Rólegur stormur og ömurleg laugardagsmynd ...

FjallgöngumennÞetta voru nú meiri æsiveðurfréttirnar. Enginn stormur enn og bara rúmur hálftími til miðnættis. Dauðskammast mín fyrir að hafa varað samstarfskonur mínar við veðurofsanum sem átti að vera í dag. Hviðurnar á Kjalarnesi fara rétt yfir 20 núna, strætó keyrir þegar þær eru 34 m/sek. Hef varið kvöldinu í tölvunni og óhjákvæmilega hlustað á sjónvarpið. Á Stöð 2 var að ljúka heimildamynd um hrakningar fjallgöngumanna og mjög grafískar lýsingar hafa verið á skelfilegum fótbrotum, þorsta, hungri og öðru miður kræsilegu. Viðtöl við hundleiðinlega fjallgöngumenn inn á milli leikinna atriða. Var ekki hægt að sýna t.d. True Lies í 18. skiptið? Það er laugardagskvöld!  

Þorstanum svalaðÓkei, ég hef heyrt um stelpu sem drukknaði á lækjarbakkanum af því að hún nennti ekki að fá sér vatn. Ég er reyndar þyrst og ætla að gera eitthvað í því eftir augnablik en hef ekki nennt að labba þessa örfáu kílómetra inn í stofu til að skipta um stöð eða bara slökkva á tækinu ...

Held að þetta hljóti að vera leiðinlegasta mynd sem hefur sýnd á laugardagskvöldi í sögu Stöðvar 2. Hver ber ábyrgð á þessu? 

P.s.

Hahhahaha, ég varð að bæta þessu við. Auðvitað þoldi ég ekki myndina þar sem henni er lýst sem átakanlegri, uppáhaldsorð einhvers á Stöð 2. Horfði ekki á m.a. átakanlegu fótboltamyndina um daginn og heldur ekki átakanlega þáttinn um Hinrik VIII frekar en annað þar sem þetta lýsingarorð er notað. Hér kemur lýsingin af vef Stöðvar 2:

Hættulegt klifur
Touching the Void er átakanleg og sönn saga tveggja fjallaklifrara sem lentu í skelfilegum hremmingum á leiðinni á topp Siula Grande í Perú. Myndin hefur farið sigurför um heiminn og sló í gegn þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi. Aðalhlutverk: Richard Hawking, Brendan Mackey. Leikstjóri: Nicholas Aaron.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þakka þér........Tilkynnti ákveðnum ungum manni að hann skildi bara halda sig við grjótglímuna og láta ís og fjallaklifur eiga sig..... Þannig að fyrir þá sem sjá spennuna í svona adrenalínsmyndum er þetta bara gaman.....

Magga (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Varstu ekki hætt með st2? Það var lati Geir sem lá á lækjarbakka þangað til hann dó, vild´ann ekki ölið smakka, var hann þyrstur þó.

Þröstur Unnar, 22.9.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Jens Guð

  Assgoti ertu dugleg að myndskreyta færslurnar þínar.  Ég vildi að ég væri svona duglegur við það.  Myndskreytingarnar lífga svo vel upp á færslurnar og gera þær auðlæsari. 

Jens Guð, 22.9.2007 kl. 23:52

4 identicon

Er mér óhætt að segja að ég horfði á myndina og fannst hún flott ? Að vísu var húsbandið búinn að sjá hana í bíó, vissi allt um gerðina á henni, verðlaunin sem hún hafði fengið, langaði að sjá hana aftur og tókst að tala mig inn á að horfa. Ég var bara ógisslega spennt að fylgjast með þessari hrikalegu lífsreynslu fjallgöngukappans. Kannski hef ég ekki fattað að það er helgi

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, Jens, mér finnst svo gaman að finna myndir sem passa ... eða passa ekki. Skemmti mér t.d. við að setja mynd af Storm Large við færslu um storm en ég held að enginn hafi fattað það ... hehehehe! Nei, Þröstur, ég er enn með Stöð 2 og finnst hún alveg ágæt svona yfirleitt, nema ég nenni engu átakanlegu, eins og Opruh-þáttum eða sannsögulegum dramamyndum ... þó gæti verið að snjóklifraramyndin hafi verið betri ef ég hefði HORFT á hana í stað þess að hlusta bara í leti minni við tölvuna. Magga, gott hjá þér, vil heldur ekki að hann fari að príla mikið á hættulegum jöklum! Held, Jón Arnar, að stormurinn komi á morgun, akkúrat þegar fótboltaleikurinn verður á hlaðinu hjá mér!!! Áfram ÍA!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 00:00

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, kannski hefði ég horft, Anna, hefði ég vitað eitthvað um myndina, greip bara eitthvað ógeð um fótbrot og slíkt. Hefði viljað sjá hana í bíó frekar. Takk fyrir síðast, elskan. Múahahhahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 00:02

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ÉG FATTAÐI ÞETTA MEÐ MYNDINA AF STORM. ÉG ÉG ÉG. ME ME ME (ekki meme samt).

Æðisleg myndin af kisu í vatnsglasinu.

Þröstur; vild'ann ekki VATNIÐ smakka asninn þinn addna

Jóna Á. Gísladóttir, 23.9.2007 kl. 00:31

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert sko mesti fattarinn af öllum, Jóna mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 00:36

9 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Þessi mynd á Stöð 2 var leiðinleg fannst mér,enda sofnaði konan og er nú ekki oft sem hún sofnar yfir bíómynd,já ég er hræddur um að það verði leiðinlegt verður á morgun á leiknum en ég ætla nú samt að fara Áfram Skagamenn.

Heimir og Halldór Jónssynir, 23.9.2007 kl. 00:40

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ofmetin mynd, greinilega, glápaði á hana með öðru, það er til áhugaverðari bíómynd um ákveðinn atburð frá þessum sömu slóðum sem að hreyfði óskemmtilega við fólki með ákveðnar siðferðisspuníngar.  Las meira að segja um þetta fyrst sem lítill kútur í vikunni.

Mér finnst nú Bó alltaf frekar fyndinn þegar hann kynnir alla skemmtilegu þættina.  Ég sé hann alveg fyrir mér með eina Dómínós hakkandi í sig heilu seríurnar af 'Simpsons' & 'Friends'.  (Ja, eða ekki....)

Kjút mynd af kisu.

S.

Steingrímur Helgason, 23.9.2007 kl. 00:58

11 Smámynd: krossgata

Voðalega eru þeir heppnir að ég sem ekki kynningar að myndum og þáttum fyrir stöð 2.  Ég fæ svona dellur fyrir orðum, núna er ég mjög svag fyrir orðinu emja.    Ég emja oft af hlátri yfir færslunum þínum, en auðvitað emja ég ekki átakanlega. 

Nú er ég búin að koma orðinu emja nokkrum sinnum að og get þá sagt líka frá því að lokum að ég er afar hrifin af orðum með þreföldum samhljóðum.  Þannig að auglýsing um þátttöku í blogggleði til dæmis myndi alveg gera mig emjandi glaða. Jedúddamía, nú er ég hætt og farin í bólið.

krossgata, 23.9.2007 kl. 01:11

12 Smámynd: Karl Tómasson

Jóna er engin fattari, þorir ekki að taka þátt í leiknum sem allir helstu bloggarar eru á kafi í Gurrí mín. Við þorum þó, ekki rétt??? Mér var sagt frá þessari mynd um daginn og ætla að sjá hana við fyrsta tækifæri.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.9.2007 kl. 01:16

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhahaha, nú emjaði ég úr hlátri, Krossgata, en auðvitað ekki átakanlega. 

Man eftir þeirri mynd, Steingrímur, sá hana í bíó fyrir mörgum árum og fannst hallærislegt að döbba hana á ensku (alla vega þá sem ég sá), skemmdi bara fyrir.

Halldór, þú kíkir bara í kaffi í himnaríki ef þú ert að deyja úr kulda. Ég verð sannarlega með heitt á könnunni. Kannski verður þó leiknum frestað ... ef veðrið verður algjör hryllingur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:16

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að Jóna vilji ekki skemma gleðina okkar við að giska. Hún er allt of mikill fattari í það, Kalli minn. Ég fer ekki af því að konan sem Blómið spyr um er sú sem við höldum. Ætla að kíkja núna, kannski er svarið komið. Og Anna verður þá að sjá um svona keppni aftur. Hahhahahahah! Gott á hana. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:18

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Alltaf skemmtilegt hjá þér Gurrý mín! Bara að kíkja í morgunsárið gat ekki sofið lengur. Knús á þig  á sunnudagsmorgni.

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 08:54

16 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

kvitt kvitt

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 23.9.2007 kl. 13:17

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 14:10

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakkaðu fyrir að hafa ekki verið að horfa á sænsku þvæluna á RÚV.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2007 kl. 15:54

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég horfði á sænsku "þvæluna" á RÚV og elskaði hana.  Ég hélt að þessi matsjó lýsing á myndinni um fjallaprílið væri djók en þeir eru greinilega að fríka á stöð 2.

Ég fattaði að sjálfsögðu þetta með myndina af STORM LARGE (með þetta nafn ætti hún að vera gift veðurfræðingi) en ég hélt að það væri svo augljóst af hverju hún var í færslunni.  Er greinilega "emjandi" úr gáfum eins og Jóna vinkona mín.

Smjúts á þig, þorrí en nú er farið að rífa í úti, hefurðu tekið eftir því krúttsprengjan þín?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 16:34

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Krúttsprengja, þetta er það fallegasta sem hefur verið sagt við mig í langan tíma! Ég emjaði úr gleði (emjið var fyrir Krossgátuna/-götuna).

Auðvitað fatta greindu og kláru bloggvinirnir mínir meira en þeir láta uppi, hvernig læt ég ... Sá ekki sænsku þvæluna af því að ég nennti ekki að standa upp ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 833
  • Frá upphafi: 1515928

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband