Af kaffimáli, alþingissamferðamanni og norskum veðurvef

AlþingishúsiðMikið er gott að helgin er loksins komin. Þusti með leigubíl í Mosó undir hálfsjö og náði síðustu síðdegisferðinni. Þar var fyrir nýr bílstjóri, ósköp indæll eins og allir hinir. Farþegarnir voru heldur ekki af verri endanum; gaur af sætukarlastoppistöðinni (sem aukabíllinn stelur í heild sinni frá mér í morgunferðinni) og svo Gutti, þingmaðurinn okkar. Við ræddum gáfulega saman á leiðinni, m.a. um verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum og fleiri kúl frumvörp. Gutti hefur verið í „alþingismannafríi“, þeyst um kjördæmi landsins og setið ýmsa nefndarfundi. Nóg að gera þótt þingið sé í fríi. Hann kenndi mér þegar ég var í 12 ára bekk hérna á Skaganum og þótti okkur bekkjarsystkinunum rosalega gaman að fá tilbreytinguna en hérna í eldgamla daga sátum við uppi með sama kennarann svo árum skipti og hann kenndi ALLT nema leikfimi og sund. Við vorum reyndar heppin með Rögnvald, hann var frábær. Mig minnir að við höfum verið afar góður bekkur og ekkert kvalið kennaranemann Gutta neitt svakalega mikið, eiginlega bara ekkert. Þá hefði hann líka ekki yrt á mig í strætó.

Móðir mín, kaffikonanMamma hringdi í mig í gær og sagði mér að hún hefði prófað að setja fyrst kaffið í bollann sinn og síðan mjúlkurskvettuna ... og það væri svo miklu betra. Ef hún hefur byrjað að drekka kaffi á unglingsaldri, eins og ég, þá hefur hún drukkið það á rangan hátt, eða sett mjólkina fyrst, í heil 60 ár! Það er heilmikill bragðmunur!

Veðuráhugafólk athugið. Hér er spennandi veðurvefur: www.yr.no og loks hægt að sjá veðurhorfurnar nákvæmlega á hverjum stað fyrir sig. Ég skellti inn orðinu "Akranes" og fékk staðfestingu á að hér verður mikil veðurblíða að vanda á næstunni. Munið bara að skrolla svolítið niður síðuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Frábært skref hjá mömmu þinni, en sagði hún þér af hverju hún hefði alltaf gert þetta á hinn háttinn?

krossgata, 14.9.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bara ávani hjá henni, held ég.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 20:59

3 identicon

Brýtur hún eggið upp á mjóa endanum?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:03

4 identicon

Mér finnst þetta með hana mömmu þína og kaffið alveg yndislegt. Það er örugglega grundvallarmunur á bragðinu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

maður verður að fara að drekka kaffi með mjólk til að komast að þessu :) drekk sjálf alltaf svart, nema ef ég fæ rjóma í kaffið og þá... ja þá drekk ég rjóma með kaffilögg út í hehehehe

Eins gott að það gerist ekki nema á stórhátíðum og tyllidögum 

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.9.2007 kl. 22:12

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er kaffiblind, þannig að ég skil ekki málið.  Hm... er að hugsa.

Gurrí vefur um veður! OMG

Who the f..k is Gutti?

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, hann heitir Guðbjartur Hannesson og situr á þingi fyrir Samfylkinguna ...

Þegar maður býr við hliðina á veðrinu vill maður eitthvað vita um það ... á að loka gluggum í nótt, kaupa álteppi, dósamat og vatnsbirgðir? Og slíkt.

Held að mamma sé orðin fullkomin eftir að hún vandi sig af þessum mjólkinfyrstósið, Glúmur. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband