22.9.2007 | 23:26
Rólegur stormur og ömurleg laugardagsmynd ...
Þetta voru nú meiri æsiveðurfréttirnar. Enginn stormur enn og bara rúmur hálftími til miðnættis. Dauðskammast mín fyrir að hafa varað samstarfskonur mínar við veðurofsanum sem átti að vera í dag. Hviðurnar á Kjalarnesi fara rétt yfir 20 núna, strætó keyrir þegar þær eru 34 m/sek. Hef varið kvöldinu í tölvunni og óhjákvæmilega hlustað á sjónvarpið. Á Stöð 2 var að ljúka heimildamynd um hrakningar fjallgöngumanna og mjög grafískar lýsingar hafa verið á skelfilegum fótbrotum, þorsta, hungri og öðru miður kræsilegu. Viðtöl við hundleiðinlega fjallgöngumenn inn á milli leikinna atriða. Var ekki hægt að sýna t.d. True Lies í 18. skiptið? Það er laugardagskvöld!
Ókei, ég hef heyrt um stelpu sem drukknaði á lækjarbakkanum af því að hún nennti ekki að fá sér vatn. Ég er reyndar þyrst og ætla að gera eitthvað í því eftir augnablik en hef ekki nennt að labba þessa örfáu kílómetra inn í stofu til að skipta um stöð eða bara slökkva á tækinu ...
Held að þetta hljóti að vera leiðinlegasta mynd sem hefur sýnd á laugardagskvöldi í sögu Stöðvar 2. Hver ber ábyrgð á þessu?
P.s.
Hahhahaha, ég varð að bæta þessu við. Auðvitað þoldi ég ekki myndina þar sem henni er lýst sem átakanlegri, uppáhaldsorð einhvers á Stöð 2. Horfði ekki á m.a. átakanlegu fótboltamyndina um daginn og heldur ekki átakanlega þáttinn um Hinrik VIII frekar en annað þar sem þetta lýsingarorð er notað. Hér kemur lýsingin af vef Stöðvar 2:
Hættulegt klifur
Touching the Void er átakanleg og sönn saga tveggja fjallaklifrara sem lentu í skelfilegum hremmingum á leiðinni á topp Siula Grande í Perú. Myndin hefur farið sigurför um heiminn og sló í gegn þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi. Aðalhlutverk: Richard Hawking, Brendan Mackey. Leikstjóri: Nicholas Aaron.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 833
- Frá upphafi: 1515928
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 706
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
þakka þér........Tilkynnti ákveðnum ungum manni að hann skildi bara halda sig við grjótglímuna og láta ís og fjallaklifur eiga sig..... Þannig að fyrir þá sem sjá spennuna í svona adrenalínsmyndum er þetta bara gaman.....
Magga (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 23:48
Varstu ekki hætt með st2? Það var lati Geir sem lá á lækjarbakka þangað til hann dó, vild´ann ekki ölið smakka, var hann þyrstur þó.
Þröstur Unnar, 22.9.2007 kl. 23:50
Assgoti ertu dugleg að myndskreyta færslurnar þínar. Ég vildi að ég væri svona duglegur við það. Myndskreytingarnar lífga svo vel upp á færslurnar og gera þær auðlæsari.
Jens Guð, 22.9.2007 kl. 23:52
Er mér óhætt að segja að ég horfði á myndina og fannst hún flott ? Að vísu var húsbandið búinn að sjá hana í bíó, vissi allt um gerðina á henni, verðlaunin sem hún hafði fengið, langaði að sjá hana aftur og tókst að tala mig inn á að horfa. Ég var bara ógisslega spennt að fylgjast með þessari hrikalegu lífsreynslu fjallgöngukappans. Kannski hef ég ekki fattað að það er helgi
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 23:57
Takk, Jens, mér finnst svo gaman að finna myndir sem passa ... eða passa ekki. Skemmti mér t.d. við að setja mynd af Storm Large við færslu um storm en ég held að enginn hafi fattað það ... hehehehe! Nei, Þröstur, ég er enn með Stöð 2 og finnst hún alveg ágæt svona yfirleitt, nema ég nenni engu átakanlegu, eins og Opruh-þáttum eða sannsögulegum dramamyndum ... þó gæti verið að snjóklifraramyndin hafi verið betri ef ég hefði HORFT á hana í stað þess að hlusta bara í leti minni við tölvuna. Magga, gott hjá þér, vil heldur ekki að hann fari að príla mikið á hættulegum jöklum! Held, Jón Arnar, að stormurinn komi á morgun, akkúrat þegar fótboltaleikurinn verður á hlaðinu hjá mér!!! Áfram ÍA!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 00:00
Jamm, kannski hefði ég horft, Anna, hefði ég vitað eitthvað um myndina, greip bara eitthvað ógeð um fótbrot og slíkt. Hefði viljað sjá hana í bíó frekar. Takk fyrir síðast, elskan. Múahahhahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 00:02
ÉG FATTAÐI ÞETTA MEÐ MYNDINA AF STORM. ÉG ÉG ÉG. ME ME ME (ekki meme samt).
Æðisleg myndin af kisu í vatnsglasinu.
Þröstur; vild'ann ekki VATNIÐ smakka asninn þinn addna
Jóna Á. Gísladóttir, 23.9.2007 kl. 00:31
Þú ert sko mesti fattarinn af öllum, Jóna mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 00:36
Þessi mynd á Stöð 2 var leiðinleg fannst mér,enda sofnaði konan og er nú ekki oft sem hún sofnar yfir bíómynd,já ég er hræddur um að það verði leiðinlegt verður á morgun á leiknum en ég ætla nú samt að fara Áfram Skagamenn.
Heimir og Halldór Jónssynir, 23.9.2007 kl. 00:40
Ofmetin mynd, greinilega, glápaði á hana með öðru, það er til áhugaverðari bíómynd um ákveðinn atburð frá þessum sömu slóðum sem að hreyfði óskemmtilega við fólki með ákveðnar siðferðisspuníngar. Las meira að segja um þetta fyrst sem lítill kútur í vikunni.
Mér finnst nú Bó alltaf frekar fyndinn þegar hann kynnir alla skemmtilegu þættina. Ég sé hann alveg fyrir mér með eina Dómínós hakkandi í sig heilu seríurnar af 'Simpsons' & 'Friends'. (Ja, eða ekki....)
Kjút mynd af kisu.
S.
Steingrímur Helgason, 23.9.2007 kl. 00:58
Voðalega eru þeir heppnir að ég sem ekki kynningar að myndum og þáttum fyrir stöð 2. Ég fæ svona dellur fyrir orðum, núna er ég mjög svag fyrir orðinu emja. Ég emja oft af hlátri yfir færslunum þínum, en auðvitað emja ég ekki átakanlega.
Nú er ég búin að koma orðinu emja nokkrum sinnum að og get þá sagt líka frá því að lokum að ég er afar hrifin af orðum með þreföldum samhljóðum. Þannig að auglýsing um þátttöku í blogggleði til dæmis myndi alveg gera mig emjandi glaða. Jedúddamía, nú er ég hætt og farin í bólið.
krossgata, 23.9.2007 kl. 01:11
Jóna er engin fattari, þorir ekki að taka þátt í leiknum sem allir helstu bloggarar eru á kafi í Gurrí mín. Við þorum þó, ekki rétt??? Mér var sagt frá þessari mynd um daginn og ætla að sjá hana við fyrsta tækifæri.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 23.9.2007 kl. 01:16
Hhahaha, nú emjaði ég úr hlátri, Krossgata, en auðvitað ekki átakanlega.
Man eftir þeirri mynd, Steingrímur, sá hana í bíó fyrir mörgum árum og fannst hallærislegt að döbba hana á ensku (alla vega þá sem ég sá), skemmdi bara fyrir.
Halldór, þú kíkir bara í kaffi í himnaríki ef þú ert að deyja úr kulda. Ég verð sannarlega með heitt á könnunni. Kannski verður þó leiknum frestað ... ef veðrið verður algjör hryllingur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:16
Held að Jóna vilji ekki skemma gleðina okkar við að giska. Hún er allt of mikill fattari í það, Kalli minn. Ég fer ekki af því að konan sem Blómið spyr um er sú sem við höldum. Ætla að kíkja núna, kannski er svarið komið. Og Anna verður þá að sjá um svona keppni aftur. Hahhahahahah! Gott á hana.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:18
Alltaf skemmtilegt hjá þér Gurrý mín! Bara að kíkja í morgunsárið gat ekki sofið lengur. Knús á þig á sunnudagsmorgni.
Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 08:54
kvitt kvitt
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 23.9.2007 kl. 13:17
Kristín Katla Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 14:10
Þakkaðu fyrir að hafa ekki verið að horfa á sænsku þvæluna á RÚV.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2007 kl. 15:54
Ég horfði á sænsku "þvæluna" á RÚV og elskaði hana. Ég hélt að þessi matsjó lýsing á myndinni um fjallaprílið væri djók en þeir eru greinilega að fríka á stöð 2.
Ég fattaði að sjálfsögðu þetta með myndina af STORM LARGE (með þetta nafn ætti hún að vera gift veðurfræðingi) en ég hélt að það væri svo augljóst af hverju hún var í færslunni. Er greinilega "emjandi" úr gáfum eins og Jóna vinkona mín.
Smjúts á þig, þorrí en nú er farið að rífa í úti, hefurðu tekið eftir því krúttsprengjan þín?
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 16:34
Krúttsprengja, þetta er það fallegasta sem hefur verið sagt við mig í langan tíma! Ég emjaði úr gleði (emjið var fyrir Krossgátuna/-götuna).
Auðvitað fatta greindu og kláru bloggvinirnir mínir meira en þeir láta uppi, hvernig læt ég ... Sá ekki sænsku þvæluna af því að ég nennti ekki að standa upp ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.