Rjúkandi rústir og vísir að grill-einelti?

Við Kirkjubrautina í morgunVaknaði um níuleytið í morgun, sem eru hálfgerð helgi-spjöll, en brúðkaupið bíður með öllum sínum dásemdum í dag. Allt var þögult, eins og um hánótt væri, en núna um tíuleytið eru unglingarnir farnir að streyma að Langasandinum. Ja, alla vega fólk sem var einu sinni unglingar og annað sem stefnir hratt í það. Hjá einum bloggvini mínum, Skagamanninum Þresti, http://motta.blog.is/blog/motta/#entry-257259 má lesa að Skaginn sé ónýtur eftir læti næturinnar. Allt sefur maður nú af sér, eins og mest spennandi fótboltaleik síðustu ára og nú þetta.

Allir á Skaganum voru úti á grilla í gærkvöldi, götugrill og gleði um allar götur. Við Þröstur vorum útundan ... göturnar okkar sökka greinilega, nema þetta sé bara undarleg tilviljun ... Grillmatur er hvort eð er náttúrlega algjör viðbjóður.   

Hef verið frekar ódugleg við að bolda undanfarið en nýjustu fréttir eru þessar:
Nick fullvissaði Bridget um ást sína og hún var að springa úr hamingju. Það stóð ekki lengi, þegar Bridget átti erindi á skrifstofu mömmu sinnar var Stefanía þar og blaðraði öllu í Bridget sem stirðnaði upp. Taylor og Ridge eru við það að taka saman aftur. Hann hefur þó viðurkennt fyrir henni að vera veikur fyrir Brooke. Það er líka Eric pabbi hans, þó ekki blóðfaðir, en hann er farinn að deita Jackie, sem er fyrrum eiginkona blóðföður hans og móðir Nicks. Eric var einu sinni kvæntur Brooke og á með henni tvö börn; Bridget og Rick.
Er komin með það á hreint að til að spara leikaralaun er fólkið í þáttunum látið deita hvert annað, giftast og skilja og svona og lítil endurnýjun verður. Mögulega má rekja furðulegt hegðunarmynstrið til skyldleikaræktunar.

Strætó leggur af stað frá Skaganum kl. 11.41, ef það er þá ekki búið að kveikja í honum, og hinum megin við rörið, eða í Mosó, mun elskan hún Anna bíða. Við náum að eiga stund saman áður en brúðkaupið hefst hálfþrjú. Nú er það bara bað, flott föt, spartl í andlitið og hír æ komm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtu þér vel í brúðkaupinu.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góða skemmtun í dag Gurrí mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 12:35

3 identicon

Hæhæ,

Við vildum bara skilja eftir kvitt fyrir innlit.

Góða skemmtun í dag!

P.S.

Nýtt útlit á heimasíðunni, þú gætir haft gaman af því að kíkja og sjá breytinguna

Heiðdís, Ísak og Úlfur (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki við öðru að búast á þessum síðustu og verstu að það sé búið að EYÐILEGGJA bæinn.  Þið Þröstur sökkið og það eru göturnar ykkar sem fá að líða fyrir það.  Bæði andfélasleg með afdæmum (djöflulegtglottkarl).

Takk fyrir uppdeit á boldi.  Farðu nú varlega og læddu kammanum að brúðhjónunum án vittna.

Ég bíð spennt eftir ferðasögu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gurrí mín. Þú ert aðal í sunnudagsmogganum á bloggsíðunni (bls 8)

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 16:35

6 Smámynd: krossgata

Húsin farin að falla á Skólabrautinni og öll þessi voðalega ónáttúra í allri náttúrunni þarna í boldinu.  Heimurinn er greinilega á vonarvöl.

krossgata, 7.7.2007 kl. 17:18

7 Smámynd: Andrés.si

Ég held að fólk spá alt of mikið í flottar tölur svo sem 777 heldur í stjörnu speki. Var að vara við einnhver sem ég þekki við bruðkauð á dagin í dag.

Andrés

Andrés.si, 7.7.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 662
  • Frá upphafi: 1505953

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 532
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband