Saknaðarstingur og fallegt sólarlag

20.9 2007 kl. 19.25Skrapp eftir vinnu á Ameríska daga í Hagkaup í Kringlunni með Ingu. Þessir Dagar hafa greinilega staðið yfir í nokkra daga þar sem búið var að troða norskum, íslenskum, breskum, serbókróatískum, mexíkóskum, kínverskum og dönskum vörum í ammmrísku körfurnar, orðið fátt um fína drætti, nema við höfum komið of síðla dags. Hrísgrjónin sem Inga leitaði sem mest að, New Orleans Rice, voru ekki til og voru kannski aldrei. Spæling. Samt var gaman að kíkja í Hagkaup þótt ég keypti mér bara vítamín fyrir veturinn. Bauð síðan Ingu upp á svo góðan og hressandi latte að hún gleymdi að henda mér út við Vesturlandsveg eða Háholt í Mosó og skutlaði mér alla leið í himnaríki, a la vélstýran. Kvaddi mig á hlaðinu og dreif sig heim. Fékk smá saknaðarsting þegar við mættum Tomma á strætó rétt fyrir utan Akranes. Ja, ef Ásta verður ekki á bíl í fyrramálið þá hittumst við Tommi eflaust. Þessar elskur eru svo stór þáttur í lífi manns ... fyrirmyndir, brandarakarlar, einkabílstjórar og hvaðeina.

Nú er ég að fara að lesa Loforðið, nýju barnabókina hennar Hrundar minnar. Verst hvað það verður góð dagskrá á SkjáEinum í kvöld. Annars er sjónvarpið léttvægt þegar útsýnið er svona eins og hefur verið í kvöld ... reyndar dimmir hratt núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær kemur mynd af elskunum þínum ðaddna?  Maður á alltaf að deila góðmetinu með öðrum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skutlaði Inga þér alla leið upp á Skaga??? og svo til baka í bæinn?? vááá

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí er þessi bátur þarna úti á sjó kannski að koma fullhlaðinn af fíkniefnum beint upp á Langasand?

Þú verður að standa vörð kona og láta vita ef þetta er ekki bara fiskur sem menn eru að sigla með þarna í kringum himnaríki. Færð örugglega fálkaorðuna ef þú lætur Landhelgisgæsluna vita.Nú verða allir að vera á verði og láta ekki neinar fleytur koma að landi sem ekkki eru yfirfullar af þorski og ýsu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 20:50

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Anna, verð að fara að skella bílstjóramyndum inn. Ekki spurning.

Ásdís, jesssss, og ekki í fyrsta sinn. Vélstýran hefur líka gert þetta nokkrum sinnum, gott að eiga góðar vinkonur!  

Held að Sóley flytji eitthvað allt annað, sement kannski ... en það er von að þú veltir þessu fyrir þér eftir síðustu fréttir, frú Katrín. Mikið er ég hreykin af löggunni okkar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.9.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elsku Gurrí,

hvað er langt síðan ég hef sótt þig heim. Allamalla, bara alltof mikið að gera, margt sem tefur mann frá blogginu. Myndin er geeeeeik. Frétti af hjónum sem hefðu aðstöðu hjá þér, or maybe not, barnabókaverðlaunum, Sauðárkrókssögum (þekktirðu kannski Rúnu mina Marteins, heitna?) og mörgu, mörgu fleiru. Margt drífur á daga þína og þú drífur alltaf alla leið. Þú ert svo drífandi.

Þín hrífandi GAA

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.9.2007 kl. 22:25

6 Smámynd: krossgata

Það hefur kannski einhver klikkað á landafræðinni í Hagkaup. 

krossgata, 20.9.2007 kl. 22:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessir amrísku dagar eru old news held ég bara.  Voru þeir ekki í síðustu viku?  Annars ætti ég að vita þetta er svo Hagkaupin.  Gegt flott mynd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 23:49

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Geðveikt útsýni !  Btw, heilbrigðisfulltrúar hafa ofnæmi fyrir amerískum dögum - það eru svo margar vörur sem brjóta merkingarreglugerðir

Svava S. Steinars, 21.9.2007 kl. 00:28

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ Gurrí, þú hefur náð flottu skýjunum sem ég missti af á batteríslausu myndavélina mína, takk! Sakna þín af msn. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.9.2007 kl. 00:55

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

hehhehe, nei, Guðmundur, hún varð svo HRESS við kaffið að hún treysti sér ekki til að stoppa og hleypa mér út á stoppistöð, heldur var orkan svo mikil að hún skutlaði mér á Skagann ...

Anna, ég er alltaf á MSN, hélt ég ... og já, ég náði þessum guðdómlegu skýjum, þetta var bara ein myndin. og Svava, gott að vita þetta, vonbrigðin eru ekki jafnsár að hafa ekki fengið kleinuhringi a la Hómer ... og svona. Mig minnir, eins og Jenný segir, að þeir ammrísku séu búnir að vera alla vega í viku og þá allt kannski búið ... eða þeir séu að klikka á landafræðinni eins og annar snillingur bendir á ...

ELSKU GUÐNÝ ANNA! Ég hef líka vanrækt þig ... nú er að koma helgi og þá ætla ég alltaf að heimsækja ALLA bloggvinina og kvitta smá. hnuss, hvað dugnaðurinn er mikill við það eða hitt þó heldur! Luv u tooooo!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 49
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 876
  • Frá upphafi: 1515971

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 732
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Í Ikea
  • Wu Tang-sokkarnir
  • Mikið labb

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband