Stormur í sókn og leyndarmál þulunnar ...

StormurStormStormurinn sem veðurstofan spáði er farinn að láta bæra á sér. Svalahurð á neðri hæðinni skelltist harkalega og í sama mund byrjaði að hvína draugalega í húsinu. Fyrstu regndroparnir féllu. Þetta er ekki byrjun á spennusögu, heldur bara líf mitt í himnaríki sem verður meira spennandi með hverri mínútunni.
Norska veðursíðan spáði rigningu á Akranesi í allan dag en aðeins nokkrir dropar hafa fallið. Ég sé ekki þetta 1,1 mm regn sem hún skrökvar til um ... Hér rignir bara ekki neitt, enn sem komið er. Það lítur þó út fyrir spennandi kvöld. Handklæðin eru tilbúin, þvegin, þurrkuð og straujuð eftir síðustu nótt hinna þúsund handklæða. Versti glugginn lagaðist eftir heimsókn nágranna míns. Þá greip ég hann, bræddi og kíttaði svo í gluggann með honum. Hann hefur ekki lekið síðan.

brotherjustincroweSofie og BenMan einhver eftir þáttunum Karnival sem voru á RÚV á mánudagskvöldum? Ég er orðin langeyg eftir framhaldinu. Í lokaþættinum kom í ljós að Faðir Justin (djöfullinn sjálfur) var pabbi Sofie og mig minnir að Ben hafi tekist að drepa hann. Sofie hvarf á braut og var orðin eitthvað djöfulleg, eins og hún var indæl ... hmmm. Já, mér finnst gaman af svona þáttum.

Björgvin Halldórsson sjónvarpsþulur sagði rétt áðan að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Stöð 2 í kvöld. Ekki er ég sammála því og ætla bara að leggjast í lestur góðra bóka, eins og sönn fegurðardrottning. Vissuð þið að Björgvin var eitt sinn söngvari, og bara nokkuð frægur, áður en hann sló í gegn sem dimma, töffaða röddin á Stöð 2?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

Carnivale var prýðisgóð sería en þynntist nokkuð er leið á hana. Hún hlaut 10 Emmy tilnefningar fyrir utan að hlotnast 5 Emmy verðlaun. Upphaflega stóð til að hafa þetta sex ára seríu en var tekin af dagskrá eftir aðeins tvær. Ég fílaði hanaí tætlur.

Annars gef ég lítið í yfirlýsingu Bo Hall enda ekki með stöð 2. 

Vona annars að Himnaríki haldi veðri og vindum í kvöld/nótt

Gúrúinn, 22.9.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, Gúrú!!! Þá veit ég að það kemur ekki meira.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hmmm er búin að liggja yfir gömlum þáttum af M.A.S.H. í tvær vikur.  2 þættir klukkan sex á hverjum virkum degi, og maraþon um helgar.  Af hverju uppgötvaði ég ekki SKY fyrr?????  Hlakka annars til þess að sjá þig í Útsvari fljótlega, vonandi dragast Akurnesingar og Ísfirðingar ekki saman, þá gæti ég verið í vandræðum með hverjum á að halda......

Sigríður Jósefsdóttir, 22.9.2007 kl. 20:02

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fyrirgef mér ekki enn fyrir að spyrja ekki hver keppir við Akranes ... Fer sæmilega létt með að svara spurningunum í þáttunum sem áhorfandi en er þrælstressuð um frammistöðuna í beinni ... Veit samt að hin í liðinu mínu (m.a. Bjarni Ármannsson) eru súperklár. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 20:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þetta ekki merkilegt veður, enn sem komið er.  Gasgrillið hefur ekki haggast.

Björgvin, omg, ég þoli ekki ... æi ég er ekki áskrifandi að stöð 2 svo það má einu gilda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 21:04

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það hefur ekkert gerst í veðrinu síðan ég bloggaði, það hvín ekki einu sinni. Fer alveg að trúa Ástu að það komi eiginlega aldrei vont veður á Skaganum. Kvöldið er þó rétt að byrja, enn er von.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 21:23

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veðrið er bara rosa ljúft hér á bæ.  Vona að það haldist svo, ég nennti ekki að taka neitt inn af svölunum nema húsbandið, hann var að reykja   EIGÐU GÓÐA KVÖLDSTUND  ( lesist með Bjögga rödd)

Ásdís Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 21:30

8 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og Bond röddin ( Björgvin ) er snilld

Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 21:46

9 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Það er alltaf gott veður á skaganum,en ég er hræddur um að það verði soltið leiðinlegt á morgun þegar Skagamenn spila kl.17:00.

Heimir og Halldór Jónssynir, 22.9.2007 kl. 22:03

10 Smámynd: krossgata

Fannst nágrannanum ekkert að því að þú gripir hann, bræddir og notaðir sem kítti?

Góður nágranni. 

krossgata, 22.9.2007 kl. 22:09

11 identicon

Fínt veður hér í Grafarvoginum. Reyndar er ég hætt að fara eins oft út á svalir og ég gerði þar sem ég er hætt að reykja. Dugleg er ég að koma því allstaðar að hehehehehehe Bó dimma röddin á stöð 2 sem engin skilur hvað er að segja því hann er svo linmæltur eða við að missa heyrn nema hvorutveggja sé.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 22:56

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er viss um að veðrið verður ansi leiðinlegt á leiknum á morgun, algjör synd! 

Nágranni minn var bara ánægður með að vera bræddur niður í kítti ... Krossgata! Til hamingju með að vera hætt að reykja, Birna Dís, ég hef orðið vör við það, heheheh 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 1515927

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 705
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband