Jónatan og Snati - fréttir af boldinu

JónatanJónatan mávur er kominn með kærustu eða kærasta sem er gráleit/ur að lit. Fuglinn sá gengur undir nafninu Snati meðal heimilisfólks í himnaríki. Þau/þeir fengu eina múffu á mann, leifar úr afmælinu, og flugu á braut. Sumir eru aldeilis farnir að færa sig upp á skaftið. Eins og gamall kærasti sem hafði sigrað hjarta mitt. Fyrst flutti hann inn með píanóið sitt, síðan eitt barn og skömmu síðar annað. Þegar hann ætlaði að fara að innrétta vinnuherbergið mitt fyrir fyrrverandi tengdaforeldra sína, svo indælt fólk, þá sagði ég stopp og flutti út. Eða hefði gert ef þetta hefði gerst.

Harpa á forsíðunniHingað kom mikil hetja áðan og sótti sér eintak af Vikunni sem kemur út á morgun - að sjálfsögðu er Skagamær á forsíðunni ... nakin. Við gefum útlitsdýrkun langt nef því að konan uppfyllir ekki staðalímyndina sem tískuheimurinn hefur sett, frekar en flestar konur. Set inn mynd þegar Moggabloggið leyfir, einhver bilun í gangi!

Jæja, best að bolda svolítið, þúsundir fylgjast með og kona þarf að gera skyldu sína. Undanfarið hef ég horft með öðru auganu en þó tekið eftir því að Eric og Ridge hafa gert harða hríð að Stefaníu og neitað að hætta hjá Forrester-tískuhúsinu. Hún samþykkir fyrir rest að vinna með þeim ef þeir vinni með henni ... „Just keep the Bitch out of my sight!“ Þar á hún við hana Brooke tengdasonartrylli. Bridget er alltaf í mæðraskoðun, sónar og slíku. Fyrir stuttu mætti Dante með henni í sónar og í dag var það barnsfaðirinn sjálfur, Nick, ákaflega fleðulegur. Brooke sagði Dante að nærveru hans væri ekki lengur óskað í lífi Bridget, dóttur hennar, nú ætti hún að finna hamingjuna með Nick (sem Brooke elskar og hann hana). Nú á Bridget að fara í enn einn sónarinn, þann þriðja í vikunni, vonandi er ekkert að ... læknirinn sagðist vilja tékka á einhverju en sagði ekki hverju! Af hverju verður fjölveri ekki tekið upp í þáttunum? Þá gæti Bridget gifst Dante líka. Jafnvel Ridge, þar sem í ljós hefur komið að hann er ekki blóðskyldur henni. Engu máli virðist skipta þótt þau hafi verið systkini lengst af ... og feðgin. Amber var næstum búin að drepa þau einu sinni þegar hún ætlaði að koma upp um mögulegt ástarsamband þeirra, svo missti ég af einhverjum vikum eða mánuðum. Slíkt læt ég ekki koma fyrir framar. Nei, ég fórna mér, eins og Nick og Brooke.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ég velti fyrir mér með hana Brooke þarna sem elskar Nick og hefur verið gift öllum hinum nokkrum sinnum.... elskaði hún þá ekki alveg jafn heitt í öll skiptin?  Hún er voðalega eitthvað óákveðin með sig stúlkan.

krossgata, 29.8.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Elsku Gurri min, takk fyrir tessar yndislegu frettir af Boldinu! Eg er i Køben og ekkert Bold her, bara ELDgamalt Murder she wrote! Hver nennir ad horfa a tad

Vilborg Valgarðsdóttir, 29.8.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað segirðu kona, er Elín Arnar að stripplast á forsíðunni.

Æi boldið þitt........sorrý

Þröstur Unnar, 29.8.2007 kl. 20:47

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki hélt ég að Stefanía gæti verið svona orðljót.  Hm..

Mér hefði fundist það óliðlegt ef þú hefðir hent manninum út þrátt fyrir fyrrverandi tengdó, af því að þau voru indælis fólk.

Jónatan er að byrja.  Hann er ættstór.  Hann kemur með fleiri á morgun.  Farðu að baka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 20:54

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Hún var búin að fá aðvörun áður vegna fuglanna Jenný, nú fara þeir að koma í torfum allir nema spörfuglarnir, þeir fara til heitu landanna.

Þröstur Unnar, 29.8.2007 kl. 21:02

6 Smámynd: Gunna-Polly

þetta sem Amber gerði var bara slys hún ætlaði sko ekkert að meiða þau 

Gunna-Polly, 29.8.2007 kl. 22:08

7 Smámynd: Ólöf Anna

Ohh vildi að það væri verið að sýna "murder she wrote" hér.

Kaupi mér þessa Viku ef hðun verður ekki uppseld á föstudaginn. En ég var að spöglera Gurrí hvort þú værir til í að lesa seinni hlutan af sögunni minni og segja mér hvað þér finnst.  (brosi eins fallega og ég get)

Ólöf Anna , 29.8.2007 kl. 23:05

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Omg við erum saman i boldinu Gurri, alltaf fylgjast með getum ekki hætt.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.8.2007 kl. 23:38

9 identicon

Elsku Gurrí, takk fyrir að fylgjast með Boldinu svo við hin þurfum ekki að gera það-þú er dásemd

Vilborg, auðvitað er Boldið í Danmorku. Þar minnir mig að það heiti Glamour og er nokkrum árum á undan okkur hér. Ég man bara ekki á hvaða stöð, annað hvort TV2 eða TV Danmark, Æi man ekki. En það er allavega bæði á morgnana og um eftirmiðdaginn. 

Veit ekki alveg hvort mér líst á þetta með mávana, en þú ræður því auðvitað sjálf. Líst vel á forsíðuna á vikunni, skil ekki af hverju ég er ekki áskrifandi, ég kaupi hana alltaf hvort eð er

Svo ertu velkomin í Gumbó á Ljósanótt ef þú átt leið hér um Bítlabæinn, bý ennþá á sama stað, en það er ekki víst að þú þekkir húsið það er orðið svo fallegt.

kv.kikka 

kikka (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:43

10 Smámynd: Svava S. Steinars

The Birds myndin ætti að vera þér víti til varnaðar... fyrst kom bara einn fugl - svo tveir - svo maaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaargir fleiri.  En ég ætla ekki að draga úr þér, með þessu áframhaldi losnum við við alla mávana úr Reykjavík yfir á svalirnar til þín og það ætti að róa mávahatarana/fjöldamorðingjana hér.

Svava S. Steinars, 30.8.2007 kl. 01:18

11 Smámynd: Halla Rut

Sterk kona þetta utan á vikunni.

Halla Rut , 30.8.2007 kl. 01:27

12 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég þarf greinilega að kaupa Vikuna og lesa viðtalið við þessa konu.  Aldrei hefði ég þorað í svona myndatöku!  Fannst alveg nóg að mæta í viðtal og myndatöku FULLKLÆDD. 

Rannveig Lena Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 10:29

13 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ekkert smá þorin konan á forsíðunni, ég segi það sama og Rannveig, tel mig góða að mæta í myndatöku fullklædd... hvernig er það Gurrí mín, get ég orðið útskrifandi af Vikunni ef ég bý erlendis??? Það væri soldið gaman að fá eitt stykki íslenskt blað hér inn um bréfalúguna í hverri viku

Passaðu þig svo á mávunum, þeir taka kannski yfir himnaríki, eins og í Hitschcock myndinni BIRDS...

Bertha Sigmundsdóttir, 30.8.2007 kl. 17:32

14 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Já, ekkert smá kjarkmikil kona þarna á ferð og flott blað hjá ykkur Vikudömunum. Þið megið vera stoltar af því.

Svala Jónsdóttir, 1.9.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 22
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1506045

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband