Þriðja matarboðið og ættardýrgripirnir

Magga móðursystir og DavíðEllen, Heiðdís tvíburamamma og EllýVinnudagurinn var einstaklega góður og okkur tókst að klára blaðið fyrir klukkan fimm. Ekki skemmdi fyrir að í hádeginu settist ég við borð hjá skemmtilegustu samstarfskonunum og sætasta manninum á staðnum en hann er tæknimaður á Stöð 2. Hann varð alla vega alsæll þegar ég hafði orð á þessu. Sármóðgaðar konurnar tóku gleði sína þegar ég sagðist vera hætt að tala um að konur væru sætar og karlar klárir, nú væri kominn tími á jafnrétti. Jóhannes tæknimaður settist síðan hjá okkur með kaffibollann sinn og við rifjuðum upp tvíburasögur af honum og Ástvaldi ... en þeir eru nákvæmlega eins, bræðurnir. Það var sjokkerandi að fara í afmæli til Jóhannesar á tíunda áratug síðustu aldar, setjast inn í stofu og spjalla við hann og fleiri gesti og svo birtist rétti Jóhannesinn með rjómapönnukökur! Eiginkonur tvíburanna voru ófrískar á sama tíma og fyrir algjöra tilviljun átti þær tíma í sónar sama dag. Ástvaldur mætti með sinni frú eftir hádegið en þá var bróðirinn búinn að koma með Hjördísi sinni. Andrúmsloftið hrímaði þegar „þessi maður“ mætti aftur en nú með aðra konu ... hvorug vissi greinilega af hinni! Ástvaldur var hálfspældur þar sem hann vann og vinnur sem tæknitröll á Landspítalanum, þær hefðu átt að þekkja hann, kéddlíngarnar í sónarnum! Svo vorkenndu vinkonur Hjördísar henni ógurlega þegar þær sáu brúðkaupsmynd af „Jóhannesi“ uppi í hillu, greinilega með fyrrverandi konu sinni. Ég elska tvíbura og tvíburasögur. Jóhannes er með nokkra kettlinga sem hann langar til að gefa á góð heimili, þeir eru orðnir fimm mánaða og móðirin mjög þreytt á þeim. Þvílík grimmd, aldrei hefði ég fleygt erfðaprinsinum að heiman fimm mánaða gömlum.

Úlfur og Ísak ættardýrgripirHitti ættardýrgripina Ísak og Úlf í kvöld í ljómandi fínu svona mafíufjölskyldumatarboði. Þeir hitta Gurrí frænku svo sjaldan og horfðu svolítið hissa á þessa skrítnu „Hildu“ (við þykjum svo líkar þangað til fólk kynnist innræti Hildu) en brostu samt, enda smekklegir krakkar.
Davíð frændi skutlaði náttúrlega saddri frænku beint í faðminn á Tomma bílstjóra. Tommi faðmaði mig alla vega í huganum þegar ég gaf honum Golfblaðið mitt.
Það stendur mikið til hjá 1959 árganginum á morgun, sagði Tommi. Hittingur í Skrúðgarðinum og síðan matur fyrir mannskapinn hjá Huldu MINNI. Nema ... aumingja Tommi er með matarklúbb annað kvöld, þennan árlega, og kemst ekki til Huldu. Að sjálfsögðu er þetta karlaklúbbur hjá Tomma, nema hvað. Reglurnar eru þannig að menn borða þar til stólarnir brotna undan þeim. Þoli ekki hvað ég fékk pempíulegt uppeldi, annars myndi ég stofna svona átklúbb þar sem mætti ropa og alles ...

Í gær sagði ég Sýn upp, kannski mun ég sjá eftir því vegna Meistaradeildarinnar. Þetta var bara yfirlýsing um heita spælingu vegna verðlags á Sýn 2. Tók reyndar Fjölvarpið í staðinn, fræðslurásirnar þarna með Sky News, BBC Prime og fl. Steingleymdi þessu í gær en bæti mér það upp um helgina með miklu glápi. Hef tíma til þess fyrst ég á húshjálp með gervigreind. Ég fékk nokkur símtöl í dag frá spenntum lesendum Vikunnar því að svona ryksuguróbót verður í krossgátuverðlaun hjá okkur. Fólk er mjög spennt. Mikið vona ég að einhver bakveikur ryksugunarhatari fái gripinn. Muna bara að lausnir þurfa að hafa borist okkur fyrir hádegi næsta fimmtudag. Mikið væri kúl að fá sprengjuleitarróbót frá sama fyrirtæki (iRobot) til að draga úr lausnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Sprengjuleitarróbot  Almennt taldi ég okkur krossgátufíkla rósemdarfólk.... Eruð þið mikið að fá sprengjur með lausnunum?  Bara að velta fyrir mér hvort ég sé eitthvað dragast aftur úr.  Kannski er það bara "eitthvað svo í gær" að skila ekki sprengju með krossgátulausninni?

krossgata, 7.9.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Je dúdda mía. Sjá þá bræður þarna. Ohhh einu sinni var til svona stóll hér á heimilinu. eins og þeir sem tvibbarnir sitja í. Nostalgíu kast. Ég verð að taka undir að Jóhannes tæknitröll og bróðir hans eru ansi líkir. Samt held ég að bróðirinn sé feimnari. Ef það er þá hægt. hehe.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha þú gerir það ekki endasleppt frekar en fyrri daginn.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig vantar Robot, hvað á ég að gera ?? kaupa bara vikun í gær þá og leysa krossgátuna, setja svo blátt horn á umslagið og þú dregur út réttu lausnina og það er ég??? ekki satt. Annars megaskemmtileg færsla hjá þér, tvíbbarnir eru draumur. Ein frænka mannsins míns var í heimsókn hjá okkur áðan, hún á von á barnabörnum no. 16 og 17, tvíburar settir á 8.nóv. og allt hefur gengið rosa vel. Frábærar þessar tvíburasögur þínar.  Góða helgi með enga Sýn, sagði minni upp og hitt dugar alveg.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 23:28

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ertu í alvöru að vinna/borða með Jóhannesi? Ég bið svo kærlega að heilsa honum. Spurðu hann hvort hann muni þegar við tvö..ég og hann æfðum okkur alein að syngja lagið..pipes eitthvað aftur og aftur í stúdíóinu og þegar það var slöökkt á okkur í karaókí í miðju lagi???? Minnir að það hafi verið á Tveim vinum þar sem Andrea Gylfa og Páll Óskar sungu líka. Samt asnalegt að leyfa okkur ekki að klára lagið þó við værum lagvilltari en bilaður áttaviti

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahahha, já, Katrín, ég skal spyrja elskuna hann Jóhannes. Hann er því miður ekki alltaf í Lynghálsinum, oftar í heddoffís í Hlíðunum. 

Já, Ásdís, kauptu Vikuna og sendu lausnina, töfraorðið, ... en mér finnst líklegt að ritstjórinn dragi blindandi úr bunkanum. Notaðu hugarorkuna til að hún dragi umslagið þitt! Það er víst ekkert sprengjuleitartæki til á Íslandi ... eða hvað? Hún verður að draga. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.9.2007 kl. 23:56

7 identicon

Ég er hér með formlega og opinberlega sármóðguð....sat nebblega ekki með þér í hádeginu, en telst samkvæmt öllum skilgreiningum alveg örugglega samstarfskona þín!!!

Hrund (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 00:51

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, þetta voru gellurnar á Gestgjafanum sem ég sat hjá, þær eru nú bæði sætar og skemmtilegar. Get samt ekki sagt það við þær vegna nýju jafnréttisreglnanna en get vissulega sagt það UM þær. Allir vita að við Vikuskvísurnar erum sætar, það er eiginlega móðgandi að þurfa að minnast á það.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 00:58

9 identicon

Já Hrund, við erum sætar það leynist fáum en greinilega ekki laaaaangskemmtilegustu samstarfskonurnar... Var illa brugðið við lestur faerslunnar þegar ég áttaði mig á því að ég hafði brugðið mér af bae í hádeginu og því gat hrósið sem ég hafði eðlilega tekið beint inn í hjartað, ómögulega átt við mig! Nú er ég að  leita að bókinni 101 skrítla og mun liggja yfir henni um helgina til að reyna að hressa upp á skemmtanaeiginleika mína! Kem sterk inn eftir helgi... Skemmtileg, klár já og saet!

Björk Eiðsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 08:19

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhehe, hlakka til að fá brandarana á máudaginn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 10:36

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg saga

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 674
  • Frá upphafi: 1505965

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 543
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband