Hugsandi smiður og færri vetraráhyggjur

TommiHver sá sem fann upp á sjúkraþjálfun á alla mína aðdáun og ást. Eftir aðeins þrjú skipti hjá Betu sjúkraþjálfara skoppa ég um Skagagrundir eins og léttfætt hind. Kom svo við í Einarsbúð, gerði upp skuldir mínar og keypti inn. Bíð nú spennt eftir réttum kattasandi. Kettirnir líka.

Brim við himnaríkiHringdi í Glerhöllina og lýsti yfir áhyggjum með yfirvofandi vetur (það er nú kominn júlí). Þótt ég hafi gullfiskaminni á stjórnmálaloforð man ég þó eftir vondum vetrarlægðum með tilheyrandi rigninu og hvassviðri í suðlægum áttum ... beint upp á gluggana mína við opið Atlantshafið. Þröskuldurinn út á nýju svalir er enn óklæddur og það lekur inn! Það var ekki að spyrja að þjónustunni, innan 15 mínútna kom indæll maður sem kíkti á aðstæður, sýndi mér samúð og sótti svo kítti og þar með hefur vetraráhyggjunum fækkað um eina. Ég hef upplifað of margar Nætur hinna 30 handklæða í sambandi við gluggana mína til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af svaladyrunum líka. Hann fékk lánaða ryksuguna og mér fannst voða heimilislegt þar sem ég sat hér við tölvuna að heyra ryksuguhljóð í fjarska. Gat ekki stillt mig um að kveðja hann með: „Já, og takk fyrir að ryksuga!“ Hann ryksugaði samt ekkert að óþörfu og hló bara.

Þar sem dugnaðurinn var orðinn svona geigvænlegur ákvað ég að hringja líka í smiðinn minn. Hann hefur mikið að gera en er alltaf að hugsa um mig (jibbí). Býst við honum fljótlega. Held að við ráðumst ekkert í eldhúsmartröðina fyrr en eftir afmælið mitt. Stofan gengur fyrir.

Muna ekki allir eftir þessu lagi? Í íslensku þýðingunni heitir það: Aldrei að giftast strætóbílstjóra ...
http://www.youtube.com/watch?v=r4o4Yq75ur0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir leggja mikið á sig iðnaðarmennirnir til að vinna hylli yðar frú Görr! Ryksuga, frusssssssssssssss.

Vorum við höll svona hallærisleg sjötíuogeitthvað?  Ertu að segja með þessu að pabbi minn sé feitur??????????????????????????

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh, lagið er gott en tískan ekki mjög flott. Elska litlar plötubúðir með metnað. Fann diskinn með þessu lagi í lítilli búð í kringum Laugaveg 10. Þar fann ég líka safnplötu með King Crimson ... hendi inn einu laginu þaðan í kvöld. Það er snilld! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 16:09

3 identicon

og maður flaug aftur í tíma - var búin að steingleyma þessu lagi en mér snarhitnaði  Takk takk - Meira svona.

Jóhanna Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 20:49

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 20:56

5 Smámynd: krossgata

Mér finnst þessi brimmynd alveg geta verið Jaðarsbrautin.... ef Íslendingar hefðu byggt í þessum stíl og Jaðarsbakkinn væri ögn lægri.  En það er langt síðan ég var á Skaganum síðast, svo kannski lítur þetta bara svona út núna?

krossgata, 4.7.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband