Beðið eftir storminum ...

Það hefur sjaldan verið dásamlegra að komast heim en í dag. Þvílík þreyta, þvílík vöðvabólga. Kannski kann Jónas að nudda axlir, held þó að hann kunni bara að ryksuga. Dónalega samstarfskona mín kenndi mér að setja grófa myndbandið inn í færsluna hér fyrir neðan. Ég hélt að það væri svo saklaust og sætt. Svona getur maður nú orðið mikill dóni alveg óvart. Ég bið a.m.k. helming bloggvina minna afsökunar.

StormurNáði strætó kl. 17.45 og ætlaði að versla inn fyrir helgina á bensínstöðinni ... litla stúlkan með eldspýturnar og 1944 ... „Ætlar þú kannski í Einarsbúð,“ spurði Elli bílstjóri þegar ég hreyfði mig ekki til að fara út við stoppistöðina á Garðabrautinni. „Ne ...“ Þrátt fyrir mikla þreytu uppgötvaði ég á rúmu sekúndubroti að klukkan var ekki orðin sjö og enn opið. „Já,“ svaraði ég, „það ætla ég sko að gera!“ Þar sem búið er að spá æsispennandi stormi á morgun keypti ég rafhlöður, hangikjöt, vatnsflöskur, flatkökur, hleratimbur og súkkulaði. Ég hef lært ýmislegt af því að horfa á CNN á fellibyljatímanum.

 

Í sumarbústaðnumTvær samstarfskonur mínar eru nú á leiðinni austur fyrir/yfir Fjall og ætla að verja helginni í sumarbústað. Ætlunin er að detoxa og þær tóku með sér fleiri kíló af spínati, kókosvatni, jarðarberjum og öðru gúmmulaði til að búa sér til heilsudrykki. Vonandi mundu þær eftir að taka blandarann með. Mér fannst á annarri þeirra að hún væri alveg til í að taka frekar steikur og bjór með ...  Ég hringdi í þær þegar ég sá veðurspána og bað þær um að vera ekkert á ferðinni á morgun. „Lítil hætta á því, við verðum örugglega á klósettinu,“ sögðu þær. Helgin mín, sú síðasta í bili sem einbúi, verður mun áhugaverðari en þetta.

Matarþjófnaðurinn mikliTalandi um mat ... Uppi varð fótur og fit hjá Gestgjafanum í gær þegar fín lambakjötsmáltíð hvarf ... áður en náðist að mynda hana. Áður en kom til þess að starfsmenn væru teknir í blóðprufu og lygamælispróf gaf sökudólgurinn sig fram. Það reyndist vera einn stjórinn á staðnum, mikið ljúfmenni sem var fyrirgefið á stundinni, enda hafði hann stór orð um það hvað maturinn bragðaðist vel. Úlli þurfti að elda upp á nýtt og við flissuðum þegar Ási gekk pakksaddur í gegnum salinn. Já, völva Vikunnar var búin að spá stóru hneykslismáli á árinu þar sem þjófnaður kæmi mögulega við sögu.

 
Hér kemur svo eitt alvörumyndband fyrir þá bloggvini sem kunna gott að meta:
http://www.youtube.com/watch?v=1vfSk-6tIvo&mode=related&search=


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

CNN á fellibyljatímanum.... það eru líka þessir fínu óveðurs- og náttúrhamfaraþættir á Discovery og National Geographic.  Heilu klukkutímarnir af safaríkum hvirfilbyljum og öðru skemmtilegu veðurfari.

krossgata, 21.9.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Fríða Eyland

Góða helgi

Fríða Eyland, 21.9.2007 kl. 21:20

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góða helgi, sömuleiðis . Ætlar enginn að kíkja á myndbandið neðst? Það getur ekki verið sætara, lítið barn sem skellihlær. Smitandi hlátur ... hollt og gott fyrir alla bloggvini!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jesús minn hvað barnið hlær innilega,og veltur um koll og allt.  Fékk krúttkast og´ég má varla við því.  Þetta er að verða krónískt ástand hjá mér.

Smjúts til þín og ég skil ekki hvað fær ungar konur til að fara í refsileiðangur upp í sumarbústað á fljótandi, nema notla að þær séu haldnar sjálfspyntingarhvöt

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 22:06

5 Smámynd: Ólafur fannberg

góða helgi gamla

Ólafur fannberg, 21.9.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góða helgi, ungi kallll!!!

Líst vel á krónískt krúttkast, Jenný krútt!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 22:40

7 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Ekkert smá krúttlegur hlátur hjá þessum litla strák,góða helgi..

Heimir og Halldór Jónssynir, 21.9.2007 kl. 22:43

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef Jenný fær fleiri skammta af smábörnum þá held ég fari að klingja í eggjastokkum á ný,  hláturinn er æði.  Vona að þú rjúkir ekki út á haf. Ég næ ekki að rjúka nema út í á.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 23:04

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þessi krakki er bara fyndinn  Eigðu svo stormasama helgi, allt svo gleðilega Strætólausa óveðurshelgi. Bestu kveðjur á Skagann frá okkur KR ingum sem hugsum um fátt annað en að halda okkur uppi við

Kjartan Pálmarsson, 22.9.2007 kl. 01:46

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já sko eftir að ég horfði á dónaskapinn hér fyrir neðan þá treysti ég ekki vídeóklippunum þínum. Ég er enn með kitling í náranum sem fer ekki.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 07:57

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eru það bara við KR ingar sem eigum erfitt með uppihaldið Kjartan?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.9.2007 kl. 08:35

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

snilldarbarn atarna.

fyndið líka að við eigum nákvæmlega eins töpperverbox eins og er þarna hjá því.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.9.2007 kl. 10:14

13 identicon

"Dónalega samstarfskonan mín kenndi mér að setja grófa myndbandið inn í færsluna hér fyrir neðan."

  • Hver er slóðin á bloggsíðu samstarfskonunnar?!

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 856
  • Frá upphafi: 1515951

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 717
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband