Þessi rigning, þessi Jimi, þessi Bjartur ...

Rosalega er ég eitthvað orðin þreytt á þessarri rigningu, en þið? Hmmmm ... Nú mætti rigna duglega í svona tvo daga til að bleyta jörðina, vona bara að þetta verði ekki lárétt regn að sunnan til að ég lendi ekki í Nótt hinna 30 handklæða einu sinni enn. Síðan má þetta sumar bara halda uppteknum hætti. Endurtaka væna rigningu í ágúst og síðan væri fínt að fá hitabylgju í kjölfarið. Þá hverfa allir geitungar áður en þeir taka sín árlegu geðillskuköst.

TónlistarbíllRigningFékk far í bæinn með Ástu í morgun. Við hlustuðum á dúndrandi tónlist Jimi Hendrix á leiðinni. Hvernig ætli hinum rúmlega tvítuga, virðulega sjúkrahússtarfsmanni Birki hafi liðið í aftursætinu þegar kerlingarnar fyrir framan hann stundu af hrifningu yfir gítarsólóunum og hristu hausana í takt? 

Held reyndar að Birkir sé kúl og löngu kominn yfir að skammast fyrir hegðun annarra. Þegar hann lagðist á bílgólfið held ég að ástæðan hafi verið, eins og hann sagði, að það færi betur um hann þar en í sætinu.

Bjartur heldur ósvífninni áfram og má segja að hann haldi rólegu, gömlu og værukæru kisunum mínum í heljargreipum. Gerir sér að leik að nálgast þær ógnandi til að fá spennandi viðbrögð. Kubbur hvæsir grimmdarlega en kjarkurinn hennar og gribbuskapur hefur rénað með aldrinum. Tommi vælir bara aumkunarlega og kvartar yfir þessum stælum Bjarts í sumarbúðum, hann væri til í að leika sér, nennir ekki svona : "Ég Tarsan, þú aumingi!"-leikjum. Sigþór, "pabbi" Bjarts hefur komið tvisvar í heimsókn til að sannfæra strákinn sinn um að þessum húsaviðgerðum sé nú alveg að ljúka og hann geti komið heim um helgina. Ég á eftir að sakna Bjarts, enda dásemdarköttur, en mikið held ég að Tommi og Kubbur verði fegin eftir nokkra daga. Sérstaklega Kubbur, hún er góð við mannfólkið en lítið um ókunnuga ketti, öfugt við Tomma sem er spenntur fyrir öllu sem hreyfist, líka ryksugunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Ég er að koma heim til Íslands á mánudaginn. Ég yrði ekkert hissa ef rigningin kæmu með mér. Og jafnvel flóðin  Ég held að ég sé komin með sundfit.

svarta, 19.7.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhahahah, rigningin kemur á undan þér! Held að það muni rigna í dag og á morgun ... svo vil ég að við fögnum þér, Svarta, með sól og blíðu!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er gott að fá rigningu en bara í dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 10:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þó mér þyki þessi færsla ógissla skemmtileg og ég hafi beinlínis bognað af hlátri vegna bílstjórans á gólfinu þá ætla ég ekki að kommentera á þessa færslu.  Man orðið ekki hvernig þú lítur út, enda sjaldséður gestur í mínu kommentakerfi.

Þess vegna engin athugasemd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 10:56

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er alltaf að kommenta hjá þér, gamla geit! Alltaf ... held samt að þú hafir bara einu sinni eytt út kommenti frá mér ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 11:14

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahaha ég sé "unglingin" hemja sig í kasti yfir kellunum í framsætinu

Huld S. Ringsted, 19.7.2007 kl. 12:00

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rytt út kommenti frá þér??? Bíddu nú

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 12:04

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, þar hefur guðlegur máttur verið að verki, var að dissa á lúmskan hátt vissan áberandi mann á Moggabloggi sem kommentaði hjá þér um eitthvað kristilegt ... ég gaf í skyn að þú værir komin með vírus í tölvuna ... ætlaði að vera voða fyndin. Fékk svo rosamóral og var fegin að þú hentir ´því út ... þarna almáttugur sjálfur haft hönd í bagga!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 12:58

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tók það snilldarkomment sko ekki út mín kæra.  Myndi aldrei ritskoða hjá mínum eðalbloggvinum.  Ertu að segja að það hafi horfið út þett með vírusinn? Ég samstundis farin að tékka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 13:07

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nebb aldrei hent þér út.  Búin að gá.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 13:10

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kannski hef ég oft kommentað hjá þér en það horfið. Vildi bara sýna þér samúð vegna heimsóknar JV ... múahahha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 652
  • Frá upphafi: 1506051

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband