... og það var fjör

Strætótertan... í strætó í morgun. Tommi var glaðvakandi, glaður og glaðbeittur. Ég hlammaði mér við hliðina á smiðnum (konunni sko) og gerði ítrekaða tilraun til að myrða hana þegar ég setti á mig öryggisbeltið. Þ.e.a.s. ég losaði alltaf beltið hennar. Eins og allir vita eru smiðir með geðbetra fólki þannig að hún flissaði bara og festi sig aftur. Aukabíllinn, sem er alltaf aðeins og undan okkur, var búinn að hirða upp allt hirðanlegt á leiðinni, og þá er ég ekki að tala um rusl, því að aðeins einn, örlítið seinn karl, var á sætukarlastoppistöðinni og engin Karítas í Lopabrekkunni í Mosó.

Las Loforðið að mestu í gærkvöldi, þrátt fyrir allt of skemmtilegt sjónvarp, og er ekkert smá hrifin af henni. Ætlaði að ljúka við hana í strætó í morgun en við blöðruðum svo mikið að það tókst ekki alveg og munar bara nokkrum blaðsíðum. Rosalega er ég nú annars mikill snillingur í leikrænni þjáningu. Það kom hrikalega sorglegt atriði í bókinni og tárin byrjuðu að lauma sér Í STRÆTÓ!!! Ég teygði aðeins úr mér og tókst með lymsku og ljóshraða að þurrka augun, eins og ég væri bara sybbin eða eitthvað. Það tókst því að smiðurinn reyndi ekkert að hugga mig og Tommi dró ekki úr hraðanum, fullur af sjokki. Maður grenjar sko ekki í svona stuðvagni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ gurrí! Vildi bara þakka fyrir rabbarbarapæið, það vakti stormandi lukku þó aðallega 100g+ af suðusúkkulaðinu. Skemtilegt blogg hjá þér. 

Bkv. Hilmar 

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, bíddu þá eftir uppskriftinni að eplapæinu sem kemur í kökublaði Vikunnar í nóvember. Þar eru 200 g af rjómasúkkulaði ... algjört sælgæti. Gott að rabarbarapæið vakti lukku ... best að hafa samband við Huldu og sníkja matarboð!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 11:50

3 Smámynd: Sigurjón

Það er gaman að heyra frá skemmtun í strætó. Þannig á það að vera...

Sigurjón, 21.9.2007 kl. 12:46

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heitir hvíti fresskötturinn Tómas? Eða ertu að spyrja um Tomma minn?

Ég les miklu oftar leiðina Rvk-Akranes! Á morgnana er ég yfirleitt of syfjuð.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 43
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 870
  • Frá upphafi: 1515965

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 726
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband