... og fokið heim

HvassviðriÞað var skrambi hvasst á heimleiðinni með strætó, eiginlega hvassara en í morgun, og Tommi þurfti að halda fast í stýrið. Frétti að hviðurnar hefðu farið upp í 37 m/sek í morgun. Tommi talaði um að það vantaði annan vindhviðumæli fyrir Kjalarnesið ... ég náði því ekki alveg hvar sá þyrfti að vera staðsettur. Kann ekki öll nöfnin á leiðinni á Skagann. Eins og þegar útlendingar spurðu mig í gær hvort strætó færi ekki að Mógilsá horfði ég ráðþrota á bílstjórann sem sagði að Mógilsá væri við rætur Esjunnar. Þá er það á hreinu.

Dante, bjargvættur Taylor, og Eric ræða saman. Eric vill helst að samkeppnin (Nick) taki saman við ólétta dóttur þeirra Brooke aftur, hana Bridget, en Dante er ekki sammála og segist elska Bridget. Nick ráðfærir sig við geðþekka geðlækninn, Taylor, og segist vilja taka upp sambandið við Bridget sem treystir bara Dante. „En ef Brooke hefði ekki gifst Eric, værir þú jafnákveðinn í því?“ spyr geðlæknirinn með varirnar. Ef Taylor og Nick vissu bara að í rauntíma þáttanna er Taylor líklega ólétt eftir Nick. Stefanía reynir að fá Ridge til að halda áfram sem hönnuður hjá Forrester-tískuhúsinu en hann hikar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Jesús, ég bílhræðslan sjálf hefði gist í bænum eða bara ekki þorað undan sænginni í morgun..

Ragnheiður , 15.8.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Alveg er ég sammála "hrossinu í haganum", hefði orðið mér úti um gistingu hehehe

 Ja boldið  !  ótrúlegt hugmyndaflug þar á ferð, ja eða hugmyndaleysi

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.8.2007 kl. 18:27

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég alveg sammála Tomma kallinum. Það vantar tvo til þrjá mæla í viðbót þarna. Eins og þú kannski tókst eftir í morgun voru 35-40 ms norðan við hverfið en þegar komið var inn fyrir Móa var logn. Þetta hefur blekkt menn ansi oft. Til dæmis var ég á eftir einum bjartsýnum á jeppa með hjólhýsi aftaní, upp úr göngunum, og ákvað að drolla bara á eftir honum. Hann sveiflaðist þó nokkuð til og gafst upp við Hverfiið og beygði þar inn og slapp.

Svo er um að gera að sitja bara sem stífastur og spyrna í gólfið, þá fýkur maður ekkert.

Þröstur Unnar, 15.8.2007 kl. 19:03

4 Smámynd: SigrúnSveitó

jussus dog! Alltaf spenna í Boldinu...

SigrúnSveitó, 15.8.2007 kl. 19:24

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er ekki eitthvað þarna sem heitir Tíðaskarð og er endalaus uppspretta vindhviða?


Heiða B. Heiðars, 15.8.2007 kl. 19:30

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Djísús Heiða. Það er inní Hvalfirði manneskja.

Þröstur Unnar, 15.8.2007 kl. 19:38

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmmm, djisus, Heiða, rosalega ertu vitlaus ... ég vissi þetta alveg um Tíðaskarð. NOT! Hehehehehhe! Já, Þröstur, ég hjálpa strætóbílstjórunum með því að stíga fast í gólfið og kreppa hnefana!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.8.2007 kl. 19:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð færsla Gurrí mín, en ég er alveg hugfanginn yfir bossamyndinni.  Hún er svo dúlluleg eitthvað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 19:44

9 Smámynd: krossgata

Jedúddamía hvað fótaburðurinn hjá bossadrengum er penn eitthvað.

krossgata, 15.8.2007 kl. 20:20

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi já... fattaði það um leið og ég ýtti á send! Kolómögulegt að geta ekki forðast að koma svona upp um heimskuna í sér með því að laga komment

Heiða B. Heiðars, 15.8.2007 kl. 20:50

11 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Tappi hét hann tíkar-rass

 

Tíðarskarð fékk verja.

 

Bágt hann fékk er brjálað skass

 

Bjarkar-rís fékk herja.


 : Einn smá sibbinn:

Ásgeir Rúnar Helgason, 15.8.2007 kl. 20:51

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, gott innlegg hjá síðasta ræðumanni!

En hughreistingarkveðjur til ykkar flottu gellanna, Gurríar og Heiðu, ég er nú ekkert betri, hélt til dæmis að Himnaríki væri ekki af þessum heimi, en við vitum nú öll betur!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.8.2007 kl. 21:17

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mórallinn í sögunni er: Hvenær er vegum lokað vegna fokhættu? Ég held að íslenskan hljóti að vera eina tungumálið í heiminum sem á til orðið: Grjótfok! - Man eftir því þegar Hvalfjörðurinn var eina leiðin á Vesturlandið (eða eystri leiðin alla vega umtalsvert tímafrekari) þá kom í útvarpinu: Varað er við grjótfoki! Nágranni minn sem vinnur uppi í jarnblendi sagðist sko kannast við það veður. En alltaf eru vegir opnir ... kannski ætti Strætó að halda ykkur uppi á hóteli í Reykjavík ef lokað er vegna veðurs á Kjalarnesinu (NOT). 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.8.2007 kl. 21:26

14 identicon

Úff.. *svitn* ég er ekki viss um að ég hefði farið.  Mér þykir þú huguð.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:44

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rok rassgat er þetta, hér var reyndar sterkur norðanstrengur í dag og moldrok úr Ingólfsfjalli, en nú er þvílíkt dauðalogn. Vona að morguninn verði betri hjá þér. Þú verður nú að fara að læra staðarnöfn á leiðinni, það virkar svo gáfulegt þegar maður getur nefnt hlutin með réttu nafni.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 23:57

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

það væri oft gaman í rokinu - ef íslenska löggan klæddist í svona pils eins og þeir þarna á myndinni

Segi eins og Guðrún, ekki viss um að ég hefði farið.  

Marta B Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 01:15

17 identicon

Hvernig er það með þetta Bold....fara þessar kellingabeyglur aldrei úr barneign?  Eru þær berandi framundir níræðisaldur?  Gott væri að þú ættir svar við því.  Mér liði töluvert betur að vita það

Sigga (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 12:15

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessar kerlingar í BB byrja snemma að hlaða niður börnum og eru enn í barneign þegar þær komast á ömmualdurinn. Bæði fínar dömur og hjólhýsapakk! Svo er það bara þannig í boldinu að börnin eldast miklu, miklu hraðar en fullorðna fólkið. Brooke er algjört kyntákn og á samt tvö uppkomin börn og tvö lítil, verður amma bráðum og allt!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 1505938

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband