Langar örfréttir af veislunni

Strætókakan og fleiraGuðrún Vala, Pólverjinn og AnnaÞetta var dásamlegur dagur. Um 60 manns kíktu í kaffi í dag og brauðterturnar tíu kláruðust hratt. Þær voru búnar um sexleytið ... arggg! Ætla pottþétt að búa til fleiri fyrir næsta afmæli.

Ég beið spennt eftir Barbie- tertunni frá Dagbjörtu en þetta reyndist vera glæsileg Strætó- terta, rosalega flott. Hún setti Tomma undir stýri og hafði okkur Tomma og Kubb sem farþega. Vakti mikla lukku.

 

 

Afmælisbarn og EllýSætir bræðurSumir voru örlátari í gjöfum en aðrir, (ekki er þó allt sem sýnist) t.d. kom Guðrún Vala alla leið frá Borgarnesi með Pólverja handa mér í afmælisgjöf ... hélt ég þangað til ég heyrði hann útskýra fyrir öðrum afmælisgesti: „Ég og kona mín eiga heima í Borgarnes!“ Þegar Raggi mætti svo, ekki með Oddnýju sína, heldur Sigurjón bróður sinn, bjóst ég við að Sigurjón væri afmælisgjöfin mín ... en Raggi tók hann til baka. Þeir bræður gáfu mér eggjabakka, nýorpin landnámsegg, ég hefði getað ungað út bragðgóðum leikföngum fyrir kettina.
Sigurjón útskýrði fyrir mér að eitthvað ljósbrúnt dæmi utan um svalaumgjörðina utan frá virkaði eins og svampur, fylltist af vatni, þetta yrði að laga! Sigurjón er smiður og veit sínu viti!

 

 
Sigga með Ísak, Ellý með ÚlfSara, Edda frænka og AuðurEdda frænka dreif sig með strætó til mín og var svo heppin að Tommi var að keyra. Hann bað hana að borða eina pönnuköku fyrir sig í afmælinu ... vona að Tommi fyrirgefi mér að engar pönnukökur voru á boðstólum. Hann hefði mætt ef hann hefði verið í fríi, sagði hann Eddu.

 

 

Það er ein sneið eftir af afmælistertunni og ég ætla að úða henni í mig seinna í kvöld.
Ég uppgötvaði í dag að ég er orðin fullorðin. Hingað til hef ég alltaf rifið pakkana upp jafnóðum, eins og smákrakki, en nú geymdi ég það þangað til í veislulok. Þetta er miklu sniðugra og fullorðinslegra, nú man ég frá hverjum ég fékk hvað. Þetta voru frábærar gjafir, takk ástsamlega fyrir mig! Afmælinu lauk og enn var allt bjart úti, það hefur aldrei gerst áður. Það kom metfjöldi af börnum, eða sex-sjö, og það var bara gaman. Vel uppalin og góð börn. Saknaði þess heilmikið að sjá ekki litlu Aðalheiði Hilmarsdóttur sem ég vonaðist eftir ... Tvíburarnir hennar Heiðdísar frænku slógu í gegn. Það er eiginlega nauðsynlegt að leyfa börn svona þriðja hvert ár! Held það nú! 

 

 
Ekki mikið lystarleysi gestaMía, Dagbjört, Ragna, Guðmundur og mammaÁsta og Böddi koma aftur á morgun í afganga, heil skálarterta eftir ... (í henni er brúnn tertubotn, smátt skornar perur, rjómi, kókosbollur og súkkulaðibitar, öllu hrært saman í mauk, algjört góðgæti). Ætla rétt að vona að þau mæti svöng. Ég verð í fríi á morgun og hef því svo sem allan daginn til að borða af skálartertunni og fara í bað með öllu flotta, nýja baðdótinu mínu, get mátað nýju fötin, kveikt á nýjum kertum, puntað með fína dótinu og svona.

P.s. Man ekki hvernig á að setja myndir í albúm en ætla að fikta mig áfram með það og setja inn allar afmælismyndirnar. Held að ég hafi náð að mynda flesta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Gaman að sjá mynd af bræðrunum Ragga og Sjonnasvona er heimurinn lítill.

Þóra Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Greinilega verið súperflott afmæli! Enn og aftur til hamingju með daginn mín kæra! 

Hlakka til að sjá allar myndirnar... sem btw er reyndar ein af ástæðunum fyrir því að ég lagði ekki í að koma. Man hvað þú ert hættuleg með myndavél!!
 

Heiða B. Heiðars, 12.8.2007 kl. 23:09

3 identicon

Jæja kerlingin, loksins kom að því, mín bara orðin fullorðin - enda ekki seinna vænna. Bernskubrekin að baki og einungis elliafglöpin framundan svo haltu bara þínu striki - það klæðir þig best.....

P.s. Ætli boðskort berist seint í 101...

Jónsi (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 23:13

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Þóra, heimurinn er sko lítill! Raggi hefur komið í afmælin mín í næstum tvo áratugi! Veit hvað ég er hættuleg með myndavél, Heiða. Myndin af þér með athugasemdinni ber vott um það. Þetta er hrikalega góð mynd af þér!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður dagur hjá góðu afmælisbarni!

Enn og aftur til hamingju

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 23:15

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ohhhhhhh, ég hef varla hugsað um annað en brauðtertur og Gurríarspjall í dag. Jafnvel á mínum aldri (ekki svoleiðis að skilja, að ég er ung og fögur enn...) sættir maður sig misjafnlega við að áætlanir fari úr skorðum. Arghhh. Strætókakan er dásamleg. Og ekki er áletrunin á marsípantertunni síðri. Unaður. Njóttu áfram, ljósapera. Upgrade your email with 1000's of cool animations
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:41

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki verið leiðinlegt sé ég.  Til hamingju enn og aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 23:41

8 Smámynd: Andrés.si

Takk fyrir  Gurry. Það var mjög gaman hjá þér.

Andrés.si, 12.8.2007 kl. 23:55

9 identicon

Innilegustu hamingjuóskir, himnaríkis frú !

Velkmin, upp á 49. þrepið.

Úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 23:55

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takkkkkkk! Inga mín var lögð af stað frá Akranesi þegar ég sneri henni við. Lalla hafði hringt og sagði farir sínar ekki alveg sléttar, umferðin silaðist áfram á 10 km/klst, ég bað Ingu að koma í meiri tertur og bíða í hálftíma, klukkutíma í himnaríki. Hef ekki frétt enn hvernig ferðin hennar gekk.

Gaman að sjá þig aftur, Jónsi minn! Þín hefur verið sárt saknað, sérstaklega af Möggu sem finnst þú svo skemmtilegur! Ég sendi engin boðskort í ár! Bregst þér ekki að ári. Utanáskriftin verður sem sagt: Jónsi 101 Reykjavík! Ekki málið! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 00:06

11 identicon

Bið afsökunar, á prentvillunum.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 00:07

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Kæra bloggvinkona, ég óska þér til hamingju með daginn! Og af því að allt sem mér datt í hug að senda þér í tilefni dagsins myndi sennilega verða stoppað í tollinum, þá sendi ég bara koss yfir hafið. PS Ég er ennþá slefandi yfir myndunum af brauðtertunum þínum!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.8.2007 kl. 00:20

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mikið hlakkar mér til að sjá myndirnar úr afmælinu

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 00:39

14 Smámynd: Elín Arnar

Takk fyrir mig í dag Rosa góð brauðterta langar í meira 

Elín Arnar, 13.8.2007 kl. 00:50

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

MYNDIRNAR ERU KOMNAR INN!!! JIBBÍ!  Sjá myndaalbúm!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 00:50

16 identicon

Takk TAKK fyrir okkur!

Geggjaðar veitingar að vanda,

PS konan kommst í suðurgötuna.

Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 01:03

17 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Halló Gurrí - við hjónin vorum frekar fúl yfir að komast ekki - við "festumst" í Hálsasveitinni, kökusvöng og kaffiþyrst.  Ég minnti Grétar stanslaust á að hann væri líklega að missa af besta kaffi - norðan Alpafjalla...........  Kíkjum einhverntíma í óopinbera heimsókn og eigum við algjörlega út af fyrir okkur.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 08:12

18 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Vantaði..... eigum við ÞÁ ÞIG - algjörlega út af fyrir okkur!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 08:13

19 identicon

Til hamingju mað daginn í gær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 08:22

20 Smámynd: Jens Guð

  Þetta hafa verið meiriháttar hátíðarhöld.  Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður hálf ræfilslegur í samanburði.

Jens Guð, 13.8.2007 kl. 08:48

21 identicon

Um aldurinn skal ekki fást

-æskufjörið skín af henni

og ellimörkin engin sjást

ef þú fæðist gamalmenni.

Már Högnason (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 09:23

22 identicon

Ég biðst auðmjúklegrar afsökunar á því að hafa ekki komist, og auðvitað líka að hafa ekki skilið eftir kveðju í gær. En ég sendi þér síðbúnar tilhamingjumeðafmæliðkveðjur og þó svo að ég hafi ekki náð því núna, þá veit ég að himnaríki bíður mín og ég heimsæki það fyrr en varði.

Elsku besta Gurrí í heimi! Til hamingju með afmælið! Þú ert bara sætust og flottust!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 10:06

23 Smámynd: www.zordis.com

Strætókakan er frábær...eins gott að ég er búin að fá mér late breakfast því annars hefði ég snúist í hálfhring af brauðtertuástinni sem ég hef á þér   Njóttu dagsins í dag!

www.zordis.com, 13.8.2007 kl. 10:09

24 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já en... er húmoristinn "okkar" eitthvað feiminn við myndavélar? Sé enga mynd af honum

Heiða B. Heiðars, 13.8.2007 kl. 13:23

25 identicon

Takk innilega fyrir okkur Gurrí!!

Þetta var æðislega gaman og stóð strætótertan upp úr, hún var svaka góð.

Gaman að sjá loksins himnaríki m. berum augum:)

Kær kveðja frá okkur öllum. 

Heiðdís,Úlfur Númi og Ísak Arnar (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 14:12

26 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Síðbúnar afmæliskveðjur frá bloggvini

Ragnhildur Sverrisdóttir, 13.8.2007 kl. 14:41

27 Smámynd: Heiða B. Heiðars

....fann hann:)

Heiða B. Heiðars, 13.8.2007 kl. 14:43

28 identicon

Innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn (sem var í gær).  Við Hjördís komumst því miður ekki í gær.  Vonandi bara næst.  Hver veit nema við kíkjum einhverntíman í heimsókn (vonandi á þessu ári).

Kærar kveðjur, Jóhannes K., Hjördís, Adam og Jara

og kisurnar: Perla, Kolur, Sandri og Blíða. (vantar einhverjum kettlinga sem er orðnir stórir...eiginlega fullvaxnir?

Jóhannes K. Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 14:50

29 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ekki ætla ég að segja að það hafi verið gott að ég kom ekki, en mikið hefði ég orðið svekkt að koma í gærkvöldi og allar brauðterturnar búnar

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 17:09

30 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætlaði að gera einu sinni mátulega mikið af brauðtertum ... en misreiknaði mig alveg. Arggg! Þú færð nóg næsta ár! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 17:53

31 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kæra Gurrí, hjartanlega til hamingju með daginn í gær, en gaman að sjá allar myndirnar, og þú lítur ekki út fyrir að vera meira en 39. Ég segi það sama og allir aðrir, leiðinlegt að hafa ekki getað stoppað við, ég er líka slefandi yfir öllum kökunum, þetta lítur ekkert smá vel út hjá þér, og greinilega var mikið stuð. Kossar og knús frá Vesturströndinni til himnaríkis, þú ert yndisleg, og ég get ekki beðið eftir að fá að sjá þig persónulega, og getað knúsað þig í bak og fyrir

Bertha Sigmundsdóttir, 15.8.2007 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1505970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband