Óvæntir hæfileikar

4. sept. 2007Þvílíkt óveður í morgun. Kveið því virkilega að hlaupa út á innanbæjarstrætóstoppistöð en í svona roki og rigningu verður fólk blautt inn að skinni á nokkrum sekúndum. Viti menn, það stytti upp um leið og ég gekk út úr himnaríki og ekki nóg með það heldur átti Einar, eiginmaður Flórens (sem er Sigrún sveitamær), leið fram hjá og heimtaði að fá að skutla mér í sjúkraþjálfun. Gat vissulega ekki stillt mig um að hugsa hvort ég væri virkilega svona voldug, ætli ég geti í alvörunni stjórnað veðri og jafnvel ferðum fólks? Ja, ef svo er þarf ég að læra betur að nýta mér þetta. Ég hef reyndar stundum fundið fyrir þessu á ýmsum strætóstoppistöðvum, ég kannski óska þess ofurheitt að strætó fari að koma og hann kemur, alltaf!  

Frá sjúkraþjálfaranum sést vel út á sjó í norður. Risaöldur og skvettugangur gladdi augu vegfarenda og íbúa við Vesturgötu. Nú hlýtur að vera gaman hjá Huldu, konunni sem býr til besta rabarbarapæ landsins. Sjórinn við Langasandinn er ekki svo slæmur heldur, væri samt alveg til í nokkur sker til að fá flottari skvettur. Úps, mjög líklega rætist þessi ósk, miðað við atburði morgunsins.
Stofuglugginn hefur ekkert lekið eftir þéttinguna en hinir tveir voru á floti í morgun.  Stóru baðhandklæðin koma sér aldeilis vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú ert aldeilis mögnuð Gurrí...ég er að skrifa lsita yfir það sem þú þarft að óska fyrir mig..sendi þér hann í maili. Sumt á honum er þess eðlis að ég vil ekki að allir lesi. Hlakka til þegar þú verður búin að galdara þetta allt fyrir mig..stöðva geitungaplágurnar , hægja á hraðskreiðu köngulónnum og ......já bara æði!!! Og myndin er æði!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 12:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalegt útsýni. Merkilegt hvernig óskir manns rætast þegar maður á síst von á því. Verðurðu ekki að fá þéttingu á leku gluggunum fyrir veturinn? ekki gott að hann mígi inn í himnaríki.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 12:57

3 Smámynd: Elín Arnar

Jei frábært var búin að gleyma hvað aðstoðarritstórinn væri magnaður! Geturðu þá ekki reddað mér flugvél í kvöld til Íslands?  

Elín Arnar, 4.9.2007 kl. 15:28

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójú, kæri ritstjóri, geri allt sem í mínu valdi stendur! Ekki viljum við hafa þig í útlöndum mikið lengur ...

Geri líka allt fyrir þig, Katrín ... galdr, galdr ... Jú, Ásdís, verð heldur betur að láta þétta alla gluggana. Það hefði án efa verið gert ef heil afmælisveisla hefði ekki verið í gangi þegar nágranni minn loksins kom. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 16:06

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég óveðursaðdáandinn missti nánast rænu af hamingju yfir þessari æðislegu mynd.  Dásamlegt hreint.  Þú ert heppin kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 17:04

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flott útsýni úr glugganum hjá þér. Dálítið mögnuð þessi mynd. Kveðjur og knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.9.2007 kl. 18:54

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er stöðugt og óendanlega öfundsjúk yfir þessu útsýni hjá Gurrí. En það er líka minn eini löstur sem má flokka undir eina af dauðasyndunum. Poppar upp í hvert sinn sem ég sé útsýnið hennar....dansnans!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 19:11

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, Katrín, ef þú bara vissir hve margir skilja ekkert í mér að hafa skipt á himnaríki og pínulítilli íbúð í Vesturbæ/Miðbæ Reykjavíkur. Þeim finnst fáránlegt að ég hafi flutt út á land! Strætóinn minn "utan af landi" er 10 mínútum lengur á leiðinni með mig í vinnuna en strætóinn úr Vesturbænum og ég þarf ekki að skipta um vagn (eftir að ég fór að ganga upp kúlurassbrekkuna góðu). Nú sofna ég við öldunið í stað umferðarniðar og hef óheft útsýni yfir hafið og til Ameríku í stað þess að sjá bara hús og tré. Í stað Kjötborgar kom Einarsbúð ... osfrv. Eina sem ég sakna er vinirnir, sumir fara helst ekki út á land og ég er ekkert voðalega dugleg heldur að heimsækja þá í bænum. Flýti mér alltaf heim. Nú bíða þrír eftir mér, fullhlaðinn ryksuguróbót og tveir saddir og sælir kettir.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 19:21

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert galdrakona af guðs náð, það er ekki spurning. Og veistu bara hvað, þú ert ein af örfáum sem ég treysti til að fara vel með þessa hæfileika..Veit að þú munt hlífa mér við að horn og hali sjáist á mér og ég veit alveg hvað hefur gerzt ef ég vakna einn góðan morgundag og er orðin 175, ljóshærð og 50 kg. Er það ekki annars málið?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 833
  • Frá upphafi: 1515928

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband