkahólismi veður hér um allt á þessum fjölmiðli.  Fyrir óvirka alka eins og mig er beinlínis HÆTTULEGT AÐ VERA HÉRNA.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 22:35

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Við erum bara að tala um rússneska mjólk, isskan!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.6.2007 kl. 23:11

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þið eruð fyndin. Gurrí þessi Gyða getur nú ekki verið mikil vinkona ef hún veit ekki að kaffikerling eins og þú lætur ekki bjóða þér upp á svona viðbjóð.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 170
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1712
  • Frá upphafi: 1460645

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 1380
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband