14.9.2007 | 10:46
Strætóhöfnun, krúttlegir kettir og föstudagsbrandari
Held að ég sé búin að gleyma því hvernig á að ferðast með strætó ... ég var komin út á stoppistöð þegar Ásta drossíukerling hringdi. Strætó kom þegar ég tók á móti sms-inu þannig að ég sá bara sáran vonbrigðasvipinn á bílstjóranum þegar ég hafnaði honum. Í sárabætur gaf ég honum séðogheyrtið mitt síðan í gær og þá hýrnaði aðeins yfir kauða.
Jóhannes almáttugur, fyrrum tæknimaður minn á Aðalstöðinni, nú tæknitröll á Sýn, eineggja tvíburi, eiginmaður, faðir og ljúfmenni, þarf að losna við kettlinga. Hann á fjóra ketti og vill gefa tvo af þeim. Held að móðirin sé líka orðin ansi þreytt og afkvæmin farin að þrá heimili til að geta búið til kósí, malandi anda. Ég plataði Jóhannes til að senda mér myndir af sætu dýrunum sínum til að birta á blogginu og ef einhvern góðhjartaðan bloggvin (dýravin) langar í kettling þá skal ég koma skilaboðum til Jóhannesar. Hann býr úti á Seltjarnarnesi en er samt ágætur.
Svarti kisi er högni en hinn er læða. Þau eru orðin fimm mánaða, miklu skemmtilegri og meðfærilegri dýr en 2 mánaða kettlingar ... mikill leikur í þeim en samt komið vit í þá. Ég hef harðneitað að taka yngri en 3 mánaða og hef verið með dásamleg dýr. Tommi er eldgamall en samt er heilmikill leikur í honum, hann þýtur stundum eins og eldibrandur um allt himnaríki.
Læt dagsanna sögu af Skaganum fylgja með í tilefni föstudags. Hún kennir manni að nágrannar manns geta leynt á sér:
Dómarinn bað ákærða um að rísa á fætur. Þú ert ákærður fyrir að myrða kennara með keðjusög. sagði hann.
Lygamörður, heyrðist í manni á áhorfendabekkjunum.
Þögn í réttarsalnum, sagði dómarinn og hélt áfram: Þú ert einnig sakaður um að hafa myrt skokkara með skóflu!
Fjandans nirfill og nískupúki, kallaði sami maður aftur.
Ég sagði ÞÖGN, æpti dómarinn og sneri sér að hinum ákærða: Svo ertu ákærður fyrir að drepa stöðumælavörð með vélsög!
Svikahrappur og aumingi, heyrðist frá sama manninum og áður.
Dómarinn byrsti sig og sagði: Ef þú segir mér ekki ástæðuna fyrir þessum frammiköllum þínum þá læt ég setja þig í fangelsi fyrir óvirðingu við réttinn!
Ég hef sko búið við hliðina á ákærða í tíu ár og hann hefur aldrei getað lánað mér verkfæri þegar ég hef beðið hann um það og ekki þóst eiga!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 250
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1505920
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
"Nirfill sjálfur. Verkfæraleiga Húsó á Akranesi hefur þetta allt" - sagði dómarinn.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:41
Kisi minn er svona kolsvartur. Eðalköttur alveg, en hann vill ekki deila heimilsfólki með öðrum köttum, svo ég get ekki boðið kettlingunum að eiga mig og mína.
krossgata, 14.9.2007 kl. 12:03
Hahaha, þetta með Séðogheyrt lesandi strætóbílstjórann slær allt út. Ég sé ekki fyrir mér strætómann með slúðurblað. Ég dey, OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 12:03
ég get svo svarið það að ég skil ekki brandarann. Enda ljóska inn við beinið
Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 13:17
Jóna, nágranninn missti af aðalatriðinu ... hann sá bara nískupúkann, nágranna sinn, sem tímdi ekki að lána honum "morðtólin", ekki fjöldamorðingjann ... jamm, ókei, ég hef skrýtinn húmor! Bílstjórarnir eiga nokkrar pásur yfir daginn og þá er gott að fletta slúðrinu, Jenný mín ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 13:26
Frábær haustpistillinn þinn í síðustu Viku. Eiginlega meira en frábær. Vissurðu að þú ert í draumastarfinu mínu?
Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 13:44
Ó, takk, elskan ... mig dreymdi líka um svona þegar ég var yngri, jafnvel barn að aldri, og las gömlu bækurnar hennar mömmu, t.d. Beverly Gray ... mig langaði til að verða svona fréttaritari eins og Beverly!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 14:43
Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða rithöfundur eða dýralæknir. Ég skrifaði tvo kafla í æsispennandi glæpasögu, sem ég hef fyrir löngu týnt (heimurinn hefur misst af miklu tímamótaverki í glæpasagnaritun) og hjólaði um fjöll og firnindi að leita að vængbrotnum fuglum að bjarga. Ég varð svo hvorki rithöfundur né dýralæknir.
krossgata, 14.9.2007 kl. 15:16
Ég er strætókall sem ekki séðogheyrt:(
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2007 kl. 15:28
Mig vantar einmitt kettling en það er kannski of langt til Ísafjarðar.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.9.2007 kl. 17:04
Skil samt ekki hvers vegna morðinginn var ekki löngu búinn að ganga frá þessum böggandi nágranna sem alltaf var að biðja um verkfæri.
Sorrý, vantar ekki kisu ...en læt vita ef ég frétti af einhverjum.
Góða helgi Gurrý!
Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 17:29
Ja, Matthildur, hver veit nema þau viti af fari þangað??? ´Þú yrðir ekki svikin af Jóhannesarkyninu ... Hheheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 17:51
Já, takk Laufey, gott að vita af því, Góða helgi sömuleiðis!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 18:07
Nú væri gott að búa í sveit... þá gæti ég ættleitt eins og 1 stk svona krúttlega kisu...
Rannveig Lena Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.