Umhyggja og smekkleysa

Tóm á morgnanaMóðir mín, blessunin, hringdi í gemsann minn í morgun. Þegar ég loksins fann hann í stóru, fullu töskunni minni var hann hættur að hringja. Þá VISSI mamma að ég hafði lent í slysinu í Hvalfjarðargöngunum í morgun og var pínu skjálfrödduð þegar hún svaraði í símann. „Elskan mín, hafðu ekki áhyggjur, ég kem yfirleitt út úr göngunum um sjöleytið á morgnana, óhappið gerðist seinna, held ég. Svo loka þeir líka göngunum við minnsta óhapp.“ Mamma róaðist.
Alltaf sætt að fá svona símtöl. Nú veit ég hvaðan ég hef þetta ... ef einhverjum seinkar um tíu mínútur þá geri ég ráð fyrir hinu versta. Hilda hefur stundum verið komin í öndunarvél á gjörgæslu ef hún tefst í umferðinni á leið til mín ... sko í hugsunum mínum.

Krúttleg mynd úr keilusalKannski þyrfti ég að biðjast afsökunar á myndinni í síðustu færslu. Mér fannst hún fyndin, hverjum dettur svona rugl í hug? Þetta hefur ekkert með illmennsku gagnvart börnum að gera!

Best að setja inn krúttlegri mynd með þessarri færslu. Og fara svo að horfa á Taggart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og þessi færsla var í boði hinnar "typisku" móður s/f og mikið skelfing skil ég þetta vel.  Er yfirleitt búin að jarða ef fólki seinkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, þorði ekki að viðurkenna það en stundum er ég komin alla leið þangað!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2007 kl. 22:18

3 identicon

Snúllið mitt........var bara að gera grín með myndina.....eða umhygggja fyrir þér.......nú á tímum múgæsinsins.....ekki vil ég að það rigni yfir þig morðhótunum og öðum vibba.....þú veist að það er stórhættulegt lið í bloggheimum

Magga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert góð manneskja ... svo ætlaði ég að vera svaka fyndin og skipti um mynd til að láta alla halda að þú værir klikkuð ... heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2007 kl. 22:36

5 Smámynd: Brattur

... þegar fólki hættir að hafa áhyggjur af manni, er því orðið alveg sama... unglingunum t.d. finnst það bölvað tuð í pabba og mömmu að hafa áhyggjur hvenær þau koma heim... en svo ef pabbi og mamma hætt að spyrja... þá finnst krökkunum það ekki gott heldur...

Brattur, 29.6.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað meinarðu! þetta er fyndin mynd. Brandari: hvað er rautt og situr út í horni? Barn að leika með ostaskera.

Ó guð, nú hef ég sjokkerað einhvern.

Ég er stundum komin svo langt með að jarða fólk að ég er farin að velja tónlist í jarðarförina.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband