Karlar að eigin vali

Sætir karlar að eigin valiMikið var hann sætur ungi maðurinn í gúmmívinnuverkstæðisskúragallanum sem ég settist við hliðina á í morgun ... og mikið var gott að kúra hjá honum alla leið í Mosó. Hugsa sér forréttindin að geta hlammað sér við hlið huggulegra manna að eigin vali á hverjum morgni og fengið hlýju frá þeim. Hver þarf eiginmann? Svo hlýtur Ásta að koma fljótlega í strætó, þessu sumarfríi hennar fer vonandi að ljúka, þá kúri ég bara hjá henni, hún er kannski grönn en samt ótrúlega hlý til að klessa sér upp við á köldum vetrarmorgnum. Mikið skal ég búa til latte handa okkur.

Sofið í strætóBílstjórinn minn, elsku Heimir, ók að vanda aðeins lengra en stoppistöðin er á Vesturlandsveginum, hann er svo þroskaður að honum finnst ekki fyndið að sjá kerlingar rúlla niður manndrápsbrekkuna, eða háa vegkantinn ... en bílstjóri aukabílsins, sem kom skömmu seinna, stoppaði nokkru ÁÐUR en hann kom að stoppistöðinni svo að elsku Sigþóra mín sem ég hef ekki séð í nokkrar vikur, þurfti að hlaupa nokkra metra í áttina að Reykjavík áður en hún gat snúið við og labbað niður rampinn þar sem ég beið með opinn faðminn og hrópaði "Heathcliff". Hún nennir ekki að rúlla svona niður háan kantinn, ekki lengur, ekki eftir að hafa mætt marin, blá og skítug í vinnuna eftir slíkar ævintýraferðir sl. vetur. Ég sting enn og aftur upp á því við Strætó bs að stoppistöðin verði færð einum ljósastaur nær Reykjavík til að koma í veg fyrir slys. Auðvitað ræður fólk því hvort það þorir að feta sig niður vegkantinn, sem er ansi hár en fer lækkandi, en þetta tefur alla þá sem eru á leið upp í Hálsaskóg. Dásamleg manneskja hirti okkur Sigþóru upp í bíl neðst í Súkkulaðibrekkunni og skutlaði okkur alla leið í vinnuna ... þetta verður svona dagur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Maður fer nú bara að spáí að leggja einkabílnum til að komast í svona kúrerí í strætó, þetta er örugglega voða kósý. Enn líklega myndi maður velja eitthvað annað en skítugann gúmmívinnugalla.

S. Lúther Gestsson, 30.8.2007 kl. 09:21

2 identicon

Strætó var fínn, það var verst þegar Heimir karlinn keyrði aðeins upp á kantinn í göngunum þá hrökk ég upp! Ég hef tekið eftir því að því aftar sem maður situr í vagninum því ólíklegara er að einhver setjist hjá manni...var farin að halda að það væri vond lykt af mér!! En í dag, þegar ég hlammaði mér framalega þá kom þessi líka fína kona og settist við hlið mér, mikið var ég glöð!

Ég hef læðst inn á bloggið þitt síðan þú hófst komur þínar í Skrúðgarðinn og ákvað að nú væri tími til kominn að kvitta!!!

Marella í Skrúðgarðinum (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:21

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ef strætó er komin með rauðar gardínur og sætavísur með sólgleraugu, þá er ég hættur að keyra suður.

See you in bus.....

Svo finnst mér að Skrúðgarðurinn eigi að vera með blogg Marella.

Þröstur Unnar, 30.8.2007 kl. 09:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur strætó, vá.  Kveðja á Vikuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 09:45

5 identicon

Já síðast þegar ég vissi var verið að búa til heimasíðu fyrir okkur (þetta var í mars). En hún María mín er ekkért svakalega tölvu/tæknivædd þannig að ætli ég þurfi ekki að taka málið í mínar hendur!

Marella (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:47

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jafnast ekkert á við svona morgun kelerí :)

Heiða B. Heiðars, 30.8.2007 kl. 09:56

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fátt betra á morgnan en kúra og kela - sérstaklega í strætó......

Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 10:18

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, en krúttleg færsla, ekki laust við að mann langi í svona morgunævintýr, þér tekst að láta allt hljóma svo spennandi.  VOnandi bloggarðu um kisur og máva í kvöld. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 10:47

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sæt færsla Gurrí mín eins og venjulega hjá þér, Eigðu góðan dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 11:11

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er ansi hrædd um að ég myndi urra á alla í strætó svona snemma morguns. Þoli ekki einu sinni að deila eldhúsinu með fjölskyldumeðlimum á svona ókristilegum tímum

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 12:08

11 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það liggur við að manni langi til að fara keyra strætó aftur, sérstakleg þegar  farið er að sjást ritað af fólki hvað vagnstjórar geti verið fínir og flottir.

Kjartan Pálmarsson, 30.8.2007 kl. 12:41

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Færsla 11, Kjartan.

Enga öfund.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.8.2007 kl. 17:25

13 Smámynd: krossgata

Hálsaskóg?  Er þetta hálffullur bíll af dýrum?

krossgata, 30.8.2007 kl. 19:32

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hæhó Gurrí glöð!

ÍA - UBK 2-1!

SErbarnir sætu sáu um sigurinn!

Þriðja sætið nánast tryggt!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 20:52

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ursula, ég skal klára Harry Potter-bókina mína, ég lofaði að endursegja unga manninum hana, þá getur hann ekki verið með útvarpið á hæsta. Reyni að treina söguna í allan vetur, múahahhahaha.

Takk fyrir að segja mér þetta, Magnús Geir, ég var sambandslaus við umheiminn. Verð nú að segja að ég er frekar leið yfir gengi KR, enda fæddist ég í Vesturbænum og bjó þar síðustu 20 árin áður en ég flutti aftur á Skagann.  

Takk fyrir skemmtileg komment, kæru bloggvinir ... það er fúlt að hafa engan tíma til að svara jafnóðum. Það verður geggjuð bold-færsla á morgun. Sá hluta af BB hjá Laufeyju og nú er Eric farinn að reyna aftur við Jackie, mömmu Nicks, en Nick er tengdasonur Nicks ef hjónaband þeirra Bridgetar heldur, og allt bendir til þess eftir vælið í honum í mæðraskoðuninni.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:17

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Nick er tengdasonur Erics ... annars er þetta orðið svo mikið rugl að það endar eflaust á því að hann verði sinn eigin tengdasonur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:18

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka Skagadrottning, en eins og þar stendur með "Vesturbæjarstórveldið" Hver er sinnar gæfu smiður, fullt af leikmönnum komu fyrir tímabilið og svo virtist sem Teiti væri að takast að rétta skútuna við, en var þá rekin! Mun síðri þjálfari valin í staðin (jafnvel þótt hann hafi þjálfað Skagan og unnið titil, mér heðfi tekist það líka, liðið svo gott þá!) og aftur fóru hlutirnir á verri veg! Öll nótt þó ekki úti enn, bara eitt lið líka núna sem fellur, fjölgað í deildinni um tvö lið á næsta ári!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 651
  • Frá upphafi: 1506050

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 536
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband