Frábært brúðkaup og fréttir af blautri frænku á Hróarskeldu

Hinn írski TommiRauðhærður, vígalegur strætóbílstjóri sat undir stýri þegar ég tók vagninn í bæinn. Þetta reyndist bara vera Tommi dulbúinn sem Íri í tilefni Írsku daganna. Hann ók nokkrum rosalega slöppum unglingum heim til Reykjavíkur með fyrsta strætó í morgun, þeir voru alveg búnir á því. Kalt í tjaldinu, þeir voru svangir og vildu komast heim til mömmu. Steinsváfu alla leiðina, þessar dúllur, að sögn Tomma.

AnnaÞetta varð síðan algjör lasagna-dagur. Anna, brúðkaup, Anna, brúðkaupsveisla, Anna.

Anna beið í Mosó og við fórum beint í Kringluna í brúðkaupsgjafar- og latteleiðangur. Ég ætlaði að kaupa Matreiðslubók Nönnu handa brúðhjónunum en hún var greinilega uppseld þannig að ég keypti nýju, stóru Kjúklingauppskriftabókina, hún er voða flott. Bætti við plötu með Ljótu hálfvitunum og smellti svo Lífsreynslusögubókinni með. Vona að þau verði ánægð. Kannski lauma ég bók Nönnu að þeim síðar.
Fór svo heim með Önnu á Álftanesið og vá, hvað húsið hennar hefur tekið miklum breytingum! Hef fylgst náið með endurbótunum á blogginu hennar en alltaf er skemmtilegast að sjá þetta með berum augum.

Anna Ósk og HelgiBrúðkaupið var mjög fallegt og látlaust. Milli brúðkaups og veislu naut ég þess að vera með Önnu aftur og nú var Ari, maðurinn hennar, kominn heim. Þarna var ákveðið að þau hjónin færu upp í sumarbústað í Borgarfirði um kvöldið og myndu skutla mér heim á Skaga í leiðinni.

Veislan var algjört æði. Sat við borð með hluta af fjölskyldu brúðgumans og Guðrúnu, föðursystur brúðarinnar. Kaffi Konditori Copenhagen í Hafnarfirði sá um veisluna og fólk var mjög ánægt með kræsingarnar.

Reyktur lax í forrétt, nautakjöt m/rótargrænmeti og gratíneruðum hvítlaukskartöflum í aðalrétt og glæsileg terta í eftirrétt. Þegar danski krónprinsinn trúlofaði sig var boðið upp á svona tertu. Kaffið með kökunni var gott en það er ekki algengt, yfirleitt kaupir fólk allt það fínasta í veislur en býður svo upp á vont kaffi með.

Upp úr níu komu Anna og Ari og sóttu mig. Það var gaman á leiðinni, mikið spjallað og Anna lét einn góðan flakka:
Viðskiptavinurinn: „Ég ætla að fá bensín fyrir 200 krónur.“
Bensínafgreiðslumaðurinn: „Viltu svo að ég hræki í rúðupissið fyrir þig?“

Ellen, systurdóttir mín, hringdi í mig rétt áðan frá Hróarkeldu.
„Varð að láta þig vita að ég er á tónleikum með Red Hot Chili Peppers, hlustaðu!“
„Vá, grát, mig langar að koma, ertu nokkuð að drukkna í rigningunni, elskan?“
„Neibbs, ég keypti mér ný föt og nýtt tjald og þarf bara að vera eina nótt í viðbót hérna, svo fer ég til Köben! Hringi í þig ef lagið þitt kemur og leyfi þér að hlusta!“
„Það heitir Road Trippin’, já, hringdu ef það kemur.“
http://www.youtube.com/watch?v=LZvRj726ipg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Fyndinn strætóbílstjóri, góð vinkona sem þú átt, falleg brúðhjón, skemmtileg veisla, góður matur og hugulsöm frænka að hringja og leyfa þér að heyra uppáhaldslagið þitt. Greinilega góður dagur hjá þér

Björg K. Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tommi bara asskoti vígalegur á írskum dögum.  Ég fékk vatn í munninn.  Anna er fott og brúðhjónin brjálæðislega raffíneruð.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 01:50

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Pssst... fékk Jenný vatn í munninn við að sjá Tomma  Hversu kinkí getur kjéddling orðið

Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2007 kl. 10:02

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta hefur verið mjög skemmtilegur dagur hjá þér mín Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 11:41

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bleik fartölva!!!!!!!!!! Jeyhh hvað hún er geggjuð...kannski alveg í stíl við allar breytingarnar heima hjá Önnu?? Bleikar eldhúsinnréttingar..bleikt klósett og bleik útihurð. Sé þetta alveg fyrir mér!!!

Annars frábr dagur hjá þér Gurrí mín...hvað..um hvaða bók eru allir að tala???

Ertu orðin frægari??? og bls 8 í Mogganum? Hvernig kemst ég þangað..ekkert smá sem maður verður útundan þegar maður er ekki bara á staðnum..!!!

Smfagnaðarknús og kremjur til þín elskan!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 12:13

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Anna fer ekki troðnar leiðir, bleik fartölva er algjörlega í stíl við hana ... hahahha, þú ættir að sjá alla bleiku skóna hennar, glæru skjalatöskuna ... kannski Tvíburar séu svona upp til hópa ....

Til að komast á bls. 8 í Mogganum opinberar þú þín helgustu leyndarmál, m.a. "Fyrsta kossinn" ... Er að hugsa um að skrifa næst um ... uuuu ... fyrstu tönnina, fyrsta fylliríið ... Svo er líka alltaf snjallt að lauma eins og einum fimmtíukalli að góða fólkinu hjá Mogganum, get alveg gert það fyrir þig þar sem þú ert í Englandi og átt erfiðara um vik.  

Guðríður Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 12:36

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha..ég var ekki að meina hvernig ég gæti komið mér þangað..heldur hvernig kemst ég til að lesa um ÞIG á bls 8 í mogganum..híhí.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 12:40

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheh, mátti til ... Ég sendi þér þetta bara um leið og lífsreynslusögubókina. 

Guðríður Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 170
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1712
  • Frá upphafi: 1460645

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 1380
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband