23.9.2007 | 18:33
Ófærð, heimsóknir, kynþokki og fótbolti
Margir sunnudagar líða án þess að ég tali við nokkurn nema kettina og Jónas ryksuguróbót. Þessi sunnudagur hefur verið öðruvísi. Ellý kíkti og þegar hún var nýfarin komu Mía systir og Eva, dóttir hennar. Það var eins og við manninn mælt, kettirnir skiptu liði og komu sér vel fyrir í fangi þeirra. Það mætti halda að Kubbi og Tomma væri aldrei klappað heima hjá sér. Þar sem ég píndi mig til að læra á frussudæmið í kaffivélinni gat ég gefið Evu latte og Míu cappuccino sem þær voru mjög ánægðar með. Eva dáðist mikið að Jónasi og segir slíka vél vera jafnnauðsynlega og uppþvottavél.
Jæja, það kom rok en engin rigning enn þótt norska veðursíðan haldi því fram. Sé á mælinum hjá Vegagerðinni að hviður eru komnar upp í 40 m/sek á Kjalarnesi. Það þýðir að það er ófært fyrir strætó! Mía er á leiðinni núna til Stykkishólms með Evu, vona að ferðin gangi vel.
Ég hef ekkert á móti FH, síður en svo, en mig langar samt svo til þess að Valsmenn sigri í dag. Hér á hlaðinu stendur yfir leikur ÍA og Víkings og miðað við öskrin er mikið fjör. Er með fyrrnefnda leikinn í gangi á Sýn, enda áskrifandi til mánaðamóta, og hinn sést út um eldhúsglugga himnaríkis. Finn ekki litla Rúmfatalagerskíkinn minn til að kíkja á markatöluna, mbl.is segir að staðan sé 1:0, okkur í vil. Breskur áhugamaður um íslenska knattspyrnu, með sérlegan áhuga á ÍA, er á leiknum núna. Við Sigþór mágur komumst að þeirri niðurstöðu í fyrradag að það yrði að redda honum fari á Skagann sem var gert. Strætó er frekar fjandsamlegur farþegum sínum á sunnudögum sem þurfa að bíða í minnst hálftíma í Mosó áður en Skagavagninn kemur. Maðurinn hefði líka þurft að taka strætó í hádeginu vegna langrar síestu vagnstjóranna. Þetta bara kennir mér að vera ekki að þvælast í bæinn um helgar. Var samt spennt fyrir að fara og kveðja Kela á Kringlukránni en bæði veðrið, strætó og gestakomurnar drógu úr mér. Er með þeim í anda.
Úhú, KR-ingar voru að skora glæsilegt mark. Frábært! Eftir að hafa fæðst í Vesturbænum og búið þar síðar í aldarfjórðung eiga KR-ingar alltaf pláss í hjarta mínu þótt uppvaxtarárin á Skaganum hafi mótað mann í sambandi við uppáhaldsliðið ... Ef þetta verða úrslitin gætu þeir haldist í úrvalsdeild.
Alltaf er sama fjörið í bloggheimum. Ég nenni ekki einu sinni að hafa almennilega skoðun á nýja kynþáttahatarablogginu, heldur bara flissaði þegar ég sá það. Get ekki tekið svona bull alvarlega. Sko af því að við erum svona á litinn þá erum við betri sko. Bara hlægilegt. Samt finnst mér kynþáttahatur ekkert fyndið. Kynþokkahatursbloggsíða myndi miklu frekar ná að æsa mig upp.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 830
- Frá upphafi: 1515925
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 703
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Alveg sammála þér með þetta kynþáttahatursblogg, bara til að hlægja að, hef ekki trú að að þarna leynist "sannur" kynþáttahatari, er ekki bara verið að lokka okkur í æsing, mér sýnist það. vona að þeim mæðgum hafi gengið vel í Hólminn, það getur blásið í þessari átt þarna á nesinu.
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.9.2007 kl. 20:35
No comment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 20:55
Auddað unnum við.
Var ekki Ellý að kaupa sér hús?
Þröstur Unnar, 23.9.2007 kl. 21:25
Jú, Ellý keypti hús á Kirkjubrautinni og er búin að strípa það að innan. Hlakka til að sjá hvernig henni tekst að gera það upp! Hún er snilli. Og auðvitað unnum við ... og líka Valur.
Hef reyndar ekki haft lyst á því að lesa kynþáttahatursbloggið en mér skilst á Jennýju að þetta sé enginn Hrólfur, Bolur eða Svampur að gera grín. Ætla bara að láta eins og það sé ekki til.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 21:37
Þetta er svo skrítið með hana Ellý. Ég er alltaf að "hitta" hana í VEÓ en hún heilsar mér aldrei.
Heldurru að það geti verið af því að hún veit ekki hver ég er? Rosalega besti bloggvinur Gurríar Harr?
Þröstur Unnar, 23.9.2007 kl. 21:53
Þröstur minn, ég skal hundskamma hana Ellýju fyrir þetta! Annað og ekki síður mikilvægara; höfum við hist í Einarsbúð? Ef við hittumst í Einarsbúð heldurðu að þú munir þekkja mig og kannski heilsa mér?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2007 kl. 22:09
Að sjálfsögðu mundi ég heilsa frúnni, en er viss um að hafa ekki hitt hana í VEÓ. Sá hana einu sinni strunsa framhja vinnustaðnum mínum.
Hef samt talað við Ellý, hún virkar á mig sem hin viðkunnulegasta manneskja.
Þröstur Unnar, 23.9.2007 kl. 22:23
Ég á eftir að tékka á þessari rasistasíðu. Sjálfur er ég svo mikill anti-rasisti að ég verð að kynna mér síðu þessa vesalings.
Jens Guð, 24.9.2007 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.