Verslunarmannahelgarsögur og bíórytmi

Verslunarmannahelgin á næsta leiti og þótt best sé að vera heima ætla ég að kíkja í sumarbúðirnar til Hildu. Slepp vonandi við mestu umferðina ef ég fer austur á laugardegi og fer til baka á sunnudegi.

HerjólfurÉg heyrði nokkrar góðar verslunarmannahelgarsögur einu sinni ... m.a. um stelpuna sem sást reika um Eyrarbakka eldsnemma á mánudagsmorgninum. Konan sem var fyrst á fætur á Eyrarbakka mætti henni og stúlkan spurði hana hræðslulega: „Hvar er ég?“
Konan: „Þú ert á Eyrarbakka!“
Stúlkan: „Á Eyrarbakka? En ég bað strákana að skutla mér í Eyjabakkann í Breiðholtinu.“

Eða blindfullu stelpurnar sem seinnipart föstudags stigu út úr rútunni á Siglufirði, litu í kringum sig á allt síldarævintýrið og spurðu: „Hvar er Herjólfur?“

Besta verslunarmannahelgarsaga sem ég hef heyrt er reyndar í nýjustu Vikunni sem lífsreynslusaga. Hún er bráðfyndin og auðvitað dagsönn. Blaðið kemur út á morgun. :) 

Sit heima og vinn í dag, engin strætóævintýri fyrr en í fyrramálið. Ásta ætlaði að kíkja á mig í gær og ég ákvað að leggja mig, var eitthvað svo kalt og sá rúmið mitt í hillingum, mjög, mjög sjaldgæft að degi til. Það slökknaði á mér í nokkra klukkutíma. Svo hringdi klukkan í morgun kl. rúmlega sex en það var ekki séns að hreyfa sig. Skrýtið að grípa allar pestir þessa dagana, er ekki sátt við það. Samkvæmt bíórythmanum mínum getur þetta passað ... líkamlega heilsufarslínan er næstum í botni, fékk nefnilega ímeil frá uppáhalds-netstalkernum mínum, spákonunni henni Rochelle, sem lofar mér stöðugt gulli og grænum skógum, eða bjartri framtíð ef ég bara kaupi einn töfrastein af henni eða eitthvað slíkt. Prófaði að setja afmælisdaginn minn inn og þá verð ég víst í fullu fjöri. Þegar kemur fyrir að allar línurnar eru í botni þykir það slæmt og ég sá einu sinni í Mogganum að leigubílastöð í Japan gefur bílstjórunum sínum frí þessa botndaga þeirra. Margt skrýtið í kýrhausnum.

Hér er hlekkur á bíórythmasíðu: http://www.bio-chart.com/ Skellið bara inn fæðingardegi og ári til að sjá hvort dagurinn ykkar er góður eða slæmur ... eða þannig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá, athyglisverður þessi bíórytmi.
Ég er allavega 9280 daga gömul, hitt er allt í nokkuð góðu lagi.

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíórythminn flottur á afmælisdaginn þinn og á afmæli Maysunnar þ. 17. ág. n.k.  Þannig að Madonna er í góðum málum hvað mig varðar (blikkíkarl).

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 18:16

3 identicon

Er verið að stela bröndurunum frá manni

Magga (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, varst það þú sem sagðir mér þessar sögur? Úps, þér er nær að blogga ekki! Hvernig væri það? Já, og velkomin heim, elskan!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2007 kl. 19:28

5 Smámynd: Rebbý

flott sölutrix fyrir Vikuna - tek hana með í flugið

Rebbý, 1.8.2007 kl. 20:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðir brandarar, ætla að kíkja á rytmann.    annars er ég til að kíkja á spilin þín ef þú dregur 14 og sendir mér á meil í réttri röð, þá spái ég 6 mán. fram í tímann plús núið 2 síðustu vikur ca. plús. það sem ég sé.  bella@simnet.is

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 20:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var að kíkja á rytma okkar hjóna það stenst 100%

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 20:27

8 identicon

Þessar sögur eru óborganlegar  og örugglega sannar.  Bíorhytminn minn núna er þannig að ég ætti ekki einu sinni að reyna að skrifa neitt hér eins og ástandið er ..... síjúleiter

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:11

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æðislegar sögur.

ég er ekki jafnhrifin af þessu bio-bullock... samkvæmt þessu er ég afar niðurdregin og á að forðast að hitta fólk sem ég hef made a date with því ég mun víst ekki make good impression. Það er hættulegt að lesa svona. Ég er orðin þunglynd.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2007 kl. 23:21

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elsku Jóna mín! Þetta er eins og með margt annað svona spúkí, bannað að trúa á það, bara hafa gaman af því eins og um samkvæmisleik væri að ræða. Kíktu á þetta aftur eftir hálfan mánuð og þá færðu allt aðra útkomu ... Mér finnst þó alla vega gott að ég verði í essinu mínu á allan hátt á afmælinu mínu eftir 11 daga! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:30

11 Smámynd: Jens Guð

  Sagan af stelpunni á Eyrarbakka á ekki bara við um nauðgunarmannahelgina.  Kunningi minn var eitt sinn blindfullur á leið til Akureyrar. Þar átti hann að flytja fyrirlestur daginn eftir.  Hann rankaði við sér á Grænlandi.  Hvorki hann né aðrir vissu hvernig flugmiðinn til Akureyrar hafði skilað honum til Grænlands.

  Blessaður drengurinn þurfti að kaupa gistingu á Grænlandi upp á næstum 10.000 kall þangað til hann náði flugi næsta dag til Íslands.  Búinn að klúðra fyrirlestrinum á Akureyri.

  Á móti kom að hann náði að versla "tollinn" í bakaleiðinni (ódýran bjór,  sígarettukarton o.þ.h.).

  Þetta rifjar upp sögu af frönskum ellilífeyrisþega og alzæmersjúklingi fyrir tveimur árum eða svo.  Hann fór út í búð til að kaupa sígarettur.  Sígarettutegund hans var uppseld í hverfibúðinni.   Honum var vísað í aðra búð.  Hann villtist.  Síðar um daginn fannst hann á flugvelli í Englandi.  Þar var hann utangátta og hissa á að enginn skildi frönskuna hans.

   Málið vakti heimsathygli.  Meðal annars vegna þess að þetta var skömmu eftir hryðjuverkin í New York og allt eftirlit á flugvöllum var í stellingum hámarkseftirlits.   

  Gamli maðurinn var ekki með flugmiða en hafði samt hafnað í Englandi.  Við yfirheyrslu í Englandi sagðist gamli maðurinn hafa orðið þreyttur við leit að sígarettunum og beðið um að fá að hvíla sig.  Honum þótti þægilegt að fá að setjast niður (í flugvélinni) en hélt að það væri í franskri verslunarmiðstöð.  Hann var afar ánægður með að vera boðið upp á kaffi og heitan mat.  En áttaði sig aldrei á að hann væri í flugvél.   

Jens Guð, 2.8.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 26
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 660
  • Frá upphafi: 1506013

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband