30.6.2007 | 00:25
Kvikmyndafærsla með dassi af gagnrýni
Er jafnvel að verða of sjóuð fyrir venjulegar spennumyndir, Taggart í þessu tilfelli. Grunaði strax konuna um græsku. Var reyndar komin lengra í pælingunni ... þegar hún klóraði löggumanninn, ástmann sinn (lengst til hægri), var ég viss um að hún yrði myrt skömmu síðar með lífsýni hans undir nöglunum. Það gekk þó ekki alveg svo langt. Elska Taggart-myndirnar.
Ætti að skella mér í bólið, hef farið seint að sofa þrjú kvöld í röð en er undarlega hress. Mun væntanlega sofa til rúmlega hádegis á morgun. Breytist úr A-manneskju í B um hverja helgi.
Er með bunka af nýjum DVD og vakti yfir einni þeirra í gærkvöldi. Hún fjallaði um mann sem fjárfesti í læknatækjum til að selja síðan með gróða. Röng ákvörðun, læknarnir tímdu ekki að kaupa af honum. Konan, útivinnandi tvöfalt til að sjá fyrir fjölskyldunni, gafst upp á hjónabandinu og flutti í aðra borg þar sem beið hennar önnur vinna. Hún ætlaði að taka barnið með sér, enda maðurinn atvinnulaus, en pabbinn harðneitaði því. Enginn tæki barnið hans af honum.
Þetta var gáfað kvikindi með stóra drauma og tókst að komast í starfsþjálfun í verðbréfamiðlun. Fékk ekki krónu í laun á meðan, eða í sex mánuði. Hann dró fimm ára barnið með sér á svefnstaði þar sem rónar og útigangsfólk gisti af því að hann missti íbúðina. Feðgarnir gistu líka á almenningsklósettum eða sváfu í lestum ... Maðurinn var einn margra umsækjenda um starfið sem aðeins einn átti að hreppa þannig að þessar fórnir (og ill meðferð á barni) voru upp á von og óvon. Hann fékk starfið og stofnaði síðar eigin fyrirtæki. Hann er forríkur í dag en myndin var byggð á ævi hans. Flott hjá honum en hvar var Barnavernd? Var ekki eigingirni að leggja svona hrylling á barnið sitt? Mamman lúffaði ... en persóna hennar var frekar óskýr í myndinni, svona nöldrandi, köld gribba ... sem þó grét þegar hún kvaddi barnið. Voða dúbíus eitthvað. Að öðru leyti var þetta hin fínasta mynd!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 9
- Sl. sólarhring: 198
- Sl. viku: 647
- Frá upphafi: 1505938
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 521
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Sá þessa mynd um ofbeldið á barninu (skelfingarkarl með smá glimt í auga) um daginn og þurfti eiginlega áfallahjálp að henni lokinni. Aðeins of mikill bömmer alla myndina, hefði mátt koma öndunarpása um hana miðja og svo var ég ekki að fíla röntgentækið sem alltaf fannst, var ekki með húmor fyrir því en annars: Ágætis mynd hahahahahaha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 00:37
Þetta voru sko tvö röntgentæki á ferðinni. Manstu, þetta sem hippastelpan stal og svo hitt sem hann kom ekki inn í lestina þegar hann var á flótta undan leigubílstjóranum ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2007 kl. 00:50
já já
Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:21
Bendi þér á tvær betri (að mínu mati) myndir: Babel og Little children. Þetta eru myndir fyrir þig, ég bara finn það á mér! Ég var sérstaklega hrifin af Little children, hún er eiginlega alveg mögnuð.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.6.2007 kl. 07:17
Það er alltaf gaman að horfa áTakkart .
Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2007 kl. 10:35
Gott að þú ætlar að sofa út Guðríður...Miss Potter á hug minn allan núna. Alveg yndisleg mynd um frábæra konu og svo er ég líka smá húkkt á Disney myndum en það er líka útaf dotlu!!! Ég ætla núna meðan þú sefur út að labba og sækja bílinn sem er í skoðun og vona að hann hafi komist í gegn litla krúttið!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 10:58
Gurrí mín, mér fannst The pursuit of happyness mjög góð mynd. Fyrir utan það sem greyið barnið þurfti að ganga í gegnum, en ég er nú ósammála að ofbeldi var framið gegn barninu. Maðurinn í myndinni tók það skýrt fram að pabbi sinn fór frá honum, og hann vildi vera góður faðir fyrir son sinn. Það var rosalega erfitt að horfa uppá þá sofandi á almenningsklósetti eina nótt, eða í strætó og lestinni langt fram á nætur, eða í homeless shelters, en mér finnst ekki að maðurinn fór illa með son sinn eða framdi ofbeldi gegn honum.
Þetta er sönn saga, og fyndið því ég var sjálf að horfa á hana í fyrradag, keypti hana á DVD. Það braut hjarta mitt að sjá hvað faðirinn þurfti að leggja á son sinn, en auðvitað vildi hann ekki að barnið yrði tekið af sér. Svo fannst mér hræðilegt, að þegar þeir voru búnir að búa á mótelinu í þrjá eða fjóra mánuði, og IRS tók peninginn hans útúr bankanum, og þá gat hann ekki borgað fyrir mótelherbergið, og þessvegna voru þeir á götunni í tvo mánuði, en um leið og hann seldi aðra röntgenvél, þá fór hann með son sinn á flott hótel, það segir sko margt.
Þannig að ég er ósammála ykkur með það að ofbeldi var framið gegn barninu, auðvitað var þetta ekki jákvæður tími fyrir hvorugan aðila, en það sást greinilega að þeirra samband var hlýtt, fullt af kærleik, og að drengurinn bar mikla virðingu fyrir föður sínum. Aðeins missti faðirinn skapið tvisvar, á sex mánuðum, og það fannst mér bara skiljanlegt, því ekki get ég ímyndað mér hvernig honum leið að þurfa að fara í homeless shelter með son sinn, bara af því að hann var að reyna að skapa betra líf fyrir sig og soninn.
Mér fannst myndin mjög góð, og fyndið þegar hann þurfti að eltast eftir töntgenvélunum sínum, því að það var mikil alvara bakvið það, þær kostuðu $250, og það var matur ofan í hann og soninn, og þak yfir höfuðið. Myndin var auðvitað líka frekar niðurdrepandi, þannig að það var eins gott að það var góður endir...
Bertha Sigmundsdóttir, 30.6.2007 kl. 17:24
Sammála þér að mestu, sambandið milli þeirra feðga var náið og gott. Það vantar bara að skýra betur hvers vegna mamman tók ekki barnið með sér þar sem hún var í vinnu en hann ekki. Ef barnið var nánara pabbanum kom það ekki fram, mér fannst pabbinn bara vera frekjudolla, eins og þetta var sett upp. Bara þetta skemmdi svolítið fyrir mér annars fínustu mynd. Hefði komið fram útskýring t.d. að konan hefði ekki getað búið barninu betri kjör, ekki haft áhuga á því að taka hann með eða eitthvað þá hefði ég skilið málið og notið myndarinnar betur! Þetta er kannski gatið í handritinu og ég þarf endilega að velta mér upp úr því. Mamman var gerð leiðinleg en samt elskaði hún barnið greinilega. Hún veðjaði samt greinilega á réttan hest því að þetta fór allt vel. Verst að hún gafst of fljótt upp á karlinum ... heheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.