Sjálflæknandi tölva, gamlar myndir og sönnun!

Nóra og erfðaprinsinnBarnaafmæli í nánd, afi, Bryndís og erfðaprinsinnKveikti á tölvunni upp á von og óvon í kvöld. Nákvæmlega það sama gerðist og í gærkvöldi: Ekkert. Næstum hálftíma seinna heyrðust óhljóð úr horni og þegar ég kíkti var elskan mín komin í gang. Hún hafði greinilega haft gott af hvíldinni eða óttaðist fáránlega tillögu Braga bloggvinar um að ég fengi mér Makka. Ég hló hæðnishlátri þegar ég hugsaði um þetta.

Nú get ég unnið heima á morgun ... og t.d. skrifað ódauðlega lífsreynslusögu sem fer væntanlega í bók eftir nokkur ár! Svo endar með því að þetta verður eins og Ísfólkið, yfir 40 bindi, og ég fæ ekkert að blaðamennskast, heldur fer á milli staða á landsbyggðinni og safna djúsí sögum frá fólki.

Wembley 1987 Við Siggi HreiðarÁ Gauk á Stöng 1986Skoðaði gamlar myndir í kvöld, bæði eldgamlar og nýrri. Þar sem ég kann lítið á tölvur og hræðist tæknilega hluti á borð við skanna ákvað ég að taka myndir af myndunum. Þær eru kannski pínku skrýtnar þar sem þurfti að passa upp á glampann frá flassinu en þær eru samt flottar. Mun því skreyta þessa færslu með ýmsum nostalgíumyndum.
Ein myndin sannar það sem ég hef oft sagt um okkur Madonnu. Þótt við séum orðnar 48 ára og þar með verulega rosknar í hugum ungbarna, þá höldum við okkar striki enn í dag, förum í tónleikaferðir og hlöðum niður börnum eins og okkur sýnist. Fann reyndar engar nýlegar sviðsmyndir af sjálfri mér (Madonna er duglegri að ota sínum tota) en hér er ein gömul og góð síðan við Siggi Hreiðar sungum á Wembley á níunda áratugnum fyrir þúsundir. Dúettinn kallaðist Guru and the Gang.     

P.S. Elsku fullkomna PC-tölvan mín geymdi bloggfæsluna sem átti að fara inn í gærkvöldi:
Hlutirnir gerast hratt hér í himnaríki. Ég var ekki fyrr búin að blogga um The RÖDD I love þegar ég fékk símtal og skömmu síðar heimsókn. Fyrir algjöra tilviljun var upptökuvélin í gangi:
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=758333dd76b29a409302406e98796ef9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Láttu samt nágrannan eða einhvern annan kíkja á vélina, gæti bara verið skammgóður vermir!

En fórstu á Madonnutónleika á Wembley 1987? VAr nefnilega sjálfur staddur í London þá, en í Pílagrímaferð á Donningtonrokkhátíðina,með Eika drengin Hauks sem fararstjóra!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.7.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gurrí nú þarftu að vara þig á tölvunni. þetta er spúkí og gæti farið að verða eins og í myndinni.... hvað hét hún... Electric dream held ég. það sem tölvan var afbrýðissöm út í ástarlíf eiganda síns. Ég les út úr þessu öllu saman að þú ert komin með einhvern upp á arminn og tölvan er að tjúllast. Í öllum bænum farðu varlega en út með sprokið. Þú getur ekki leynt okkur bloggvini þína svona hlutum lengi.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 23:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þetta hið dularfyllsta mál.  Einhver er að eyðileggja tölvuna "from the inside" af því þú ert að meika það í bransanum.  Annars ertu tiltölulega lagleg á myndunum og mikið rosalega litríkt bakkelsi er þarna.  Hva varst það þú sem töfraðir fram krásirnar.  Erfðaprinsinum kippir í móðurkynið með fegurðina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð flokkun, engu ofaukið

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 23:41

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahha, þið eruð svo fyndin!!! Jóna, myndin gæti hafa heitir Demon Seed. Sá hana aldrei en las bókina sem er eftir Dean Koontz, versta bókin hans, langversta. Hún fjallar um tölvu sem verður ástfangin af konu, tekst að læsa hana inni í húsi hennar þannig að hvorki er hægt að komast út eða inn, og ætlar svo að barna, sorrí, tölva hana! Hahahahahahaha. Jenný mín, ef þér finnst eitthvað til um barnaterturnar, bíddu þá þangað til þú kemst í fullorðisgúmmulaðið. Var orðin svo hundleið á veislum með víni, gosi og snakki að ég útbjó fermingarveislur á hverju ári. Þegar ég svo fékk hógværðarkast og ætlaði að hætta með partíin mér til dýrðar trylltust vinirnir og heimtuðu áframhald á fermingarveislum í ágúst. Nýja bakaríið á Akranesi gerir marsipantertuna, hitt sé ég um, ásamt nokkrum vinkonum sem koma með kökur með sér. Bannað að fara til útlanda 12. ágúst! 

Guðríður Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 23:48

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og hversu gömul.......?????

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2007 kl. 00:33

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

49

Guðríður Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 00:50

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko...ég get ekki sett inn neinar myndir núna svo kannski er bilun hjá the systemo!!!Ég er í gömlu tölvunni uppi...því fíni lappinn minn heldur að hann sé dáin skjaldbaka.

Gurrí plís plís plís...má ég fara til útlanda í ágúst..þann 12???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.7.2007 kl. 08:36

9 identicon

Yndislegar myndir og myndband. PASSAÐU ÞIG Á TÖLVUNNI. Hahahahaha.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 08:51

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að þessari mynd! Var ég virkilega svona horaður? En ég er viss um að söngurinn tókst vel. Var þetta ekki í einhverjum sal niðri á hótel Sögu? Var ekki Sigurdór með okkkur? Ég man að ég var í rosalegu söngstuði á þessari árshátíð -- sem sjaldnast voru skemmtilegar frekar en árshátíðum er títt.

Sigurður Hreiðar, 3.7.2007 kl. 09:09

11 Smámynd: Saumakonan

kvitt frá handlama saumakonu sem reynir að fara bloggrúnt og heilsa uppá vinina    

Saumakonan, 3.7.2007 kl. 10:13

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Katrín, já, þú mátt fara til útlanda 12. ágúst! Hhhaahah, kjánaprik! 

Ahhh, Siggi, var þetta á konsertinum á Hótel Sögu, ég rugla þessum tónleikaferðum alltaf saman? Ég var svo viss um að við hefðum verið í Wembley þarna.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 10:17

13 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, ég held endilega að þessi konsert hafi verið á Sögu. Það var önnur hljómsveit á Wembley, var það ekki?

Sigurður Hreiðar, 3.7.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 470
  • Sl. viku: 2243
  • Frá upphafi: 1456539

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1874
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband