4.9.2007 | 21:24
Mannlegur róbót og "átakanlegt" sjónvarpefni
Eitthvað er nú andlegt ástand orðið sérkennilegt hér á bæ. Nú er ég farin að spjalla hástöfum við vélmennið. Svona, suss, ekki fara hingað, þú lendir bara í sjálfheldu! Hmmm, ég er ekki enn búin að kaupa batterí í hnullungana tvo sem varpa geisla sem róbótinn kemst ekki fram hjá. Vá, ef tækni nýrrar aldar hefur ekki hafið innreið sína í himnaríki þá veit ég ekki hvað. Fljúgandi bíll er ekki svo fjarlægur möguleiki lengur ...
Það er eins og vélmanninum finnist það sérstök áskorun að komast niður þennan sentimetra sem gólfið er lægra í kósíhorninu (sjá mynd) en kannski getur hann alveg bjargað sér þarna, komist bæði upp og niður af sjálfsdáðun, prófa það næst. Ég er samt búin að koma fyrir alls kyns hindrunum sem hann reynir að ýta frá til að þrífa, þrífa, þrífa!!! Ég elska þetta kvikindi! Það sést orðið í mynstrið á kattaháramottunum, ég meina fínu persnesku teppunum!
Nú hefur þessi elska hreinsað eldhús, stofu og gang vel og vandlega og ég þarf bara að hagræða snúrum betur í svefnherberginu áður en ég hleypi honum þangað, ef hann fær aðgang. Ekki hver sem er kemst í meyjarskemmuna! Hann rakst tvisvar á Tomma í dag þar sem Tommi flatmagaði á stofugólfinu en það er engin hræðsla í gangi hjá hetjuketti himnaríkis. Meira að segja Kubbur fer alveg að taka hann í sátt! Ég bíð eftir að þeir
Hvað er í gangi á Stöð 2? Ekkert nema átakanlegir þættir eða myndir. Nú var að hefjast framhaldsmynd mánaðarins, átakanleg mynd um Natalie Wood. Nýlega var átakanleg fótboltamyndá dagskrá og mig minnir að framhaldsþátturinn um Henry VIII sé líka auglýstur átakanlegur. Er þetta kannski átakanlegur skortur réttra orða í íslensku? Eða er þetta svona söluvænt orð? Ég skipti í hvelli yfir á SkjáEinn þegar átakanlega framhaldsmyndin hófst og ætla að horfa á VEÐURMYND sem heitir Superstorm! Vonandi verður fullt af brimi í henni, kannski eitthvað í líkingu við þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=bVU43tNSXXc&NR=1
Á eftir Superstorm hefst nýr læknaþáttur. Ætla að gefa honum séns þótt hann virðist væminn. Í treilernum sýnist mér læknirinn vera að segja konunni sinni og börnunum upp svo að hann geti fórnað sér enn frekar fyrir sjúklingana. Ég hlýt að hafa misskilið eitthvað og þess vegna ætla ég að horfa. Svo hefst House á fimmtudaginn!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 830
- Frá upphafi: 1515925
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 703
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það hlýtur að vera þó nokkur vinna að raða dóti fyrir kvikindið þar sem það á ekki að þrífa, samkv.mynd. Get ekki neitað því að langa samt pínu í svona hreingerningarkonu, (heyrist nokkuð í henni?)
Það er líka átakanlegur þáttur í Sjónvarpinu núna um hina árlegu verðlaunakeppni iðnhönnunarnema í að búa til furðuverkfæri. Kannski róbótakvikindið hafi verið fundið upp þar.
Komaso með nafn á kvekindið.
Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 21:39
Ég er eimitt að horfa á átakanlega Natalie Wood. Held ég fari samt yfir á skjáinn og horfi á læknaþáttinn. Biða að heilsa Robba róbot.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 21:42
Það er smá vinna, Þröstur, en bara þangað til ég hunskast til að kaupa batterí. Það heyrist ekki hátt í henni og hægt að láta hana vinna inni í lokuðu herbergi þegar maður er heima ... og svo bara þegar maður er í vinnunni á daginn. Róbótakvikindið var fundið upp af þeim sömu sem hanna róbótana sem aftengja sprengjur, þess vegna féll ég fyrir því! Hehehehe. Skila kveðjunni, Ásdís!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:45
Hahhahahahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:48
Ég þori ekki enn að taka þig alvarlega þegar þú lýsir þessu róbótadæmi og get því ekki ahtugasemdað um fyrirbrigðið því ég er svo hrædd um að gera mig að fíbbli (meira fíbbli en ég þegar er).
Læknaþátturinn verður átakanlega átakanlegur. House verður hins vegar átakanlega laus við átakanlegheit.
Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:48
Hugsa sér, hreingerningarkona sem heyrist varla í.
Kann hún að elda og rétta manni öl?
Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 21:53
Ja, hún bjó til latte handa mér í morgun, hef ekki prófað hitt. Hheheh
Jenný, þér er óhætt að taka mig alvarlega, ég grínast ekki með húsverk!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:54
Þröstur. hvaða tuð er þetta um hreingerningarkonu. Þetta er kall. Bryti meira að segja.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 23:28
Líklega verður hann bara kallaður brytinn út af þessum kjaftavaðli í Þresti! Held það bara, svei mér þá!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 23:31
Mikið er ég ánægður með að vera ekki með sjónvarpstæki og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vondu sjónvarpsefni.
Jens Guð, 5.9.2007 kl. 00:46
Þetta er líka vinnutengt hjá mér, þarf stundum að skrifa um sjónvarpsþætti ... sem betur fer eru margir góðir í gangi. Nema á miðvikudögum á Stöð 2, þá eru þættir sem eiga að höfða til kvenna - mjög móðgandi sjónvarpsefni fyrst það er sett þannig upp. Oprah Winfrey, matarþáttur, dramafjölskylduþáttur og fleira. Viðbjóður! Fer í matarboð í kvöld, næsta miðvikudag ætla ég að sjá Dúndurfréttir ... miðvikudagar eru eins og fimmtudagarnir í gamla daga ... maður lifir lífinu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 08:06
Jóna mín, ef eg fengi mér svona apparat yrði það að sjálfsögðu "hún" (hreingerningarkonan) En að sjálfsögðu er þetta karlmenni hjá Gurrí, og Brytinn finnst mér alveg brilljant nafn á hann.
Gurrí mín, afsakaðu kjaftavaðalinn í mér.
Þröstur Unnar, 5.9.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.