Svefnvana í Skagastrætó

Mikið vildi ég ...Það kemur sér vel að vera náttúrubjútí (eða nærsýn) og þurfa ekki mikið viðhald þegar maður vaknar og aðeins 10-15 mínútur í brottför strætó frá Akranesi. Það sem fékk mig fram úr var að ég ákvað að sofa í strætó ... samt get ég aldrei sofið í rútum eða flugvélum, læt samt alltaf gabbast.

Fyrsta sem gladdi hjartað í dag, fyrir utan ljúfu karlana á stoppistöðinni, var að sætið mitt var laust og veika löppin þurfti ekki að vera í kremju. Ég lokaði augunum og vonaði að svefninn miskunnaði sig yfir mig en krakki sem sat við hliðina á mér, hinum megin við ganginn, babblaði hátt og snjallt við mömmu sína með þessarri líka skerandi röddu. Hver getur amast út í lífsglatt barn sem finnst strætó hrikalega spennandi? Ekki ég! Svo er líka næg hvíld í því að loka augunum og slaka á í 40 mínútur.

Ég er svo fegin að hafa ekki farið í peysu í morgun, heldur í þunnan jakka utan yfir örþunnan, sumarlegan bolinn, sem þó er með rúllukraga. Hálsfestin með grænu steinunum sýnir smekkvísi með uggvænlegum hætti og undirstrikar grænleit augun. Pilsið er saumað upp úr nokkrum tvíd-ábreiðum sem gefnar voru fátækum en ég rændi. Klippingin er enn rosa kúl ... sé það á því að ég fæ enn áfergjuaugnaráð frá samferðamönnum mínum í stað samúðar ...  Æ, er að missa mig út í einhverja vitleysu, sumt er þó rétt. Þetta heitir bull og svefngalsi og kallar á meira kaffi og morgunverð.

Matseðillinn í hádeginu er ekki af verri endanum: Gulrótar- og appelsínusúpa, Steiktar kjúklingabringur Toscana með hýðisgrjónum og kaldri Miðjarðarhafs-dressingu. Grænmetisrétturinn er kús kús með baby-gulrótum, kóríander og karrí. Best að borða nógu mikið í dag, á morgun verður pasta í öllu og ég er hætt að borða pasta í bili og brauð og sælgæti og ... bara svona mikið kolvetni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi Gurrí mín verst er þetta með fótinn þinn. En æðislegur matur hjá þér í hádeginu namm.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.7.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, fótavesenið stendur ekki lengi, ekki fyrst ég er byrjuð í sjúkraþjálfun! Þetta er oft girnilegt og gott ... og ég gleymdi að minnast á sjálfan salatbarinn. Hann er lítill en alveg ágætur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

er maturinn í vinnunni eins góður og hann hljómar? Eitthvað segir mér að svo sé ekki

Glæsileg og ljóðræn lýsing á átfittinu á þér í dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2007 kl. 10:32

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er ágætur af mötuneytismat að vera!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2007 kl. 10:43

5 identicon

Bestu gulrótarsúpu í heimi smakkaði ég þegar Halldóra var með mötuneytið í Amts-Café ... ég fékk raðfullægingar á því að borða hana. Segi það satt. Þegar ég las gulrótar- og appelsínusúpa, þá varð mér hugsað um þessa súpu sem ég hef ekki fengið lengi, enda hef ég ekki fengið þesskonar "tilfinningu" aftur yfir mat síðan í fyrra ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 11:28

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaha, Doddi, má virðulegur bókasafnsfræðingur tala svona?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2007 kl. 11:50

7 Smámynd: Bragi Einarsson

Hm, raðfullnæging á að hugsa um súpu! How kinky can it be en hún hefur örugglega verið góð, eins bringan, íhahahaha!

Bragi Einarsson, 4.7.2007 kl. 12:20

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi gulrótar- og appelsínu súpan, fékk mig til að hugsa um andlitskrem.  Langar defenately ekki í sollis súpu.

Þú færð mig til að tryllast úr hlátri þú evel vúman jú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 13:30

9 identicon

(pssst: Gurrí, já ég má tala svona -- sagði þetta meira að segja við Halldóru eftir eitt hádegið og hún kippti sér ekkert upp við það. ) 

Hmm...  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband