Við prinsessan ...

Díana og KalliÉg á 27 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þennan dag árið 1980 giftist ég heima hjá mömmu og þáverandi stjúpföður sem bjuggu við Rauðalæk. Prestur sem síðar varð biskupinn yfir Íslandi gaf okkur saman og skírði síðan erfðaprinsinn svo að hann yrði nú ekki óskilgetinn. Ekki hefur nú eiginmaðurinn druslast til að gefa mér blóm í dag, kannski vegna þess að við skildum fyrir 25 árum og hann gekk út aftur, annað en ég. Ég vil bara nota þetta tækifæri til að óska mér innilega til hamingju með daginn.

Ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn hefðu Díana prinsessa og Karl Bretaprins mögulega getað átt 26 ára brúðkaupsafmæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ómæ...til hamingju með skírnarafmæli sonarins..hemmhemm

Ragnheiður , 26.7.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk ... þarf að hringja í Sinfjötla litla og óska honum til hamingju með daginn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 20:29

3 identicon

Ooh, til hamingju með minninguna allavega. Og skírn sonarins.

Maja Solla (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 20:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef minningin er góð þá er þetta o.k. en hvað er Sinfjötli?? skil ekki orðið 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 20:32

5 Smámynd: Rebbý

til hamingju með daginn, eins gott að sonurinn var skýrður um leið því annars væri kannski hætta á að dagsetningin gleymdist með árunum.
allavega kveikti ég ekki fyrr en daginn eftir að ég hefði átt "brúðkaupsafmæli" rúmu ári eftir skilnaðinn minn .... eftir 25 ár verður dagsetningin væntanlega gleymd þó þetta sé náttúrulega svo yndislegur dagur í minningunni 

Rebbý, 26.7.2007 kl. 20:37

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er ekki þessi týpa: "Maðurinn minn á að muna brúðkaupsdaginn minn ... " en er sjálf ansi minnug á þær, var rétt búin að gleyma þessu. 

Sonur minn, Sinfjötli ... bók sem var lesin sem útvarpssaga í eldgamla daga. Þegar ég stríði syni mínum kalla ég hann Sinfjötla. Finnst þetta ansi gott nafn! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 20:41

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvurnig í ósköpunum fórstu að því að vera ógift í 25 ár? Þetta kalla ég snilld.

Til hamingju með eitthvað

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 20:57

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er mikill misskilningur að allar konur séu giftingarsjúkar! Besta spákona landsins, Ólöf, vinkona Hildu systur, segir reyndar að ég muni giftast aftur ... líklega þegar ég hætti að hlaupa í burtu frá strákunum, eða fái mér sterkari gleraugu ... hehehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 21:00

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Maður þarf nú ekki að vera giftingasjúkur þó maður gifti sig 2var eða 3var á æfinni. Flestar byrja svona 18-20 ára, e ha eggi?

BTW Me? never got married...muhahahahahahahhah

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 21:07

10 Smámynd: Þröstur Unnar

a

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 21:07

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha.. nú fannst mér Þröstur fyndinn. Þetta með a-ið í kommenti 10 gerði útslagið.

Gurrí þú segir: Ég er ekki þessi týpa: "Maðurinn minn á að muna brúðkaupsdaginn minn ... "  hahahahahahahahahaha. Ég er í kasti. Ætti ekki að standa þarna brúðkaupsdaginn okkar? Konan er nebblega venjulega gift manninum ''sínum''.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 21:12

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

BTW. hvernig verður maður sér út um svona númeruð komment ?

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 21:12

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er ekki búin; Til hamingju með daginn.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 21:13

14 identicon

Til hamingju, með þennan merka dag, á lífsgöngu ykkar mæðgina. Lifið heil !

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 21:15

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef gift mig x3 er það ekki nóg fyrir okkur báðar?  Ég býð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 21:20

16 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með daginn essskan.  Þetta er vissulega gleðidagur fyrir mig líka því þegar þú "ættir að hafa verið gift í 20 ár" ól ég son sem er þ.a.l. 7 ára í dag!  Ég er s.s. búin að bera á borð súkkulaðitertur og kampavín (ath. vínið var og er ekki fyrir börnin en ég mun súpa þín fagnarðarskál"  ........................

www.zordis.com, 26.7.2007 kl. 21:21

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Þröstur er fyndinn, hrikalega fyndinn!!! Ég flissaði þegar ég sá a-ið. Sko Jóna, í öllum bíómyndum þar sem staðalímyndum er gert hátt undir höfði virðist vesalings eiginmaðurinn bara vera tæki til að kaupa blóm handa konunni á brúðkaupsdaginn HENNAR, að öðru leyti óþarfur! Annars voru þetta reyndar mistök hjá mér, auðvitað átti þetta að vera á brúðkaupsdaginn þeirra ... Númeruð komment fást í "réttu" umhverfi. Þú valdir númeralaust og situr uppi með það, kerlingin mín! Múahahahha! 

Takk, Óskar Helgi, og kveðja í Árnesþing! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 21:24

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... og takk, elsku Zordís!

Jenný!!! Þrisvar???? Notaðir þú kannski trikkið góða á húsbandið þegar þú nældir í hann: "Ó, þú minnir mig svo á þriðja eiginmann minn!" Hann: "Hvað hefur þú eiginlega verið gift oft?" Þú: "Tvisvar!" (Finnst þetta ansi góð pikköpplína)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 21:28

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Tillukku með daginn og son þinn Sinfjötla. Sá þig í Séð&Heyrt í dag; tókst þig auðvitað einkar vel út, eins og þín var von og vísa.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.7.2007 kl. 21:38

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Færð sko engar hamingjuóskir héðan með gamla misheppnaða brúðkaupið, Ónei! Færð hins vegar ALVÖRU SIGURKVEÐJU,

Yeah,Yeah, Yeah Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörin....4-1! Eitthvað til að halda upp á!

En aftur í sorablaðinu S&H?

Og núna á öftustu síðunni?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2007 kl. 22:08

21 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Til lukku með þetta allt. Fínt að eiga brúðkaupsdag jafnvel þó maður sé einn um hann

Brynja Hjaltadóttir, 26.7.2007 kl. 22:12

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, Guðný Anna mín! Hmmm, og takk, Magnús. Nei, Guðný Anna hefur séð gamalt blað. Ég held að ég sé norn. Sagði við nokkra Skagamenn á Skrúðgarðinum seinnipartinn að leikurinn færi 4-1 eða 5-1 fyrir ÍA og það var hlegið að mér, hitt liðið hraunaði nefnilega yfir okkur snemma í sumar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 22:14

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er aldeilis glæsileg brúðkaupsmyndin þín þarna efst á síðunni!   Til hamingju!

Ágúst H Bjarnason, 26.7.2007 kl. 22:22

24 Smámynd: Ásta Björk Solis

Bestu hamingjuoskir med daginn og njottu bara vel.

Ásta Björk Solis, 26.7.2007 kl. 22:42

25 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hvað þýðir a ið ?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.7.2007 kl. 22:55

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann var bara að klára hláturinn = muahah a

Já, og takk fyrir hamingjuóskirnar, hann var nú flottur kjóllinn ... hehehehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 23:35

27 identicon

Dásamleg færsla  til hamingju með þig :) En ég varð nú dálítið forvitin þegar ég las um Rauðalækinn. Ólst þar upp. Skyldi ég hafa þekkt þennan sem gaf þér engin blóm í dag. Kannski skólafélagi? Gúddgríííf.... hvað ég er orðin forvitin

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:42

28 identicon

Úbbs!!!það var þinn partur sem bjó við Rauðalækinn - en ætli ég hafi þá þekkt mömmu þína og stjúppabba???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:44

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn. Er algjörlega hlynnt því að nota hvert tækifæri til að fagna. Mætti halda að ég væri frá Vestmannaeyjum!

Til hamingju með soninn líka

Já og Þröstur loksins fyndinn

Hrönn Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 23:45

30 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þröstur er bara skrambi fyndinn, Hrönn, og sammála líka með að halda upp á allt. Sumum finnst fáránlegt að ég skelli upp stórveislu á 49 ára afmælinu mínu ... þeir um það. Hún verður ekkert flottari ári seinna, kannski fjölmennari. 

Anna, þau bjuggu á jarðhæðinni á Rauðalæk 33, ég bjó mjög stutt þar. Þetta var árin c.a. ´75 -´81. Mamma vann þá á BUGL.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 23:54

31 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Anna. Þresti er að sjálfsögðu boðið í afmælið eins og öðrum bloggvinum en hann ákvað að flýja til Danmerkur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.7.2007 kl. 00:02

32 Smámynd: Þröstur Unnar

Án þess að það komi mér nokkuð við, var ég týndur, og hvernig er ég fundinn Er ég að byrja að vera fyndinn fyrst núna efir öll þessi ár...dem man.

Þröstur Unnar, 27.7.2007 kl. 00:21

33 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mamma þín hefur þá unnið við hliðina á mér! Ég vann á Dagheimilinu við Laugalæk við hliðina á BUGL - alla vega var Barna- og unglingageðdeild þar..... veit ekki alveg hvort það var BUGL?

Bjó á Laugarnesveginum - við höfum verið nágrannar í eitt ár! Gaman að þessu

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 01:03

34 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

omg ... þú hlítur þá að hafa verið fimmára þegar þú giftir þig.... erbarekki að skilja þetta alveg

Hólmgeir Karlsson, 27.7.2007 kl. 02:00

35 identicon

Gurrí, ég bjó sko frá því ég var eins árs og til 18 ára í húsinu við hliðina, Rauðalæk 35. Mamma og pabbi bjuggu þar til 81. Ekki er nú heimurinn stór.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 02:19

36 Smámynd: Ólafur fannberg

ril lukku með daginn

Ólafur fannberg, 27.7.2007 kl. 08:11

37 Smámynd: Ólafur fannberg

átti að vera til...

Ólafur fannberg, 27.7.2007 kl. 08:12

38 identicon

Sæl,þekki þig ekkert..en sé að systir þín ér vinkona Ólafar spákonu.Langar að vita hvernig maður panntar tíma hjá henni...Ólöfu..??Get bara hvergi fundið það..væri mjög þakklát ef þú gætir gefið mér e-h uppl.

Takk kærlega Guðrún.

Guðrún. (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 15:03

39 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er best að skrifa henni. Ólöf Guðnadóttir, Gauksási 37, 221 Hafnarfjörður. Hún hringir svo í þig.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2007 kl. 15:09

40 identicon

Takk kærlega.

Fór til Ólafar fyrir 9 árum...og verð ég að segja að 90 % af því sem hún spáði fyrir um, hefur ræts...sumt svo ólíklegt að ég hélt í alvöru að konan væri með óráði..en eitt rættist ekki(ennþá...ehemm) og það var hinn dásamlegi ekkill sem ég átti að kynnast,tvo börn..ofboðslega góður maður..utan að landi..??´Ég er meira að segja með skilaboð til hans..einhvern veginn hefur mér tekist að fara á mis við þennan mann.. eða getur verið að spákonur geti sagt fyrir um allt nema ástina...er svei mér farið að gruna það..

Guðrún. (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 229
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 1505931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband