3.7.2007 | 21:26
Já, hún? Ohh, hún er alltaf svo flott klædd!
Því er haldið fram í Blaðinu í dag að klæðaburður Ellýjar í X-Factor hafi á tíðum vakið meiri athygli en orð hennar. Veit ekki alveg hvort hann Einar Bárðar tæki undir það, hann gleymdi sér alla vega ekki við að horfa á flottu fötin hennar (sem eru úr Nínu á Akranesi), heldur var iðulega ósammála dómum hennar, Palli svo sem líka ... en það er annað mál. Palli mætti stundum ansi frumlega klæddur í þættina en ég hef hvorki heyrt það notað gegn honum né með.
Hvað er þetta með konur og fötin sem þær klæðast? Eitthvað var meira talað um klæðaburð stjórnmálakvenna en -karla fyrir síðustu kosningar, jafnvel meira en málefnin sem þær stóðu fyrir. Rosalega er ég orðin þreytt á þessu.
Athugasemdin í Blaðinu segir jú að Ellý hafi verið fín og flott en það má lesa út úr henni að hún sé heimsk. Ég hef þekkt Ellýju í bráðum 20 ár og hún er ekki heimsk. Ég dáðist alveg að henni sl. vetur fyrir að geta afborið að hlusta á þetta misskemmtilega popp sem er í svona þáttum því að hún er meira fyrir trans-tónlist og rokk.
Ég talaði við Ellýju áðan og hún var hvorki að springa úr gleði né sorg yfir þessu, átti frekar von á því að fjölmiðlar einbeittu sér að nýja dómaranum, Þórunni Lárusdóttur.
Ég vona að Þórunn verði ekki látin gjalda þess í vetur að hún sé meira í klassísku deildinni. Skyldi hún þurfa að klæðast drapplituðu til að orð hennar verði gjaldgeng? Hvað ef hún lendir oft í að senda keppendur hinna heim? Verður hún þá umdeild, jafnvel óvinsæl? Hmmm! Eins gott að henni verður ekki dembt beint í djúpu laugina, eins og Ellýju, Þórunn er þaulvön í sjónvarpi og ég hlakka mikið til að horfa á hana í vetur. Hún er alltaf svo flott klædd!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 22
- Sl. sólarhring: 166
- Sl. viku: 660
- Frá upphafi: 1505951
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 530
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Niður með kvenfyrirlitninguna og órökstudda palladóma um gáfnafar kvenna, arghh, dæs.
Faðm yfir hafið til þín !
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.7.2007 kl. 21:54
Mér fannst Ellý flott í X-factor. Ansi sérstök, því verður ekki neitað en því verður heldur ekki neitað að hún setti svip á þáttinn svo um munaði. Hún líka þorði að segja hvað henni fannst. Og hana nú.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.7.2007 kl. 22:09
Sammála Guðný Önnu!!
....og sameinast henni í faðmi yfir hafið....
Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2007 kl. 23:30
Mikið faðma ég ykkur fast á móti, stelpur mínar. Er að fara í háttinn, fótaferð eftir sex tíma ... æsispennandi stætóferð um króka og kima Hvalfjarðarganga, Kjalarness og Mosfellsbæjar bíður.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 23:35
Mér hefur alltaf fundist Ellý hrikalega kúl, frá því hún var að vinna með litlu systur í Max, frá því hún var unglingspönkari og ég tók viðtal við Q4U í Grjótaþorpinu (tók annað viðtal við hana líka, einhvern tíma) og svo er hún þar að auki fínn málari. Mér er hins vegar alveg sama hverju hún klæðist, töffaraskapurinn birtist með öðrum hætti. Eina skiptið sem ég hef ekki verið sátt við hana er þegar hún lenti í að láta Alan hætta í X-factor.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.7.2007 kl. 00:33
Ég hef alltaf fílað Ellý alveg síðan í Q4U - en af því að ég kann ekki að ljúga þá fannst mér X-Factor ekki passa henni - sem er ALLT annað en að segja t.d. að hún hafi ekki passa í X-Factor. En það sem er í Blaðinu finnst mér bara dæmiegrt innantómt blaður manna sem þurfa að fylla dálksentímetra og skortir gjörsamlega hugmyndaflug- hefði alveg eins getað verið um hnakka - þeir lentu bara á eitthvað illa úldinni sellu og komu upp með þessa steypu Er ég eitthvað örg - hafði ekki tíma fyrir kvöldmat - sem ég er að bæta upp með síríus súkkulaði og lakkrís sem er ekki gott fyrir sálina - á morgun
PS Gurrí - Sástu Kastljósið????
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 00:55
Sko ég veit ekki hvort ég á að byrja. Nei held ég sleppi því og er sammála ykkur öllum. Áfram Ellý og allar konur á eigin forsendum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 01:01
Smekkur manna er ansi misjafn. Tilveran væri frekar litlaus og leiðinleg ef við værum öll eins. Með sömu skoðanir og fatasmekk. Það er einmitt svo skemmtilegt að vera ekki "stöðluð"típa.Ellý hefur alltaf farið eigin leiðir og staðið sig vel.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 08:13
Ellý var og er flott kona - mér finnst 365 liðið frekar hafa skotið sig í fótinn með því að "þora ekki" að hafa alvöru konu í settinu.... Svo ber að benda á annað - henni var hent út í djúpu laugina alveg á þess að fá leiðsögn og þurfti síðan að berjast við 2 reynda (kannski fullreynda) sjónvarpskalla. Ef einhver ætti að fara - hvernig væri þá að losa sig við þulinn......???
Áfram Ellý!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 4.7.2007 kl. 08:20
Fíla svona konur sem koma til dyranna eins og þær eru klæddar. Ellý er einmitt þannig kona. Skiptir ekki máli hvernig þær eru klæddar. Rokk on Ellý.
Þröstur Unnar, 4.7.2007 kl. 08:34
Ekki hef ég séð þessa þætti, en þetta minnir mig soldið á American Idol hér, því það er alltaf verið að gagnrýna Paula Abdul, fyrir fötin, skartgripina, hárið, hvernig hún talar, vælir og skælir. Mjög sjaldan er eitthvað sagt útá hina tvo dómarana, og ef eitthvað er sagt, þá segir fólk bara, já svona er bara Simon Cowell, eða Randy Jackson er bara svona cool.
Það virðist vera langt í jafnréttindin hjá konum og körlum, bæði heima á Íslandi og í Bandaríkjunum, allaveganna þegar viðkemur fréttaflutningi, alltaf svo skemmtilegt fyrir þessa slúðurdálka að tala niður til kvenmanna, og tala illa um okkur. Er það þá ekki bara hræðsla? Erum við ekki bara svona valdafullar í okkar eigin lífum að það er ekki hægt að setja mikið útá okkur, þessvegna er talað illa um fataskápinn okkar, mér finnst þetta bara soldið mikið rugl!!
Bertha Sigmundsdóttir, 4.7.2007 kl. 16:42
Eiginlega ætti að tala um karla eins og konur og athuga hvað þeir halda það lengi út. Þetta segi ég sem er alltaf smart í tauinu og sérlega vel greiddur.
Már Högnason (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 17:50
Ég sá aldrei X-factor, en veit að hún vakti mikla athygli þar, sjálfsagt bæði + og -, en skjárinn er nú ekki alltaf besti staðurinn til að dæma fólk heldur. Ég hef hins vegar lesið viðtal við hana í blaði sem gaf mér þá sýna að þar færi ekki bara heillandi og glæsileg kona, heldur einnig persóna sem mikið væri spunnið í :) Bestu kveðjur í himnaríki ....
Hólmgeir Karlsson, 4.7.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.