18.9.2007 | 21:59
Strákar og viðreynsla
Ég man þá eldgömlu góðu daga þegar karlmenn biðu mín í röðum og voru ekki jafnlatir og áhugalausir og í dag. Fékk margar afar skemmtilegar viðreynslur á sokkabandsárunum. Sú árangurslausasta var þegar ungur maður, u.þ.b. 1,11 á hæð, lyfti glasi sínu hátt upp í áttina að mér og spurði: Viltu sopa? Það bar heldur ekki árangur þegar maður sagði við mig á balli: Hva, viltu ekki dansa, ertu þá lesbía?
Nú var ég að frétta svolítið sem veldur mér ekki bara ugg og hræðslu, heldur líka skelfingu og ótta. Sjá, hér er bútur úr samtali í vinnunni í gær:
Gurrí: Ja, ég er nú svo blind á alla viðreynslu að ég efast um að ég fattaði nokkuð nema vera rotuð og dregin inn í helli, eins og gæarnir gerðu í gamla daga.
Vinnufélagi: Þú ert aldeilis óheppin, karlmenn eru hættir að stíga fyrsta skrefið. Nú þurfum við stelpurnar að sjá alfarið um þetta.
Já, karlmenn eru hættir að reyna við konur, konur á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum! Konur sem þora ekki að stíga fyrsta skrefið eru því dæmdar til að pipra. Ja, nema einhver snjall bloggvinur lumi á góðri viðreynslulínu, sem gætu mögulega bjargað slíkum konum sem lesa þetta blogg. Veit af eigin reynslu að strákar falla ekki fyrir: A) Hvað er svona fallegur maður eins og þú að gera á stað eins og þessum? B) Má bjóða þér í glas, eða viltu bara peninginn?
Hef prófað þetta en án árangurs. Í dæmi A varð gamall skólabróðir öskureiður út í mig, ég skil enn ekki hvers vegna. Hinn flissaði bara og sneri sér að manninum sínum.
Ég lofaði erfðaprinsinum því einu sinni að finna handa honum skemmtilegan og frábæran stjúpföður. Ýmsir hafa komið til greina í gegnum tíðina, allt frá Nonnum til Sigga og Jóum til Guðmunda. Við höfum vegið og metið þá hvern af öðrum. Sumir flúðu nú bara sjálfir áður en við sögðum þeim upp. Stundum reyndi erfðaprinsinn að koma mér til hjálpar í leitinni að hinum fullkomna stjúpföður. Í nokkur ár sagðist hann t.d. bara vilja Jean Claude van Damme og engan annan. Það bitnaði svolítið á aðdáendum á þessum tíma en það var ekkert á við skelfingu mína um að drengurinn væri að þróa með sér svona lélegan kvikmyndasmekk.
Nú þegar erfðaprinsinn flytur brátt til mömmu sinnar tímabundið mun hann óhjákvæmilega uppgötva að þessi Jónas sem ég hef muldrað óljóst um í símtölum við hann undanfarið er ekki nýi, frábæri skemmtilegi stjúpinn á flotta jeppanum ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 57
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 695
- Frá upphafi: 1505986
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 559
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
well ég er ný búin að segja frá 3 pickup línum sem ekki virkuðu, hef enn ekki fundið nýja sem gæti virkað, en hustlaði bóndann minn með því að æða á hann og kyssa bara var aðeins frakkari á þeim árunum
Rebbý, 18.9.2007 kl. 22:14
Ég mun lifa í piprun til eilífðar ef/þegar Einar deyr
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 22:17
hehehe
æj það verður spæling þegar hann sé Jónas
Ragnheiður , 18.9.2007 kl. 22:25
Karlmenn hafa bara almennt slæman smekk á kvenfólki. Þessvegna erum við einhleypar enn Gurrí Kannski við förum að rota
og draga í hellinn okkar. Þeir skilja margir ekki mælt mál hvorteðer Elska karlmenn samt.
Laufey Ólafsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:29
Heiiiii Laufey ekkert sonna sko.....
Gurrí ég býst nú samt við að Jónas sé til ýmsa hluta nytsamlegur... eða hvað
Jóna Á. Gísladóttir, 18.9.2007 kl. 22:33
Hvað er þetta annars með hann Trukka Danna þarna á þessari blómlegu mynd. Á þetta að vera hinn vöðvastælti mjúki maður? Feeeeeeerlega hallærislegt eitthvað
Jóna Á. Gísladóttir, 18.9.2007 kl. 22:34
Jamm, Jóna, hann ryksugar eins og engill, það má því segja að stráksi eignist hálfgerðan stjúpa.
Sammála, Laufey, elska strákana líka, þótt þeir séu svona latir og værukærir. En hvernig reynir maður eiginlega við þá? Svona á ekki að breyta bara sisona!
Já, Ragga, stráksi verður spældur þegar hann sér bara ryksuguróbót!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:36
Ja, þeir menn sem eru með góðan smekk eru nú þegar giftir góðum konum
Laufey Ólafsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:37
Ég sat flissandi við tölvuna þegar ég skellti þessarri skelfilegu mynd inn, Jóna. Harðjaxlinn í blómahafi. Múahahhahahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:37
Komdu því að í Vikunni, að nýr stjúpi þurfi ekki að ryksuga.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:41
Sko, það er ein ágæt sem ég lærði í gamla daga. En þú verður þá að lofa að segja ekki að ég hafi kennt þér hana. Hún krefst smá undirbúnings, en hver fer líka á veiðar án þess að vera með allar græjur í lagi. Þú skrifa eftirfarandi á miða og réttir viðkomandi.
Villt þú sofa hjá mér?
Þú þarft ekki að segja neitt, en ef þú brosir veit ég að svarið er já.
Auðviðað getur þú unnið aðeins betur í fyrri partinum verið ljóðræn eða svöl, þetta er bara grunnútgáfa.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 18.9.2007 kl. 22:43
Vá, Matthildur, þessi er snilld. Mun prófa þetta í Skrúðgarðinum á fyrsta huggulega, einhleypa manninn sem ég hitti þar. Sá sem ekki brosir er bjáni. Hahahhahaah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:45
Jónas er auðvitað töff gaur, harður allan hringinn !!
Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 22:47
Úps, verður hann að eiga jeppa? Hélt það væri out hjá yður.
"Hvað er svona fallegur maður eins og þú að gera á stað eins og þessum?" Hefði alveg viljað heyra þetta einhvern tíman þegar maður var að heimsækja sumar skítabúllurnar. En það er nú víst liðin tíð, sem betur fer.
"Má bjóða þér í glas, og kjata í korter, þarft ekkert að dansa?" Hljómar unaðselga.
Þröstur Unnar, 18.9.2007 kl. 22:52
Glúmur, þetta er góður punktur!!! Maður nokkur sá Jónas hjá mér um daginn og spurði hvernig mér líkaði. Ég sagðist vera alsæl. Þá sagði hann. "Við hjónin vorum að skipta húsverkunum með okkur um daginn (húshjálpin er hætt) og það kom í minn hlut að ryksuga. Ég er að hugsa um að fjárfesta í svona grip!“ Það verður eflaust keyptur einn Jónas og ein uppþvottavél á þetta heimili ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:54
hahahahahah, Þröstur, þennan ætla ég að prófa. Vildi gjarnan fá svona viðreynslulínu sjálf, gaman að spjalla, leiðinlegt að dansa.
Ásdís þó!!!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 22:56
Guðríður í hvaða skrúðgarð á að mæta?
Þórbergur Torfason, 18.9.2007 kl. 23:07
Ó, sæll Þórbergur, mikið lítur þú vel út. Það er kaffihúsið okkar hér á Skaganum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:16
Takk fyrir hrósið Guðríður. Ég sé að hún Laufey snýr öllum lögmálum á hvolf. Allavega kæmi hún mér ekki í helli sinn ef hún byrjaði á að rota mig. Eins mundi ég halda að munnleg fyrirspurn virkaði betur en skrifleg eins og hún Matthildur stingur uppá.
Þórbergur Torfason, 18.9.2007 kl. 23:22
Þetta var GÓÐ viðreynslulína hjá mér, ekki satt?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:22
Úps, Þórbergur, ég var að svara sjálfri mér þarna. Hér eru ansi kræfar kellur á kommentasvæðinu, því verður eigi neitað!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:23
Helvíti góðar mundum við segja í Suðursveit. Hér í sveit tíðkast helst að benda mönnum á Hrollaugseyjar og spyrja með andakt hvort sá hafi farið í sel. Já þýðir í því tilviki auðvitað já og þarf þá hvorki skrúðgarða, ryksugur né kylfur en nei þýðir þá einfaldlega nei og þar með búið með hann. Svona er nú tildragelsið einfalt í henni Suðursveit.
Þórbergur Torfason, 18.9.2007 kl. 23:36
Strákurinn minn var einu sinni í sveit á Vagnsstöðum og var alsæll hjá góða fólkinu þar. Ég heimsótti hann tvisvar og fékk mjög góðar móttökur. Falleg sveitin þín og dásamlegt brimið þarna í kringum Höfn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:43
Prófaðu þennan:
Kíktu á miðann aftan á skyrtunni hans. Þegar hann spyr: "Hvað ertu að gera?", segir þú: "Jáá ... eins og mig grunaði MADE IN HEAVENMarta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 23:44
Æi leymmér þá bara að vera á Skaganum. Fékk nóg af selveiðum á mínum táningsárum. Hvar er annars Suðursveit.?
Annars er ég bara að spjalla við sjálfan mig á bloggi frú Guðríðar.
Þröstur Unnar, 18.9.2007 kl. 23:44
...eða þennan:
Trúir þú á ást við fyrstu sýn eða ætti ég að ganga fram hjá þér nokkrum sinnum?
Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 23:46
Haltu bara áfram að spjalla við þig hérna, Þröstur minn. Til þess er nú þetta kommentakerfi.
Takk Marta, þessi viðreynslulína er frábær. Ég verð gengin út fyrir mánaðamót!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:47
Svar Marta: Labbaðu nokkru sinnum og ef ég verð þar enn, þá ertu nærsýn.
Þröstur Unnar, 18.9.2007 kl. 23:51
Heyrðu Guðríður, fyrirgefðu mér dónaskapinn. Það er þetta með útlitið. Þarna átti ég náttúrlega að segja sömuleiðis takk.
Ekki hafið þið Skagamenn veitt mikið af sel þarna. Ekki það að ég sé áhugamaður um þærveiðar. Margoft hef ég komið á Skagann en aldrei man ég til að hafa séð sel kringum vitann eða slippinn eða yfirleitt nokkursstaðar.
Já á Vagnstöðum bjó og býr gott fólk eins og allsstaðar í Suðursveit. Hér hefur fólki fækkað mikið síðan sonur þinn var hér en sveitin hefur enn sama sjarma og aðdráttarafl. Ég fluttist hingað aftur eftir 30 ára fjarveru.
Suðursveit er næsta sveit austan Öræfa. Hér er bæjarhóllinn Öræfajökull.
Þórbergur Torfason, 19.9.2007 kl. 00:00
Ég stækkaði myndina aðeins. Ég sé ekki betur en píparinn gefi hundinum auga en ekki konunni.
Þórbergur Torfason, 19.9.2007 kl. 00:05
Hhahahaha, þá er ég hætt við þetta ráð ... vil ekki pípara sem er spenntur fyrir kisunum mínum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.9.2007 kl. 00:09
Einu sinni var kona sem bauðst til að lesa í lófa manns. Úr lófanum las hún ótrúlegustu leyndarmál og skemmtilegheit og endaði lófalesturinn með skellihlátri og óvæntum innilegheitum. Hún vissi jú greinilega ýmislegt sem öðrum var hulið og hann komst að því að hún hefur kímnigáfu. Eins og öll ævintýri endaði þessi lófalestur eins og öll ævintýri
Kolgrima, 19.9.2007 kl. 00:44
Pick-up línur - ég held að sú fyndnasta sem að ég hafi fengið var ein greinilega alveg "þaul æfð"
Gæinn: Ef að fegurð væri mæld í mjólk, þá værir þú heil belja!!
Ég: (Hló mig máttlausa, lét hann bjóða mér í glas og FÓR svo)
Ég fer ekki heim með einhverjum sem að kallar mig belju það er nú alveg á hreinu sko....en þetta hressti mig samt
Hjördís Ásta, 19.9.2007 kl. 08:36
Ein sem sko ekki klikkar fyrir kræfar kéllingar; "Heyrðu elskan, ef þú sérð eftir þessu í fyrramálið þá getum við bara sofið fram yfir hádegi..."
Jónsi (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:20
Eftir að lesa um barnaníðinga, eitraða loftsteina og lyfjaprófið hennar Britney kom ég hingað! Sem betur fer... Þú reddaðir deginum mín kæra. Verst að vinnufélagarnir eru ekki alveg að átta sig á því að ég var bara að lesa eitthvað fyndið... þeir horfa allir skringilega á mig :)
Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 09:39
Bráðskemmtilegar umræður hér að vanda. Hjördís Ásta rifjaði upp fyrir mér eina ágæta. Hún er raunar sú sama, nema í stað mjólkur og belju, var vatn og haf. Persónulega finnast mér þær báðar ágætar, þó kýrin sé e. t. v. meira til gamans.
Sú besta sem ég hef heyrt til þessa er þó eflaust: "Það er partý í buxunum mínum, má bjóða þér með?" Boðið hefði ég þegið umsvifalaust, hefði ég ekki verið í sambandi.
Raunar hugsa ég að jafnan sé vænlegast til vinnings að höfða til skopskyns fólks, hvort kynið sem átt er við. Ef það getur ekki hlegið saman, er líklega ekki grunnur fyrir öðru góðu. :)
Sigurður Axel Hannesson, 19.9.2007 kl. 10:49
Heil belja..... hahaha. Ég bý nú með einum sem kallar mig cow... þetta var samt ekki p/u línan hans.
Jóna Á. Gísladóttir, 19.9.2007 kl. 11:30
Vá, dásamlegar veiðilínur, strákar ...
Held að blanda af húmor og kampavíni/freyðivíni sé stórhættuleg blanda fyrir mig ... þ.e.a.s. ef karlar reyndu enn við konur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.9.2007 kl. 11:32
Ég held að þetta sé allt blessaðri "jafnréttisstefnunni" að kenna. Við þorum ekki að gera hosur okkar grænar lengur fyrir kvenmönnum, af ótta við að vera stimplaðir "perrar" og kærðir fyrir kynferðislega áreitni. Svo og náttúrlega umönnun og dekri mæðra okkar í æsku. Mamma gamla getur bara séð um upphafskynnin!
Að sjálfsögðu er þetta aðeins skrifað í góðlátlegu gríni, þvert gegn skynseminni.
En örvæntið ekki, því undrin gerast enn, þó sjaldnar sé. Aðeins spurning um að vera á réttum stað og tíma, með bros á vör og hnyttin tilsvör.
Sigurður Axel Hannesson, 19.9.2007 kl. 12:14
Fjandans jafnréttið ... ef það hefði skilað okkur stelpunum jöfnum launum fyrst þá myndi ég sætta mig betur við viðreynsluleysi strákanna og bretta upp ermarnar með kylfu í annarri og etervættan vasaklút í hinni. Hehehhe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.9.2007 kl. 12:40
Þarna er e. t. v. komin þriðja ástæðan fyrir "viðreynsluleysinu"; kylfa og etervættur vasaklútur. Vona að slíkt sé ekki normið hjá sunnlensku meyjunum, því þá segi ég upp starfinu og fer aftur til Akureyrar.
Sigurður Axel Hannesson, 19.9.2007 kl. 12:54
Gurrí og Laufey þið verðið að athuga það að þið eruð komnar á þann aldur að það þýðir ekkert að rota og draga þá á hárinu inn í helli. Karlar á ykkar aldri eru flestir orðnir hárlausir á hausnum svo þið verðið bara að draga þá í hellinn á rasshárunum. Vildi bara veita aðstoð þar sem ég kann enga almennilega pikkupplínu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 16:43
Hmm... ég nefnilega held að Sigurður Axel hafi haft nokkuð til síns máls í kommenti 39 ... (en ... ég bara þorði ekki að segja það sjálfur....)
Einar Indriðason, 19.9.2007 kl. 17:26
Heyrðu mig Katrín, kona er sko jafngömul og þeir menn sem hún kýs að draga heim á hárinu. Spurning um að velja rétt.
...svo er ég auðvitað langtum yngri en Gurrí þótt Gurrí sé voða ung.
Laufey Ólafsdóttir, 19.9.2007 kl. 18:40
Heheheh, Katrín, þetta var djók, aldrei myndi mér detta í hug að rota stráka! Þessar elskur. Að vísu ríkir meira "jafnrétti" í Danmörku en þar hika stelpurnar ekki við að hösla sér stráka og þykir ekkert mál.
Árið 1989 hætti ég á voða skemmtilegum vinnustað vegna lélegra launa en sagði strákunum sem unnu með mér að ástæðan væri sorglega lítil kynferðisleg áreitni á vinnustaðnum. Þeir flissuðu bara.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.9.2007 kl. 18:42
Þú hefur greinilega ekki hitt á réttu kjéddlíngarnar ...
Gurrí (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.