Tækjatröll inn við beinið

Sólin í felumSmá sólarleysi er vel þegið eftir síðustu vikurnar, alla vega þegar setið er við suðurglugga og unnið, segi nú ekki annað. Sit með latte og er að ljúka við djúsí lífsreynslusögu. Er orðin það klár að búa mér til latte að ég þurfti ekkert að kíkja á leiðbeiningarnar. Þetta er frekar flókið ferli. Ýtt á ýmsa takka, skrúfað frá frussi, gufu hleypt út með látum og alls kyns svoleiðis. Æ, þetta er kannski ekkert svo flókið þegar maður er búin að læra þetta. Hræðslan við að hávær, hvæsandi vélin springi hefur líklega þessi áhrif.
Man þegar ég stillti einu sinni vídeótæki fyrir Hildu. Gat valið um leiðbeiningar á úrdú, finnsku eða serbó-króatísku, minnir mig. Það þurfti að ýta á suma takkana saman, standa jafnvel á öðrum fæti og góla ... og þetta tókst fyrir rest og Hilda hafði aldrei átt jafnvel stillt vídeótæki.  

Er búin að komast að því að ég á ekki mjög heimaríka ketti. Tommi og Kubbur ganga varkár um himnaríki, þó hætt að vera í felum, og gestakötturinn er hnarreistur og urrar bara ef einhver er með kjaft! Það eru engin slagsmál og læti en sjokkerandi feluleikur Bjarts fer illa með taugakerfi mitt, held alltaf að hann hafi hoppað út um glugga ef ég finn hann ekki strax. Passaði nefnilega einu sinni kött þegar ég bjó á Hringbrautinni og hann hoppaði (eða datt) niður í snjóskaflana af annarri hæð. Fyrrum samstarfskona mín býr hinum megin við Hringbrautina og hafði tekið eftir þessum ketti fara yfir þessa umferðargötu, sikksakka til skiptis og var orðin frekar stressuð. Tveimur dögum seinna náði hún honum og kom til mín, ég hafði vitanlega auglýst eftir honum í Morgunblaðinu. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim Tomma. Þeir urðu perluvinir og leikfélagar stuttu eftir að hann kom í pössunina. Skömmu seinna flutti Högni til Danmerkur og hefur það víst ótrúlega gott þar. Eigendurnir fengu ekkert að vita fyrr en eftir að hann var fundinn, voru í útlöndum og fréttu ekkert.  

Horfði loksins á Hugh Grant-myndina í gær og hún var ósköp sæt. Stefni að því að sjá Apocalypto í kvöld, það mæla allir með henni.

P.s. Væri ekki bara svolítið flott ef Valsmenn tækju Landsbankadeildina? Veit að það yrði mikil hamingja í Efstasundinu ... sei nó mor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi Bjartur er illa uppalið kv..... og kann ekki að lifa samkvæmt spekinni hennar Jenny Unu Errriksdótturrrr, sem er:  alltaf glöð, alltaf góð og alltaf að skiptast á.  Það kunna hins vegar Kubbur og Tommi og þeir eiga ekki að vera beittir andlegu ofbeldi á sínu eigins heimili s/f.  Á svalirnar með hrokagikkinn.  ARG.

Við í Veltusundinu gefum ekki bómullarhnoðra fyrir umrædd fótboltaúrslit.

Love u.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Gurrí, get já alveg trúað þér til að geta gert margt um leið og að standa á öðrum fæti!

Tek svo undir með þér með VAlsarana, á nú náfrændur sem styðja liðið og svo eru í því í dag meira og minna bara norðlenskir snillingar, Gummi Ben, Baldur Aðalsteins, Pálmi Pálma, svo þrír máttarstólpar séu nefndir! Kannski einhver þeirra sé skildur þér!?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.7.2007 kl. 14:56

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Sæl elskan, mikið var nú frábært að tala við þig áðan, og ég er nýkomin úr Pennanum og búin að kaupa bókina þína, get ekki beðið eftir að lesa hana á leiðinni til Boston á morgun. Það var svo yndislegt að tala við þig, og þúsund þakkir fyrir allar ráðleggingarnar, og að bjóðast til þess að aðstoða mig eitthvað í þessu öllu. Það er svo gaman að leyfa sér að dreyma, en enn betra að vinna í því að láta draumana rætast. Hlakka til þess að vera í sambandi við þig í framtíðinni og við verðum bara að hittast NÆST, eða þegar þú kemur út... Bið að heilsa í bili, og læt þig vita hvað mér finnst um bókina...

Bertha Sigmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 16:26

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona innilega að KR-ingar falli ekki, sem gamall Vesturbæingur segi ég það. Bjartur er vel upp alinn, hann var bara hræddur og þarf að urra til að ekki verið á hann ráðist. Þori ekki að hleypa honum út á svalir, þær eru ekki fullgerðar og hann er vanur að hoppa út um glugga á jarðhæð heima hjá sér. Yrði allur í málningu ef hann væri heima hjá sér núna ... Held, Magnús, að ég sé ekki svo fræg að eiga skyldfólk í fótbolta, ætti samt að kíkja í Íslendingabók. Já, og Bertha, það var meiriháttar að heyra frá þér, góða ferð heim í fyrramálið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 16:55

5 Smámynd: Gunna-Polly

ljótt að segja það, en það yrði bullandi hamingja i Njörvasundinu ef KR félli

Gunna-Polly, 17.7.2007 kl. 18:24

6 Smámynd: mongoqueen

Það væri nú ánægjulegt ef Valsarar tæku þetta, enn ánægjulegra ef Víkingur myndi rífa sig upp og taka þetta en ánægjulegast væri ef KR-ingarnir myndu falla

mongoqueen, 17.7.2007 kl. 19:11

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... best væri auðvitað ef Skagamenn tækju þetta!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 19:33

8 identicon

Skil ég þetta rétt? Heitir læðan Kubbur?

Maja Solla (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:11

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Pálmi Rafn og Baldur allavega úr Þingeyjarsýslum, hver veit?

Finnst þetta eiginlega jaðra við einelti við grey KR-ingana, ekki fallegt að "Sparka í liggjandi mann"! En held samt enn, að FH-ingar hafi þetta, en "Barnaliðið" gæti alveg krækt í Evróðpusæti!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.7.2007 kl. 20:39

10 Smámynd: Elín Arnar

Þú ert nú meiri bullan Gurrí :) skil ekkert í þér

Elín Arnar, 17.7.2007 kl. 20:45

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það seigi ég Samma ég vona . Að KRingarnir falla ekki.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.7.2007 kl. 21:17

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, Maja Solla, læðan, sem áður var álitin fressköttur, heitir Kubbur. Mig minnir að völva Vikunnar hafi sagt að FH myndi ekki sigra Landsbankadeildina ... en það getur verið misminni. Ansi margt ræst hjá henni. Já, Elín, ég er fótboltabulla ... heheheheh!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:21

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Gurrý Er ekki byrjuð á bókinni er svo dúndur þreytt á kvöldin. Bíð spennt að geta byrjað.  Kveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 22:04

14 identicon

Nei Gurrý það verða FH ingar sem taka þetta, ekki Valsmenn :)

Álfhildur (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 639
  • Frá upphafi: 1505992

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband