Af lykt og Lúkasar-tuðspjalli í strætóskýli

Ráð við lyktEinhver undarlegur fnykur hefur truflað mig síðan í gærkvöld og ég er loksins búin að átta mig á því að þetta hefur eitthvað með vindáttina að gera. Ég fór um allt himnaríki og leitaði að upptökunum; kattasandurinn var hreinn, ekkert „óhent“ rusl að mygla og sjálf er ég hrein eins og kettirnir. Ég trúi því varla að verið sé að bræða fiskimjöl hér á Skaganum ... Ef svo er þá vil ég banna þessa vindátt eða verksmiðjuna.

Herbergið sem hún gisti íEinu sinni á Hringbrautarárunum leyfði ég erlendri konu að gista hjá mér eina nótt, jú, það tengist líka lykt. Ég byrjaði að sjóða fisk fyrir kisurnar næsta morgun en sá að ég var að missa af strætó í vinnuna og suðan ekki enn komin upp, skrýtið hvað það tekur alltaf langan tíma þegar maður er að flýta sér. Næturgesturinn bauðst til að klára verkið og ég bað hana að lækka niður í einn þegar suðan væri komin upp. Hún varð móðguð í framan og spurði hvort ég héldi að hún kynni ekki að sjóða fisk.
Ég rauk í vinnuna og kom heim upp úr kl. 5. Þá mætti mér ein sú viðurstyggilegasta lykt sem ég hef fundið. Upptökin var að finna á eldavélinni. Fiskurinn hafði mallað í rúma átta klukkutíma, eldavélin var enn stillt á einn, konan löngu farin út og kom ekkert aftur, enda átti hún bara að gista eina nótt. Sú kunni að sjóða fisk! Mig minnir að ég hafi orðið að fleygja pottinum ... og íbúðinni.

Lúkas í strætóskýliÉg var tiltölulega nýbúin að kaupa á Hringbrautinni og ekkert byrjuð að gera íbúðina upp. Teppi voru á öllum gólfum og ég hafði ekki einu sinni haft efni á því að mála. Herbergið var hreint, rúmfötin hrein og eflaust straujuð líka ... en kerlingin kvartaði yfir ömurlegri aðstöðu við fólkið sem bað mig um að hýsa hana. Hún rumskaði samt ekkert þegar ókunnugur maður komst inn í íbúðina um nóttina og settist á rúmstokkinn hjá mér, svipað og gerðist í Buckingham-höll ekki svo löngu áður. Þessi meinlausi maður hafði bara farið útidyravillt, enda ekki erfitt í gömlu Verkó. Útihurðin var biluð og ég gleymdi að skella í lás uppi og því komst gaurinn svona langt.  

Lúkasar-tuðspjallið. Talandi um spjöll ... á strætóskýlum. Þessa mynd tók ég í skýli í Mosfellsbæ á laugardaginn.

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætli það sé ekki málið! Þvílíkur hryllingur!!! Svona starfsemi á ekki heima í mannabyggð!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Gurrí, lyktin náði alla leið upp í nýja flotta snobbhverfið þar sem ég bý. Var einmitt að spá í þetta í gær, hef nefnilega ekki orðið var við neina hreyfingu í íbúðinni við hliðina á mér lengi. Svo hugarflugið fór á flakk. Hvað ætti ég að gera. Það gæti einhver hæglega verið dauður þarna inni. Ég gæti alveg teygt mig yfir á svalirnar og tékkað, nee það var dregið fyrir og allir gluggar lokaðir. Ætti ég að spyrja Viðar löggu, hann var einmitt að rölta framhjá í þessum hugsuðu orðum. Best að láta þetta eiga sig þangað til á morgun.

Á fætur kl átta og enn er helvítis fýlan, nú verð ég að gera eitthvað. En þá verður mér litið, alveg óvart í átt áð Himnaríki og viti menn, upp rann ljós, gúanóið maður, það er nebblega það. Hélt það næði ekki hingað.

Ójá.

Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hvað eigum við að gera? Mótmæla? Er kannski hluti bæjarins alltaf umvafinn þessum fnyk?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef fnykurinn nær til himnaríkis þá er þetta vandamál, stórt vandamál. Stofnum þrýstihóp um lyktina og við getum tekið Grundartanga, umferðarmálin og Lúkasarguðpjallið með í leiðinni.  Btw flott mynd af Lúkasi.  Hurru var komin með smá fráhvarfs, þangað til að ég sá þig á vappi inni hjá mér. 

Fór í nostalgiukast þegar ég sá myndina af Hringbrautinni.  Elska hurðar og allt annað, "stafnanna" á milli.

Knús og klem,

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 15:25

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvaða vanþakkláta ofsoðna kerlingarálft var þetta nú eiginlega?

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 15:37

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Álftin var nú bara breskur, innfluttur miðill sem heiðraði land og þjóð með komu sinni. Veit ekki einu sinni hvort hún hefur hæfileika, efast um það! Ég fílaði hana alla vega ekki, líklega vegna fýlunnar í henni og þeirrar sem hún framleiddi ... 

Ohhh, Jenný, mikið vona ég að nýi eigandinn á Hringbrautinni láti sér ekki detta í hug að mála hurðirnar!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 15:40

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Þessi ilmur er nú enginn Channel og mér eldra fólk benti mér reglulega á þegar ég tuðaði yfir fýlunni að þetta væri "dásamleg peningalykt". Fuss og svei það er þá peningalykt. Annars notaði ég stundum reykinn frá gúanóinu til að átta mig á því í hvernig yfirhöfn ég ætti að fara á morgnana í skólann. Það er þegar mér leyst ekki á reykinn frá sementsverksmiðjunni.

Hef reyndar svona ilmgjafa í bakgarðinum hjá mér (Helguvík) en sem betur fer er brætt mjög sjaldan. Þá er bara að kvíða fyrir prumpufílunni sem er af álverum og vona að það verði búið að finna betri hreinsibúnað fyrir útblásturinn þegar álverið verður tilbúið í bakgarðinum mínum.

Fjóla Æ., 6.8.2007 kl. 15:53

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góðan og blessaðan daginn Guðríður Mayflower!

Get nú ómögulega vorkennt þér og öðrum Skagamönnum þó blæbrigði andrúmsloftsins breytist um stundar sakir! Hér í mínum ástkæra og yndislega bæ, hafa íbúarnir þangað til fyrir stuttu, lifað í og við þröskuld Krossanes, þar sem auðlegðarilmurinn hefur ríkt í tugi ára!

Og engin dó vegna hans!

En, göfuga Himnaríkisskonorta!

Aldrei hefði ég trúað því, að svo auðvelt væri að komast upp í til þín!?

Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2007 kl. 16:13

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jahérna hér, talandi um vanþakkláta breska kvensnift, vanþakklát allavega, hvort sem hún var í tenglsum við annan heim eður eigi. Og fiskur á 1 í þurrum, vantslausum potti, bligh me. Ég hef lent í svoleiðis með egg, sem suðu í 12 tíma, allt vatn gufað upp og þau orðin að ókennilegum molum í pottinum. Ég henti líka öllu, - og næstum eldavélinni... Sú lykt sló um alla lykt sem ég hef fundið fram að því - og svei mér, ef ég hef fundið hana verri síðan.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.8.2007 kl. 16:14

10 Smámynd: Jens Guð

  Ef konan hefði verið alvöru miðill hefði hún vitað fyrirfram hvernig aðstaðan hjá þér var.  Það er nefnilega það góða við að vera miðill.  Áður en miðill ferðast til útlanda þá tengir hann sig við andaheim.  Svo lætur hann draugana lýsa fyrir sér ferðalaginu af mikilli nákvæmni.  Til öryggis getur hann látið fleiri en einn draug lýsa ferðalaginu. 

  Miðill sem er þokkalega tengdur lendir ekki í klúðri eins og að gleyma að slökkva á hellu.  Við þannig aðstæður eru athugulir draugar fljótir að hnippa í miðilinn.  Eða jafnvel slökkva sjálfir á hellunni. 

Jens Guð, 6.8.2007 kl. 17:43

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhha, já, og miðillinn hefði líka átt að finna á sér að ókunnugur karlmaður kæmist inn um nóttina og átt að minna mig á að læsa uppi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 17:45

12 Smámynd: Ragnheiður

æj svona bræðslufýla smýgur um allt. Ekki veit ég hversu oft ég þvoði sama þvottinn í den tid þegar ég bjó í svona smábræðsluplássi. Þetta festist í öllu .......ég verð bara ergileg af því að pæla í þessu og þetta minnir mig á að ég á 2000 óþvegna táfýlusokka. Þú getur fengið þá lánaða, þeir lykta betur en bræðslan hjá þér !

Ragnheiður , 6.8.2007 kl. 19:42

13 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

Vil bara segja ykkur að miðlar (sem ég hef töluverða reynslu af) eru alveg rosalega mannlegir, það sýður upp úr og brennur við og guð veit hvað, því margir þeirra eru svo rosalega utan við sig,því þeir eru alltaf í öðrum heimi að þeir fylgjast ekkert með því hvað er að gerast í kringum þá og geta því ekkert eldað mat ekki einu sinni handa köttum

en verst með lyktina á nú ekki ráð við henni

vonandi hverfur hún bara

Kveðja

Ingibjörg Þ 

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 6.8.2007 kl. 21:21

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það var víst að koma kolmuni í land, frétti ég ... lyktin af honum bræddum er víst engu lík. Held að táfýlusokkar hljóti að vera skárri. Hehehhehe.

Ingibjörg, held að vanþakklæti þessarar konu fyrir ókeypis gistingu hafi gert hana að ómögulegri manneskju í mínum huga ... að öllu leyti. Veit ekki til þess að hún hafi komið til Íslands aftur. Kannski verið lélegur miðill líka????

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 21:39

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

cats are not clean, they're just covered in cat spit...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.8.2007 kl. 22:44

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Clean Cat Spit ... hehehehe, sé ég þig ekki á sunnudaginn, Hildigunnur?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 23:23

17 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Helvítis kerlingarbeljan. Vona að það hafi staðið í henni soðinn fiskur seinna fyrir vanþakklætið

Brynja Hjaltadóttir, 7.8.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband