Veður-, kvikmynda- og frændablogg

Rás 1Heyrði ekki mikið í veðrinu í morgun svo að ég reif heimasmíðuðu hlerana síðan í gærkvöldi af gluggunum. Það reyndist vera mjög gott veður úti! Samkvæmt norsku veðursíðunni www.yr.no kemur stormurinn ekki fyrr en í kvöld og nótt. Fer kannski að rigna eftir smástund en ekkert rok að ráði fyrr en undir miðnætti.

Tomorrow
23.09.2007

Rain

Strong breeze, 12.4 m/s from north-northeast

Hviðurnar á Kjalarnesi eru alltaf slæmar fyrir strætó í austlægum áttum. Vona að strákarnir mínir fari varlega þegar þeir keyra á milli.

Í himnaríki hljómar nú kvikmyndaþátturinn Kvika á Rás 1 (sjá mynd fyrir ofan). Mundi ekki eftir honum kl. rúmlega 10 en tæknin er orðin svo svakalega mikil að það var ekkert mál að ýta á takka til að hlusta á hann (www.ruv.is ) Ljúf tónlist, skemmtileg viðtöl. Ísold Uggadóttir er t.d. að skrifa handrit sem heitir Flæktar sálir og fáein símanúmer (vinnuheiti), gerist 1995 hjá „núll þremur“(118). Vona að úr verði kvikmynd.

3 mánaða snúllurElsku bestu frændurnirKíki reglulega á síðuna hjá ástkærum frændum mínum, tvíburunum hugumstóru. Þeir eru alveg dýrlegir. Segi eins og Jenný bloggvinkona, fer í krúttkast við tilhugsunina um þá.
Hér koma tvær myndir af þeim. Á annarri eru þeir bara þriggja mánaða en hin var tekin nýlega. Ísak t.v. Á myndinni vinstra megin eru þeir að garga eftir mat, Úlfur svo fyndinn á svipinn að ég gat ekki annað en stolið henni. Bloggvinir mínir hafa fylgst með tvíburunum frá fæðingu og mér ber ánægjuleg skylda til að birta reglulega af þeim myndir. Í gegnum þá kynntist ég sjálfri Jónu ofurbloggara. Ég sat við tölvuna á laugardagskvöldi fram á nótt og var að lesa ýmis blogg. Datt niður á bloggið hennar Jónu og las það langt aftur í tímann, enda stórskemmtilegt. Í einni færslunni sá ég að hún var að auglýsa eftir Úlfi og Ísaki, hafði séð myndir af þeim á blogginu og mundi ekki hvar. Minnir að hún hafi viljað sýna einhverjum sem á barn með skarð í vör myndirnar. Ég flýtti mér að skella kommenti inn og síðan höfum við eiginlega verið óaðskiljanlegar, ekki síst þegar við komumst að því að við höfðum unnið saman á Aðalstöðinni á tíunda áratugnum. Lítill heimur.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Greina kunnugir á milli þeirra?  Þeir eru svakalega líkir.

krossgata, 22.9.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varla hvessir mikið í Himnaríki?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.9.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Arna, þeir hafa stækkað ótrúlega fljótt, ég þarf að fara að hugsa fyrir fermingargjöf handa þeim ... heheheh

Þeir eru svakalega líkir, sem betur fer klæða foreldrarnir þá sjaldan í eins föt og Ísak er oft í bláu og Úlfur í brúnu, það bjargar gömlum frænkum alveg ...

Það hvessir aldrei í himnaríki, Heimir, bara stundum hérna fyrir utan, enda hef ég Atlantshafið, stundum úfið, á hlaðinu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hlekkja niður grillin og henda pottaplöntunum inn, það er að koma STORMUR!

Já þetta eru sko algerir krúttkarlar sem þú átt þarna Gurrí .... congrats

Eva Þorsteinsdóttir, 22.9.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flottir hnoðrar. Á eina bróðurdóttur sem fæddist með skarð í vör.

Edda Agnarsdóttir, 22.9.2007 kl. 16:53

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gullfallegir drengir.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.9.2007 kl. 17:04

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég hef gert eitthvað vitlaust. Ég henti grillinu inn og hlekkjaði pottaplönturnar niður.

Mikið áttu fallega frændur Gurrí, afar líkir frænku sinni og hvor öðrum.

Fjóla Æ., 22.9.2007 kl. 18:51

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég henti pottaplöntunum og hlekkjaði nágranna minn, held að Eva ætti að vera aðeins nákvæmari í ráðleggingum sínum. Hmmprfdklhj"$"#$##$% (bölv)

Já, þeir eru dásamlegir og minna vissulega á fegurðardrottningar og -kónga ættarinnar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 18:55

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru unaður piltarnir.  Hjartakall.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 849
  • Frá upphafi: 1515944

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 711
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband