Mannlegur róbót og "átakanlegt" sjónvarpefni

Tommi og róbótinn í kröppum dansiEitthvað er nú andlegt ástand orðið sérkennilegt hér á bæ. Nú er ég farin að spjalla hástöfum við vélmennið. „Svona, suss, ekki fara hingað, þú lendir bara í sjálfheldu!“ Hmmm, ég er ekki enn búin að kaupa batterí í hnullungana tvo sem varpa geisla sem róbótinn kemst ekki fram hjá. Vá, ef tækni nýrrar aldar hefur ekki hafið innreið sína í himnaríki þá veit ég ekki hvað. Fljúgandi bíll er ekki svo fjarlægur möguleiki lengur ...

Það er eins og vélmanninum finnist það sérstök áskorun að komast niður þennan sentimetra sem gólfið er lægra í kósíhorninu (sjá mynd) en kannski getur hann alveg bjargað sér þarna, komist bæði upp og niður af sjálfsdáðun, prófa það næst. Ég er samt búin að koma fyrir alls kyns  hindrunum sem hann reynir að ýta frá til að þrífa, þrífa, þrífa!!! Ég elska þetta kvikindi! Það sést orðið í mynstrið á kattaháramottunum, ég meina fínu persnesku teppunum!
Nú hefur þessi elska hreinsað eldhús, stofu og gang vel og vandlega og ég þarf bara að hagræða snúrum betur í svefnherberginu áður en ég hleypi honum þangað, ef hann fær aðgang. Ekki hver sem er kemst í meyjarskemmuna! Hann rakst tvisvar á Tomma í dag þar sem Tommi flatmagaði á stofugólfinu en það er engin hræðsla í gangi hjá hetjuketti himnaríkis. Meira að segja Kubbur fer alveg að taka hann í sátt! Ég bíð eftir að þeir

Hvað er í gangi á Stöð 2? Ekkert nema átakanlegir þættir eða myndir. Nú var að hefjast framhaldsmynd mánaðarins, átakanleg mynd um Natalie Wood. Nýlega var átakanleg fótboltamyndá dagskrá og mig minnir að framhaldsþátturinn um Henry VIII sé líka auglýstur átakanlegur. Er þetta kannski átakanlegur skortur réttra orða í íslensku? Eða er þetta svona söluvænt orð? Ég skipti í hvelli yfir á SkjáEinn þegar átakanlega framhaldsmyndin hófst og ætla að horfa á VEÐURMYND sem heitir Superstorm! Vonandi verður fullt af brimi í henni, kannski eitthvað í líkingu við þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=bVU43tNSXXc&NR=1

Á eftir Superstorm hefst nýr læknaþáttur. Ætla að gefa honum séns þótt hann virðist væminn. Í treilernum sýnist mér læknirinn vera að segja konunni sinni og börnunum upp svo að hann geti fórnað sér enn frekar fyrir sjúklingana. Ég hlýt að hafa misskilið eitthvað og þess vegna ætla ég að horfa. Svo hefst House á fimmtudaginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Það hlýtur að vera þó nokkur vinna að raða dóti fyrir kvikindið þar sem það á ekki að þrífa, samkv.mynd. Get ekki neitað því að langa samt pínu í svona hreingerningarkonu, (heyrist nokkuð í henni?)

Það er líka átakanlegur þáttur í Sjónvarpinu núna um hina árlegu verðlaunakeppni iðnhönnunarnema í að búa til furðuverkfæri.  Kannski róbótakvikindið hafi verið fundið upp þar.

Komaso með nafn á kvekindið.

Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er eimitt að horfa á átakanlega Natalie Wood. Held ég fari samt yfir á skjáinn og horfi á læknaþáttinn. Biða að heilsa Robba róbot.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er smá vinna, Þröstur, en bara þangað til ég hunskast til að kaupa batterí. Það heyrist ekki hátt í henni og hægt að láta hana vinna inni í lokuðu herbergi þegar maður er heima ... og svo bara þegar maður er í vinnunni á daginn. Róbótakvikindið var fundið upp af þeim sömu sem hanna róbótana sem aftengja sprengjur, þess vegna féll ég fyrir því! Hehehehe. Skila kveðjunni, Ásdís!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahahahahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þori ekki enn að taka þig alvarlega þegar þú lýsir þessu róbótadæmi og get því ekki ahtugasemdað um fyrirbrigðið því ég er svo hrædd um að gera mig að fíbbli (meira fíbbli en ég þegar er). 

Læknaþátturinn verður átakanlega átakanlegur.  House verður hins vegar átakanlega laus við átakanlegheit.

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:48

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Hugsa sér, hreingerningarkona sem heyrist varla í.

Kann hún að elda og rétta manni öl?

Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, hún bjó til latte handa mér í morgun, hef ekki prófað hitt. Hheheh

Jenný, þér er óhætt að taka mig alvarlega, ég grínast ekki með húsverk! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:54

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur. hvaða tuð er þetta um hreingerningarkonu. Þetta er kall. Bryti meira að segja.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 23:28

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líklega verður hann bara kallaður brytinn út af þessum kjaftavaðli í Þresti! Held það bara, svei mér þá!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 23:31

10 Smámynd: Jens Guð

Mikið er ég ánægður með að vera ekki með sjónvarpstæki og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vondu sjónvarpsefni. 

Jens Guð, 5.9.2007 kl. 00:46

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er líka vinnutengt hjá mér, þarf stundum að skrifa um sjónvarpsþætti ... sem betur fer eru margir góðir í gangi. Nema á miðvikudögum á Stöð 2, þá eru þættir sem eiga að höfða til kvenna - mjög móðgandi sjónvarpsefni fyrst það er sett þannig upp. Oprah Winfrey, matarþáttur, dramafjölskylduþáttur og fleira. Viðbjóður! Fer í matarboð í kvöld, næsta miðvikudag ætla ég að sjá Dúndurfréttir ... miðvikudagar eru eins og fimmtudagarnir í gamla daga ... maður lifir lífinu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 08:06

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Jóna mín, ef eg fengi mér svona apparat yrði það að sjálfsögðu "hún" (hreingerningarkonan) En að sjálfsögðu er þetta karlmenni hjá Gurrí, og Brytinn finnst mér alveg brilljant nafn á hann.

Gurrí mín, afsakaðu kjaftavaðalinn í mér.

Þröstur Unnar, 5.9.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 1515925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 703
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband