8.8.2007 | 17:00
Svefnlækningar og dramatík
Allt afskaplega rólegt að frétta úr himnaríki. Hálsbólga og slappleiki herjaði á 1/3 heimilismanna sem sváfu þennan óskapnað úr sér í dag milli símtala. Hinir tveir möluðu bara sáttir og tóku heilmikinn þátt í svefnlækningunni.
Síminn í bakaríinu er kominn í lag og stór terta, eins og sú sem ég pantaði í morgun, hefur hækkað um 1.500 krónur síðan í fyrra. Samt er hún ódýrari en víða annars staðar.
Ég er heilmikið að hugsa um að láta veisluna hefjast kl. 15, klukkutíma fyrr en venjulega. Þar sem þetta er opið hús getur fólk vissulega mætt þegar það vill eftir opnun. Síðustu árin finnst mér flestir vilja koma snemma og það er frekar rólegt á kvöldin.
Sá boldið í morgun og það er allt við það sama, svona nokkurn veginn. Nick grátbiður Brooke endalaust um að láta vaða, hætta með Eric og hefja nýtt líf með honum. Bridget fór í sónar og sá ítalski (bjargvættur Taylor) bankaði upp á og var hjá henni á meðan. Bridget vill ekki Nick en hugsar samt stundum til hans. Stefanía segir Eric, fyrrverandi sínum, að hún viti nú að allar eignabreytingar sem gerðar hafi verið á Forrester-tískuhúsinu séu ólöglegar og að hún eigi það ein. Hún segir honum að hún sé nú nýr framkvæmdastjóri og sýnir honum það í verki með því að fleygja nýrri brúðkaupsljósmynd af Brooke og Eric niður af skrifborði Brooke. Drama!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 636
- Frá upphafi: 1505989
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Sendi þér meil á vinnuadressuna, hélt þú værir í vinnu. Batakveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2007 kl. 17:07
Heyrru ættla kaupa mér bækur fyrir ferðalagið mitt á morgun. Mæliru með einhverri (ekki H.Potter) hef ekki farið inn í bókabúð svo lengi.
Ólöf Anna , 8.8.2007 kl. 17:19
Láttu þér batna Gurrí mín! Gat verið að flensa herjaði í fríinu.
Elín Arnar, 8.8.2007 kl. 17:36
Já, Ólöf, ég mæli sko með Móðurlaus í Brooklyn. Hún er bæði spennandi og rosalega vel skrifuð. Svo eru auðvitað sögurnar okkar Steingerðar algjört æði ... hún heitir 50 sannar, íslenskar lífsreynslusögur. Sögur sem við skrifuðum fyrir Vikuna fyrir nokkrum árum, ekki skáldsögur reyndar, skráðum frásagnir fólks og ég tók saman í bók. Kannski leynast góðar hugmyndir fyrir þig þar.
Sjáumst hressar á morgun, Elín! Er sko öll að koma til.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 18:06
Úps! Aldrei verið góð í tímasetningum sko..... :)
Heiða B. Heiðars, 8.8.2007 kl. 19:27
Ó - ég hélt að Móðurlaus í Brooklyn væri partur af boldinu.....
....ætla einmitt í bóksafnið á morgun, bezt ég kíki eftir þessari
Hvar í Reykjavík get ég keypt bókina þína? Er jafnvel að spá í að leggja land undir fót á laugardag og langar að svipast um eftir bókinni.......
Láttu þér batna ljúfust
Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 20:10
Lífsreynslusögubókin fæst í Pennanum Eymundson og kostar eitthvað um 1.500 kall, virði hverrar krónu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 20:18
Kærar þakkir fyrir upplýsingar um Boldið. Gaman að frétta af gömlum kunningjum öðru hvoru, þótt það sé alltaf það sama að gerast hjá þeim, ár eftir ár . Upplífgandi að fylgjast með skrifunum þínum. Hvaða sumarbúðir ert þú að tala um? Bara forvitni.
Ásdís H (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 23:12
Sumarbúðirnar heita Ævintýraland og að mínu mati eru þær í algjörum sérflokki, þar er t.d. fullorðið starfsfólk (ekki unglingar eða sjálfboðaliðar), metnaðarfull námskeið í leiklist, myndlist, kvikmyndagerð ofl. sem krakkarnir elska. Sorrí, ég missi mig alltaf þegar ég byrja að tala um sumarbúðirnar, ég er svo hreykin af Hildu systur fyrir að reka þær svona flott! Vest að samkeppnisaðilarnir geta fest sig svo vel í sessi með milljónastyrkjum á ári hverju ... sérhannaðar úthlutunarreglur fyrir þá, eins og t.d. sú að borgin styrkir bara þá sem eru með vetrarstarf líka ... eins og vetrarstarf geri sumarstarf þeirra eitthvað betra? Hinir eru eflaust með ágætisstarfsemi en óréttlætið er geigvænlegt og til skammar fyrir þá sem úthluta styrkjum. Annað hvort að styrkja alla eða engan, ekki skekkja samkeppnisstöðuna svona.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 23:32
Stelpan mín var tvisvar í Ævintýralandi, fyrst á Reykjum í Hrútafirði og svo á Hvanneyri og ég veit að þetta eru frábærar sumarbúðir. Vonandi komist þið á kortið hjá styrkveitendum ... og það strax!
Ásdís H (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.