15.9.2007 | 11:20
Sjálfsstjórn og liðugt lyklaborð
Það fer að komast upp í vana að vera árrisul um helgar. Nú eru þetta orðnar tvær helgar í röð og kannski hægt að tala um reglu. Klukkan var ekki orðin hálfellefu þegar ég vaknaði. Tek það fram að ég þurfti að beita mig virkilega hörðu til að snúa mér ekki á hina hliðina og halda áfram að sofa. Sumir segja að þeim líði best í rólegheitunum fyrir allar aldir þegar lífið ekki komið í gang. Ekki get ég tekið undir það, ekki enn að minnsta kosti.
Ég vorkenndi einni vinkonu minni alveg rosalega yfir því að þurfa alltaf að vakna til dóttur sinnar fyrir kl. 6 á morgnana, eða miðja nótt, þá var krakkaormurinn hennar útsofinn og eldhress. Á þeim tíma hófst útvarpið kl. 7 og sjálfur Jón Múli hjálpaði fólki ljúflega inn í daginn. Eina skiptið sem mömmu tókst að koma mér á fætur fyrir sjö var þegar hún kom hlaupandi inn í herbergið mitt og tilkynnti mér að Vestmannaeyjar væru ónýtar! Hún hafði þann vana að kveikja á transister-batterístækinu þegar hún vaknaði og skömmu síðar, eða á sekúndunni, sló útvarpsklukkan. Þennan morgun brá henni í brún þegar hún heyrði að allt var komið í gang hjá RÚV og hélt að vekjaraklukkan hefði bilað. Prófinu, sem ég átti að fara í, var frestað þar sem Austurbæjarskóli var tekinn undir flóttamenn úr Eyjum. Við í bekknum mínum græddum Eyjapæjuna Emmu Davíðs í kjölfarið og urðum við það örlítill hluti af ævintýrinu. Mig minnir að það hafi verið mamma hennar sem fór að pakka niður ýmsum óþarfa í klikkuðum flýti þegar verið var að rýma Eyjar ... m.a. lambalæri úr frystinum. Ég fór síðan að vinna í Eyjum rúmu ári seinna og það var nú meiri ævintýratíminn. Vann m.a. með Shady Owens, hef nú sagt frá því áður, en það var eiginlega hápunktur lífs míns fram að því að hafa fengið að hlaupa út í sjoppu fyrir hana.
Ja, hérna, hvað lyklaborðið getur farið með mann út um víðan völl ... þetta átti að vera montfærsla um sjálfsstjórn og ég er allt í einu farin að tala um Eyjagosið 1973.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 36
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 1505965
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 543
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gleymi seint gosmorgninum fræga en þá var ég að vinna í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og varð lítið úr verki þann daginn. Hvað tíminn líður.
Sofðu rótt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 11:34
Þetta var ótrúlegur dagur sem gleymist seint.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 11:39
Já, sá dagur gleymist seint. Ég svaf yfir mig og mætti of seint í skólann aldrei þessu vant. Mjög samviskusamur krakki og miður mín yfir að mæta of seint. Hjartað hamaðist þegar ég bankaði og beið eftir að kennarinn opnaði fyrir mér. Að ég kæmi of seint vakti enga athygli því allir kepptust um að segja mér hvað hafði gerst um nóttina. Kennarinn líka. Og Gurrí mín, er ekki alveg passlegt að vakna um 10 og láta mig vekja þig með Kviku?
Sigga (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:00
Það er nú ekki talið árrisult fólk sem ekki vaknar fyrr en klukkan hálf ellefu,gaman af síðunni þinni. Ari G Hallgrímsson
Ari Guðmar Hallgrímsson, 15.9.2007 kl. 12:00
Æ, ég veit, Ari ... þetta var svona létt grín, er samt pínu montin af mér fyrir að eyða ekki lengur öllum laugardagsmorgnum í að sofa til hádegis. Með þessu áframhaldi fer ég að vakna klukkan níu um helgar. Vá!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:07
Hér á mínum bæ telst það ekki til tíðinda að vakna kl 7:00 um helgar og vera dregin fram úr, eftir að hafa verið hárreittur og klipin í eyrun, til þess eins að klæða og afklæða dúkkur í hinum ýmsu stærðum og gerðum, bæði lifandi og dauðar.
Lenti þarna í Eyjum einhvertíma á síðustu öld og varð ekki afturkvæmt fyrr en 10 árum síðar, e.gos, sosum ágætur tími en fann pínu frelsistilfinningu þegar til Íslands var komið, aftur.
Já góðan daginn......
Þröstur Unnar, 15.9.2007 kl. 12:08
Sigga, úps, ég sá þig ekki ... en það er ekki spurning, nú verður vaknað beint í kvikmyndaþáttinn þinn á Rás 1. Hlakka til að hlusta á laugardaginn. Nú hef ég alvöruhvatningu. Á nýársdagsmorgun hef ég alltaf níundu sinfóníuna í útvarpinu þótt ég nái nú ekki alltaf að vakna ....
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:10
Ég hef aldrei skilið þessa áráttu í sumu fólki að þurfa að vakna löngu áður en smáfuglarnir vakna.
Er að sinna svoleiðis öfgamanneskjum daglega sem þýðir að ég vek fuglana í trjánum mínum þessa dagana með því að siga köttunum á þá.
Fjóla Æ., 15.9.2007 kl. 12:12
Ég er ekki að búa til komment hérna ... en það er bannað að kommenta svona þegar ég er að svara öðrum. Góðan daginn, Þröstur minn. Sakna þess nú pínulítið að hafa ekki lengur barn til að vakna til. Ömmualdurinn færist senn yfir og þá endurnýja ég vonandi þá ánægju.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:12
Það er gott að lúra. Annars er frú Lilja móðir Emmu alltaf jafn skemmtileg og það þarf ekki gos til
Þórunn Elíasdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.