X-Factor-þátturinn blásinn af!

X-FactorAllt lítur út fyrir að það verði ekki X-Factor nú í vetur, eiginlega er það víst alveg öruggt. Frétti að svo margir þátttakendur hefðu hætt við. Þetta átti að vera öðruvísi keppni en sl. vetur, eða söngvakeppni fræga fólksins, Sveppi, Auddi o.fl. skildist mér, en nú er búið að blása allt af. 

Hvernig væri að sýna Britain´s Got Talent í staðinn? Það virðast vera snilldarþættir ef marka má sýnishorn á youtube.com. Ameríska útgáfan er eitthvað svo ... amerísk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Breska útgáfan var yndi.....en af hverju væri ekki hægt að gera það sama heima????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér svo slétt sama um þessa bjánaþætti og vildi gjarnan fá þessa bresku.  Já, já Gurrí mín, nú færist aldurinn yfir

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 23:34

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég mun nú alveg sofa yfir þessu en ég hefði sko fylgst með ef af hefði orðið

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 23:42

4 Smámynd: Elín Arnar

ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!!!! Loksins þegar ég ætlaði að taka þátt. En úff Xfactor með fræga liðinu er ekki að gera sig. Maður fær að sjá nógu mikið af því nú þegar. 

Elín Arnar, 5.8.2007 kl. 23:45

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að það sé búið að skrapa upp flesta þá sem treysta sér í svona keppnir á Íslandi; Idolið fyrst og síðan X-Factor. Við erum líklega ekki nógu mörg. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.8.2007 kl. 23:47

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála Elín, held að þetta hefði verið allt of kósí þáttur, allir frægir á Íslandi þekkja alla fræga á Íslandi ... eða þannig. Einkahúmor og leiðindi jafnvel.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.8.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Jens Guð

  Samkvæmt mínum heimildum fóru fjármál úr skorðum varðandi X-factor.  Alveg eins og varðandi idol.  Eftirfylgni hefur sömuleiðis orðið rýr.  Bara flopp á flopp ofan.  Sem Færeyingavinur vil ég ekki skrifa neitt neikvætt um Jógvan.  Þannig að ég horfi frekar til flopps Kalla Bjarna og Snorra.  "Down bottom" dæmi út í eitt svo ekki sé talað um þá sem voru í næstu sætum þar fyrir neðan. Þeir fylla útsölubakka útsöluplatna. 

Jens Guð, 6.8.2007 kl. 01:01

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta eru góðar fréttir

Einar Bragi Bragason., 6.8.2007 kl. 01:22

9 Smámynd: Karl Tómasson

Gurrý!!! Áfram með smjerið, það vantar herslu muminn.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.8.2007 kl. 01:36

10 Smámynd: Rebbý

bara besta mal ad eyda ekki meiri peningum i thessa thaetti

Kv ad utan

Rebbý, 6.8.2007 kl. 08:42

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Edda Agnarsdóttir, 6.8.2007 kl. 08:52

12 Smámynd: Ragnheiður

ég hef ekki fylgst með þessu enda orðin hundleið á þessu konsepti,raunveruleikaþættir.

Ragnheiður , 6.8.2007 kl. 10:47

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef fylgst með þeim . Ameríska en mundi gjarnan sjá bresku þættina.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2007 kl. 11:12

14 identicon

Það eina sem mér hefur fundist gera sig af þessum þáttum hans Simon er Ameríska Idolið, í Ameríku. Er ekki 300.000 manna samfélag líka dálítið of lítið fyrir svona árlegar útsláttarkeppnir. Hvað ætli þurfi margar seasons til að allir Íslendingar verði búnir að taka þátt? Ekki margar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 12:08

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En hvað með að þáttagerða menn HÆTTI ÞESSU EILÍFAR EFTIRHERMU ÞÁTTUM og virki frekar ótal hugmynda smiði til að búa til ÞÆTTI sem eru VITIBORNIR? Persóunlega er ég orðin hundleiður á því hvað lágmenningin tröllríður öllu hérna .Viti borið þáttaefni getur nefnilega verið skemmtilegt og það er fulllt af fólki með frábærar hugmyndir en fá sín ekki notið vegna VERULEIKA(FIRRTU)þætti sjónvarpsskjásins ganga fyrir.

Icland got talent ?  PLÍS PLÍS PLÍS.... ég fæ migreni við tilhugsina....   minnir óþarflega sterkt á eina DÝRUSTU ÞÁTTAGERÐ ÍSLANS .... íslenski bachelorinn ! ÚFFF er ekki meiri METNAÐUR HÉRNA ? 

Brynjar Jóhannsson, 6.8.2007 kl. 13:31

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tek alveg undir þetta með þér, Brynjar! Sérstaklega í ljósi þeirrar reynslu sem hefur verið hér á Íslandi. Þetta virðist ekki vera að gera sig almennilega. Mig langar heldur ekkert í Iceland Got Talent ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 14:00

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var einhverntímann þáttur sem hét "Íslenski bachelorinn" nei nú legst ég í örkuml.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 15:28

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, það var sko til slíkur þáttur. Ég horfði nú ekki spennt, verð að viðurkenna það, sá held ég þann fyrsta og var með aulahroll allan tímann!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 15:35

19 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

já hann Steingrímur Randver, maður, ekki horfði ég á einn einasta en þetta komst maður ekki hjá að vita!

Æsland's got loads of talent, ég gæti vel trúað að það myndi gera sig frekar en eitthvað svona fyrirfram ákveðið eins og eksfactor.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.8.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 1505931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband