Að missa alltaf af öllu ...

Tommi hugumstóriSkrýtið hvað mér gengur illa að vera á réttum stað á réttum tíma. Þegar Skagastrætó hlekktist á í brjálaða veðrinu sl. vetur fékk Sigþóra alla spennuna, lögguna og allt, en ég var í vagninum klukkutíma fyrr með Tomma hinum trausta sem lætur ekki smárok koma sér úr stuði. Stundum hefur eitthvað spennandi gerst, eins og bilun í miðjum Hvalfjarðargöngum, en virðist bara gerast á þriðjudögum þegar ég er heima við skriftir.

Var þó svo heppin einn sunnudaginn að þurfa að bíða í heilan klukkutíma eftir strætó í Mosó en vagninn af Skaganum komst lítið áfram í tjaldvagnaumferðinni. Að sjálfsögðu myndaðist góð stemmning á stoppistöðinni, enginn nöldraði, heldur litum við á þetta sem tækifæri til að þroska okkur og efla þolinmæðina.

Nú er ég t.d. illa fjarri góðu gamni þegar mikið er um að vera uppi á Höfða, glugginn fyrir aftan mig í vinnunni er nefnilega frábær útsýnisgluggi þar sem sést m.a. alla leið upp á Skaga, og haldið að væri gaman að geta fylgst með slökkviliðinu á milljón núna í stað þess að horfa bara út á sjóinn sem varla bærist? Mikið skil ég manninn hennar Elfu vinkonu að vilja frekar vera í slökkviliðinu í Seattle en vinna sem arkitekt. Fann mynd af Tom í gær og ætla að deila með ykkur nokkrum sögum sem hann sagði mér þegar ég heimsótti þau hjón 2002.

Nú rennur moðvolgt vatn í baðkerið en stríðna blöndunartækið með gervigreindina er stillt á hæsta hitastig. Ef ég tek pollíönnu á þetta ... þá er ég þakklát fyrir að vatnið skuli ekki vera kalt, eins og stundum. Ketillinn fær líklega frí í dag. Þetta ætlar ekki að lagast af sjálfu sér. Best að tala við húsfélagsformanninn ef hann er í landi núna!

Fann ógurlega fallegt lag á Youtube og sá söngvarann í fyrsta skiptið á meðfylgjandi myndbandi. Fannst hann svolítið Richard Clyderman-legur en röddin klikkar ekki. Góða skemmtun!

http://www.youtube.com/watch?v=gehERn5QiSQ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elska projektið hjá Parsons.  Á allar plöturnar.  Takk fyrir link.  Ég myndi heldur vilja vera í slökkviliðinu fremur en arkitekt.  Teikna svo illa

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG. Elska þetta lag. Nostalgía. Grenjandi á unglingsárunum með Ellisif vinkonu o.sfrv.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.7.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta lag er yndislegt. Betra samt að sjá ekki gæjann. Ég grét líka yfir þessu lagi ... eða allavega fann fyrir kekki .....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.7.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 1505957

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 536
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband