Útsvar og ódömuleg vitneskja

wallander_fs_2Wallander var að hefjast á RÚV. Jess. Dettur ekkert vitrænna í hug að gera en að horfa, sérstaklega þar sem  Jónas butler sér um húsverkin í himnaríki. Fannst brytinn eitthvað veiklulegur í kvöld eftir að hafa barist við gólflampa í stofunni og las leiðbeiningarnar. Sá að ég hefði átt að vera búin að hreinsa síuna fyrir mörgum ryksugunum síðan ... eyddi 10 sekúndum í það. Þegar smiðurinn minn lætur loks sjá sig þá langar mig að biðja hann um að setja gólflista við brík kósíhornsins svo að Jónas lendi ekki alltaf í ævintýrum þar. Úps, sími myrtu konunnar í myndinni hringir alveg eins og síminn minn. Spúkí!

ÚtsvarHver horfði á Útsvar? Spurningakeppnina á RÚV? Mér fannst hún skemmtileg ... þrátt fyrir að fólk þyrfti að hlaupa eins og maraþonhlauparar að bjöllunni ... Ég veit ekki hvort ég á að vera tryllt af tilhlökkun eða kvíða, en ansi ætla ég ekki að vera sá þremenninganna sem dinglar þessarri skrambans bjöllu. Treysti mér frekar í leikræna þjáningu. Mikið voru nú Hvergerðingarnir vitrir og Kópavogsbúarnir líka. Ætla rétt að vona að spurningarnar þann 30. nóvember nk. verði sérhannaðar fyrir okkur Skagamenn, þær voru nú ekki allar laufléttar í kvöld. Væri alveg til í að fá spurninguna: Hver er Ole Sötoft? Þeirri sem ég gat svo óvænt svarað í Górillu-spurningaþættinum um árið og missti mannorðið í leiðinni þar sem Ole var þekktur, danskur klámmyndaleikari úr Rúmstokksmyndunum. Eitthvað sem fín dama ætti ekki að vita. Það sem heilinn ákveður að geyma ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiiii Gurrí...ég sá einu sinni hryllingsmynd..já jafnvel þó ég horfi ekki á neitt bannað innan sexta´n gerðist það einu sinni að ég sá ófögnuð.....kelling í hjólastól sem var fjöldamorðingi og hun var með sama kæk og ég með puttna á mér.  Það var meira aðs egja sýnt í nærmynd og ég fékk hroll ogþ urfti að sannfæra sjálfa mig um að ég hefði engan drepið og myndi örugglega aldrei gera. En ég er enn með þennan puttakæk eins og hún var með.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahahahahhaahha!  plís, ekki fara að myrða!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég horfði á útsvar og fannst gaman að þessu, skemmdi ekki að hafa Fjölla stórvin minn þarna.

Ragnheiður , 14.9.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Jens Guð

  Útsvar var bara skemmtilegur þáttur.   Ég er vanur að vinna allar svona keppnir í rólegheitum heima í stofu.  Nema þegar spurningar snúa að íþróttum.  Við höfðum það fyrirreglu kunningjahópurinn að keppa í Popppunkti við sjónvarpið.  Alltaf nema einu sinni sigraði ég keppnisliðin.  Skekkjumörkin voru þau að ég var ekki undir pressu í sjónvarpssal.  Og ég var rosalega spældur í það eina skipti sem ég var undir í stigum við sigurliðið.  Kenndi því um að hafa ekki fengið að velja í valflokkum né taka þátt í pílukasti.  Sem betur fer er ég laus við keppnisskap.  Annars hefði ég farið í fýlu.  Þó að ég fari aldrei í fýlu. 

Jens Guð, 15.9.2007 kl. 00:06

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann var ansi léttur á sér, flott frammistaða hjá Hvergerðingum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 00:06

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Popppunktur var ansi skemmtilegur þáttur, Jens, gat nú svarað einhverju þar en alls ekki til jafns við t.d. sigurliðin. Já, ég er veik fyrir svona spurningaþáttum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 00:08

7 Smámynd: krossgata

Popppunktur var eðal!  Svo er orðið popppunktur með þreföldum samhljóðum sem ég er voðalega svag fyrir.    Það er ekki þrefaldur samhljóði  í útsvari.  Sá þáttur hélt þó alveg vatni - svolítið stirt samt.  Held þetta eigi eftir að verða fínt bara þegar þau Sigmar og Þóra eru kominn í gírinn. 

krossgata, 15.9.2007 kl. 02:00

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Öfunda þig að geta horft á Wallender. Annars sá ég eina bíómyndina, hvítu ljónynju, og hún stóð langt að baki bókunum. Ekki eru til fleiri Wallender myndir á NTSC formi svo ég læt bækurnar nægja.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.9.2007 kl. 07:29

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er spurningakeppnisökker. Mér fannst þessi þáttur góður.

Mér fannst líka Kontrapunktur dásamlegur þáttur. Ég lagði það alltaf á mig að vaka eftir honum á sunnudagskvöldum.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 07:50

10 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég horfði á Útsvar og hafði bara nokkuð gaman af.  Má reyndar eiginlega frekar segja að ég hlustaði á þáttinn og leit upp og á skjáinn ef ég taldi eitthvað spennandi vera í gangi.  Geri þetta með margt sjónvarpsefni... er nefnilega alltaf að sauma á sama tíma

Rannveig Lena Gísladóttir, 15.9.2007 kl. 08:25

11 Smámynd: Gúrúinn

Mér finnst alltaf hálf klaufalegt við spurningaþætti þegar spyrlar klappa liðum lof í lófa við rétt svar. Svo voru þau ansi stirð, Sigmar og Þóra. Og einstaklega smekklaust að saka símavininn um að vera að gúgla svarið.

En þátturinn lofar góðu og það er gaman að sjá ný andlit í spreng við að upphugsa svarið.

Gúrúinn, 15.9.2007 kl. 09:08

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

æ, mér fannst þessi wallander frekar þunnur, oft verið betri.  Horfðum ekki á spurningaþáttinn, steingleymdum honum, reyndar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.9.2007 kl. 09:59

13 Smámynd: Saumakonan

Bíddu... átt þú að fara að keppa í Útsvar fyrir Skagamenn???     OK... hér með er þetta kvöld FRÁTEKIÐ til að fylgjast með!!   

Ég segi eins og Lena... sat nú og saumaði líka yfir þættinum... já og svo hinum þættinum á skjá 1 eftirá... og svo spólað til baka á RÚV til að horfa á Wallander... enn saumandi    Gekk bara þrælvel að sauma í gærkvöldi OG glápa á imbann!    

Uppvaskið mátti alveg skríða í vélina sjálft en bara vildi það ekki   (skil bara ekkert í þessu)

Saumakonan, 15.9.2007 kl. 10:00

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki beðið eftir að sjá þig brillera í Útsvari.  Elska spurningaþætti af því ég er svo gáfuð persónulega og vinn alltaf á heimavelli.  Verst að orðstýr minn spyrst ekki út fyrir veggi heimilisins.  Skekkjumörkin eru þau sömu og hjá Jens, maður er svo afslappaður í stofunni.

Æi er að bulla en missti af Wallander og Ystad, sem er einn fallegast bær í Svíþjóð og er þá mikið sagt.

Smjúts inn í daginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 10:24

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, frú Saumakona. Ég tilkynnti þetta um daginn, skildir þú ekki þegar ég sagði að lið Skagamanna hefði verið valið eftir greind OG FEGURÐ? Hehhehe. 

Já, bækurnar um Wallander eru skemmtilegar en það er annað að sjá mynd upp úr þeim, fannst hún alveg allt í lagi og góð tilbreyting frá ammríska dótinu. Er enn hugfangin eftir að hafa horft á útlensku myndirnar um síðustu helgi, þá frönsku: Tell No One og þýsku myndina The Live of Others (treysti mér ekki í úggglensku nöfnin, enda eru titlarnir á ensku á víddjóleigunum). Smjúts sömuleiðis inn í daginn. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 10:35

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var mjög gaman að horfa á þáttinn í gær þetta er bara skemmtilegur spurningaleikur.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 669
  • Frá upphafi: 1505960

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband