16.8.2007 | 08:18
Óvænt stefnumót, glatt barn og afmæli Madonnu eða Elvisar
Það er aldeilis að það vekur athygli að nokkur ár eru í dag síðan einhver poppstjarna dó! Það muna vissulega nokkrir eftir honum Elvisi, sem var ábyggilega fínn og allt það, en gleymist ekki aðalatriðið, eða það hver á afmæli í dag? Madonna, ef þú ert að lesa þetta, til hamingju með 49 ára afmælið, elskan! Það var ekki minnst á afmæli hennar á Rás 2 í morgun, bara það að Elvis dó þennan dag!!! Common!
Átti óvænt stefnumót í súkkulaðibrekkunni í morgun. Inga vinkona, ætíð fyrst á fætur, var í hverfinu og þegar ég hoppaði út úr strætó við Vesturlandsveginn var bíllinn hennar það fyrsta sem ég sá, sannarlega fögur sjón ... en maður fær svo sem ekki flottan rass á því að fá skutl upp brekkuna! Aumingja Sigþóra að vera í sumarfríi og missa svona af því að fá far uppeftir.
Svaf ekki jafnlengi í nótt og nóttina á undan og uppskar höfuðverk og pínkuponsu geðillsku fyrir bragðið. Allavega fann ég fyrir hálfgerðum pirringi út í útlensku mömmuna sem gerir ekkert til að þagga niður í barninu sínu á morgnana þegar flestir reyna að sofa í strætó! Krakkinn er hreinlega að springa út orku og taldi svona 100 sinnum upp að tólf ,,. í röð! Mér datt reyndar í hug að mamman væri svona lúmsk og væri í raun að reyna að þagga endanlega niður í stelpunni með því að festa hana aldrei í öryggisbelti og velja alltaf fremsta sætið. Ég myndi gæta þess að þetta barn fengi ekki nægan svefn svo að það myndi sofa í strætó, eins og allt almennilegt fólk!
Smiðurinn sem fer út á Kjalarnesinu, skömmu eftir Kollafjörð, svaf svo fast að ef bílstjórinn væri ekki svona athugull (eða kvensamur, þetta er glæsilegur kvensmiður) hefði hún rúllað með alla leiðina í bæinn. Hann stoppaði, þessi elska, kíkti aftur í og þar svaf Þyrnirós ... en ekki lengi, sjálfboðaliðar vöktu hana. Svo er hún Karítas farin að standa daglega í brekkunni í Mosó og fá far með okkur, sem segir manni að veturinn sé alveg að hefjast en Karítas er kjarneðlisfræðingur eða eitthvað við einn skólann í Grafarvogi. Verst að sexan er eini vagninn sem hún nær í Ártúni og hún þarf alltaf að bíða í 28 mínútur´eftir honum ... alla vega á sumaráætlun. Held að daginn sem framhaldsskólarnir hefjast verði troð-, troð-, troðfullt í strætó. Vona að aukabíllinn dugi.
Kingdom lögmaður er á RÚV í kvöld! Flottir þættir og stórskemmtilegir ... er líka að reyna að venja mig AF Stöð 2 ef ég segi henni upp vegna okurs á Sýn 2 (sem ég ætla sko EKKI að kaupa).
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 219
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Madonna örgla að lesa þetta Gurrí og Elvis líka ef það er rétt að hann sé enn á lífi.
Ég þarf að fara að hitta þessa konu með talandi barnið. Ég ætla að taka í lurginn á henni fyrir að spenna ekki beltin á barninu. Arg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 09:57
Vá ert þú með súkkulaðibrekku..og égá blóm sem heitir chocolate cosmos og ilmar eins og súkkulaði í alvörunni. Ilmar brekkan þín líka???
Má ég misnota aðstöðu mína og bjóða fólki að kjósa í sögukosningunni á blogginu mínu...frábærir bloggarar sem hafa skrifað sögur og ljóð við unaðslegar konumyndir. Og mér finnst það bara svo mikilvægt að þau fái nú fullt af atkvæðum svo kosningin verði spennandi. Ég veit að Madonna vinkona þín fyrirgefur mér framhleypnina á síðunni ykkar
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 10:15
Jamm, súkkulaðibrekkan ilmar stundum stórkostlega en þá veit ég að Nói Síríus er með eitthvað sjúklega gott í pottunum ... örugglega að sjóða saman hreint Síríussúkkulaði, uppáhaldið mitt! Þá svífur maður nú upp brekkuna!
Misnotaðu aðstöðu þína hiklaust!!! Hér með blikka ég alla og plata til að kíkja á síðuna hennar Katrínar Snæhólm! Mig langaði ógurlega til að senda sögu eða ljóð í samkeppnina hennar en afmælið mitt tafði mig og svo auðvitað vinnan. Hefði kannski haft tíma nú um helgina!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 10:53
Elvis er nú mun eftirminnilegri en blessunin hún Madonna þó ég sé ekki eldri en þetta Trúi því þó að Elvis hafi ekki dáið þennan dag 1977, hitti hann nefninlega í UK í síðustu viku Kóngurinn lengi lifi
Rebbý, 16.8.2007 kl. 10:53
Æ dúllan mín, þú hefur ekki sofið nógu vel, en ekki vera reið við litla útlenda barnið sem situr í lífshættu hjá sinni skelfilegu móður alla morgna, þú ert örugg í þínu belti. Annars held ég að þetta sé einstaklega heimilislegur strætó, finnst þú ættir bara að tala við móðurina um beltið, hún fer þá bara í fílu, hennar mál. Nú ætla ég að kíkja á Katrínu Snæhólm, vissi ekki af þessari kosningu. Eigðu súkkulaði sætan og ljúfan Sírius dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 11:02
Takk Gurrí mín..ég skal lesa fyrir þig sögur fyrir háttinn í oktober í staðinn..ok?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 11:43
Það er nefnilega málið, Rebbý, Elvis er ekki dauður ... samt er látið svona ár eftir ár! Madonna á AFMÆLI Í DAG, enginn virðist fatta það!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 11:43
Það er alltaf jafn leiðinlegt og sorglegt að heyra af því að foreldrar spenni ekki börnin sín í bíl. Reyndar velti ég því fyrir mér hvort að bílstjórinn í strætó eigi ekki að hafa afskipti af svona vanrækslu. Ég þekki ekki reglurnar þess vegna spyr ég.
Mér finnst Madonna flott. Hef hlustað á hana síðan ég var á hinum hræðilegu unglingsárum og geri enn og geri áfram. Ef hún heldur áfram á sömu braut næstu 20 árin eða svo, verður hún þá ekki í svipuðum skala og Tina Turner?
Fjóla Æ., 16.8.2007 kl. 11:51
Jú, eða Elvis Presley?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 12:27
Elli sprelli er stórlega ofmetinn. En það er svona með fjarlægðina, fjöllin og litina.
krossgata, 16.8.2007 kl. 12:58
;) Satt segir þú og enginn minnist á að Maggi bróðir á afmæli í dag.
Mercury (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:18
Vá, á hann Maggi líka afmæli í dag? Elsku Maggi, til hamingju með daginn, elskan!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 14:28
Jahá - til hamingju með afmælið Madonna, hún hlaut að vera ljón þessi elska, með svona líka fallegt hár og rosa sviðsframkomu, þetta geta bara ljón (ég er rísandi ljón) og svo eru þau víst góðir foreldrar (ljónin sko) svo líklega sveiflar hún ekki börnunum sínum út um glugga upp á einhverjum hæðum eins og annar þekktur tónlistarmaður gerði hér um árið.
Mér þykir nú Madonna flottari en Elvis, verð nú að segja það.
kveðja
Ingibjörg
p.s. þú fýkur líklega fram hjá óðalinu mínu tvisvar á dag, ég er við afleggjarann þar sem stendur "hundahótelið leirur" en það er bara stittra til mín en á hótelið, gult sætt hjólhús af stærri gerðinni er og svo kemur óðalið við hliðina.
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 16.8.2007 kl. 14:35
Allir þeir sem eiga afmæli í dag, innilega til hamingju með daginn. Einkum Maggi bróðir og Lovísa Madonna Ciccione. Elvis var auðvitað ótrúlega flottur á sínum tíma því getur enginn neitað.
Markús frá Djúpalæk, 16.8.2007 kl. 14:44
Jæja frænku baby.
Nú er það skotastúkan fína sem ég öfunda þig af. Þú notar hana vonandi í kvöld þegar mínir menn mæta í heimsókn til þín. Verð allavega með ykkur í huga
(þér og mínum mönnum) Kveðja úr Árbæ þar sem vonandi verður sungið í kvöld
SH
Svana (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 15:32
Elvis var stórkostlegur, ekki gera lítið úr því. Mér finnst vel til fallið að minnast hans í dag.
Gunnlaug (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 16:21
Guðríður ...hver er Bryndís?
Halla Rut , 16.8.2007 kl. 18:23
Til hamingju, öll, með afmæli Madonnu!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.8.2007 kl. 18:31
Halla, getur þú sent mér tölvupóst á gurri@mi.is?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 18:32
Gurrí. Þú færð strætó-ferðamátann til að hljóma eins og þá mest þægilegu og heimilislegu upplifun sem hægt er að hugsa sér.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.8.2007 kl. 19:56
Madonna rular, segi eins og Gurrí, til hamingju með afmælið, elsku Madonna mín. Mér hefur alltaf fundizt þú flottust.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.