22.9.2007 | 18:52
Stormur í sókn og leyndarmál þulunnar ...
Stormurinn sem veðurstofan spáði er farinn að láta bæra á sér. Svalahurð á neðri hæðinni skelltist harkalega og í sama mund byrjaði að hvína draugalega í húsinu. Fyrstu regndroparnir féllu. Þetta er ekki byrjun á spennusögu, heldur bara líf mitt í himnaríki sem verður meira spennandi með hverri mínútunni.
Norska veðursíðan spáði rigningu á Akranesi í allan dag en aðeins nokkrir dropar hafa fallið. Ég sé ekki þetta 1,1 mm regn sem hún skrökvar til um ... Hér rignir bara ekki neitt, enn sem komið er. Það lítur þó út fyrir spennandi kvöld. Handklæðin eru tilbúin, þvegin, þurrkuð og straujuð eftir síðustu nótt hinna þúsund handklæða. Versti glugginn lagaðist eftir heimsókn nágranna míns. Þá greip ég hann, bræddi og kíttaði svo í gluggann með honum. Hann hefur ekki lekið síðan.
Man einhver eftir þáttunum Karnival sem voru á RÚV á mánudagskvöldum? Ég er orðin langeyg eftir framhaldinu. Í lokaþættinum kom í ljós að Faðir Justin (djöfullinn sjálfur) var pabbi Sofie og mig minnir að Ben hafi tekist að drepa hann. Sofie hvarf á braut og var orðin eitthvað djöfulleg, eins og hún var indæl ... hmmm. Já, mér finnst gaman af svona þáttum.
Björgvin Halldórsson sjónvarpsþulur sagði rétt áðan að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Stöð 2 í kvöld. Ekki er ég sammála því og ætla bara að leggjast í lestur góðra bóka, eins og sönn fegurðardrottning. Vissuð þið að Björgvin var eitt sinn söngvari, og bara nokkuð frægur, áður en hann sló í gegn sem dimma, töffaða röddin á Stöð 2?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 832
- Frá upphafi: 1515927
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 705
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Carnivale var prýðisgóð sería en þynntist nokkuð er leið á hana. Hún hlaut 10 Emmy tilnefningar fyrir utan að hlotnast 5 Emmy verðlaun. Upphaflega stóð til að hafa þetta sex ára seríu en var tekin af dagskrá eftir aðeins tvær. Ég fílaði hanaí tætlur.
Annars gef ég lítið í yfirlýsingu Bo Hall enda ekki með stöð 2.
Vona annars að Himnaríki haldi veðri og vindum í kvöld/nótt
Gúrúinn, 22.9.2007 kl. 19:17
Takk, Gúrú!!! Þá veit ég að það kemur ekki meira.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 19:23
Hmmm er búin að liggja yfir gömlum þáttum af M.A.S.H. í tvær vikur. 2 þættir klukkan sex á hverjum virkum degi, og maraþon um helgar. Af hverju uppgötvaði ég ekki SKY fyrr????? Hlakka annars til þess að sjá þig í Útsvari fljótlega, vonandi dragast Akurnesingar og Ísfirðingar ekki saman, þá gæti ég verið í vandræðum með hverjum á að halda......
Sigríður Jósefsdóttir, 22.9.2007 kl. 20:02
Fyrirgef mér ekki enn fyrir að spyrja ekki hver keppir við Akranes ... Fer sæmilega létt með að svara spurningunum í þáttunum sem áhorfandi en er þrælstressuð um frammistöðuna í beinni ... Veit samt að hin í liðinu mínu (m.a. Bjarni Ármannsson) eru súperklár.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 20:16
Mér finnst þetta ekki merkilegt veður, enn sem komið er. Gasgrillið hefur ekki haggast.
Björgvin, omg, ég þoli ekki ... æi ég er ekki áskrifandi að stöð 2 svo það má einu gilda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 21:04
Það hefur ekkert gerst í veðrinu síðan ég bloggaði, það hvín ekki einu sinni. Fer alveg að trúa Ástu að það komi eiginlega aldrei vont veður á Skaganum. Kvöldið er þó rétt að byrja, enn er von.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 21:23
Veðrið er bara rosa ljúft hér á bæ. Vona að það haldist svo, ég nennti ekki að taka neitt inn af svölunum nema húsbandið, hann var að reykja EIGÐU GÓÐA KVÖLDSTUND ( lesist með Bjögga rödd)
Ásdís Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 21:30
Og Bond röddin ( Björgvin ) er snilld
Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 21:46
Það er alltaf gott veður á skaganum,en ég er hræddur um að það verði soltið leiðinlegt á morgun þegar Skagamenn spila kl.17:00.
Heimir og Halldór Jónssynir, 22.9.2007 kl. 22:03
Fannst nágrannanum ekkert að því að þú gripir hann, bræddir og notaðir sem kítti?
Góður nágranni.
krossgata, 22.9.2007 kl. 22:09
Fínt veður hér í Grafarvoginum. Reyndar er ég hætt að fara eins oft út á svalir og ég gerði þar sem ég er hætt að reykja. Dugleg er ég að koma því allstaðar að hehehehehehe Bó dimma röddin á stöð 2 sem engin skilur hvað er að segja því hann er svo linmæltur eða við að missa heyrn nema hvorutveggja sé.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 22:56
Er viss um að veðrið verður ansi leiðinlegt á leiknum á morgun, algjör synd!
Nágranni minn var bara ánægður með að vera bræddur niður í kítti ... Krossgata! Til hamingju með að vera hætt að reykja, Birna Dís, ég hef orðið vör við það, heheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.