30.9.2007 | 16:32
Vanræksla og þykjustupabbi ...
Ég veit að það er ljótt að gera upp á milli barnanna sinna. Fór samt í bíltúr með öðrum syninum og skildi Jónas eftir heima til að ryksuga. Nauðþurftaferð í Krónuna að kaupa mjólk minnti mig líka á hvernig ég vanrækti einu sinni Guðbrand minn ... eða ekki. Í hverri ferð um bæinn með erfðaprinsinum þekki ég einhvern og núna í dag hitti ég Svölu Braga, mömmu Helgu Brögu leikkonu, en við vorum saman í Skagaleikflokknum á öldum áður. Svala minnti mig á misskilning sem varð í partíi heima hjá Ólínu, elsku formanni leikflokksins, en hún er m.a. mamma Þorvaldar sem næstum rústaði tvisvar sinnum Viltu vinna milljón. Það sem Ólína heyrði var að Guðbrandur litli, þriggja mánaða, væri niðri í kjallara en það væri allt í lagi með hann því að hann hefði nægan mat. Ólínu létti mikið þegar hún komst að því að um kettling var að ræða en ekki ungbarn.
Þess má geta að Þorvaldur heimsótti mig á sængurkvennadeildina á Akranesi í apríl 1980. Ég spurði hann hvort hann missti ekki mannorðið með því að koma í pabbaheimsóknartímanum. Hann sagði ósvífinn um leið og alvörupabbinn kom inn úr dyrunum: Vertu bara fegin að fá bæði pabbann OG eiginmanninn! Pabbanum var ekki skemmt þótt hann bæri sig vel þannig að ég kunni ekki við að hlæja of lengi.
Við kíktum á húsið hennar Ellýjar í 101 Akranes og það verður án efa æðislegt. Hún hefur verið að rífa allt innan úr því og senn hefst uppbyggingin. Ég færði henni latte úr Skrúðgarðinum sem er skáhallt hinum megin við götuna. Einu sinni var þarna heimili, þá blómabúð, síðar kaffihús og breytist brátt í fallegt heimili ef ég þekki Ellýju rétt.
Gólfin í himnaríki voru orðin tandurhrein og Jónas kominn í hleðslu þegar við komum heim. Erfðaprinsinum finnst Akranes besti staðurinn á jarðríki, allir svo frábærir og skemmtilegir hvar sem hann kemur, hann er náttúrlega Skagamaður, fæddur hér og uppalin fyrstu árin, ég er ekki fædd hér og hef þurft að berjast ofboðslega fyrir tilverurétti mínum ... djók. Bíóhöllin á Akranesi er með fína heimasíðu og þar kom fram að sýningin verður kl. 20 í kvöld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Mér finnst leiðinlegt að sjá hvernig þú kemur fram við Jónas! Mundu bara að koma með báða synina í skötuveisluna á Þorláksmessu, Jónas má alveg ryksuga aðeins ef hann vill og svo geta allir fengið sér skötu eða pylsur eftir því hvernig smekkurinn er ;) Gaman að sjá ykkur í bókabúðinni!
Dagbjört (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 17:18
Ó, sömuleiðis, elskan mín, frábært að hitta ykkur. Ég veit að prinsarnir munu báðir þiggja skötu á Þorláksmessu hjá ykkur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 17:23
Tað er nú bara BANNAÐ að gera upp á milli sonanna hehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.9.2007 kl. 17:59
Best að taka Jónas undir hendina og leyfa honum að koma með í Bíóhöllina ... hehehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 18:15
hahahaha þú ert náttúrlega snilli Gurrí mín. Voða tillitssöm líka að hlæja ekki of lengi þar sem þú lást á sængurkvennadeildinni.
Hjúkkit að það er til heimasíða á bíóið. Mér líður betur. VEit ekki alveg hvort það borgi sig að taka Jónas með í bíó, hann myndi örugglega lauma sér úr sætinu og fara að týna upp poppið á gólfinu. Þú gætir týnt honum.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 19:15
Satt Jóna, Jónas ætti EKKI að fara í bíó, hann yrði ekki ánægður með poppið á gólfinu og Gurrí yrði öðrum syninum fátækari hehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.9.2007 kl. 19:45
Er Jónas fyrrum stjúpfaðir erfðaprinsins, nú meintur bróðir hans orðinn Öskubuski?
krossgata, 30.9.2007 kl. 21:31
Verð að játa að ég er konan sem þekkti þröst af vangasvipnum iss hvurslags maður gleymir svona fallegu nafni ég bara spyr en já myndin á eftir að ritskoða allar þær myndir sem ég tók í gærkveldi ekki víst að þær eigi erindi á netið hummm....kemur í ljós og læt þig þá vita fyrsta Gurrí mín
Brynja (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 22:02
Krossgata ... geta Jónasar var þannig að ég ákvað frekar að ættleiða hann en þjálfa hann upp í að verða stjúpi erfiðaprinsins ...
Er fegin að ég tók Jónas ekki með í bíó, hann hefði brætt úr sér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 22:12
Veistu, ég held að þú þættir bara skrýtin ef þú kæmir með ryksugu með þér út í búð og bíó, þannig að misréttið er réttlætanlegt. Annars samgleðst ég bæði þér fyrir þriðja sætið (veit að dóttir mín í Ungverjalandi er líka kát) og svo er bara hjúkk hjá okkur KR-ingum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.9.2007 kl. 22:23
Snilldarathugasemd frá umræddum Þorvaldi þarna á sængurkvennadeildinni, svona 'spontata' bara alvöru menn.
Þetta með að hafa hafnað Jónasi sem stjúpa & ættleitt hann í snatri gæti máske komið í bakið á þér seinna meir samt. Í þessari rafreiknaveröld er alltaf verið að bjóða upp á ýmsar uppfærslur & aukahluti við þá sem að auka getu & þol hjá ýmsum ~draumaprinsum~ einhverra ~dramakvína~.
Verra væri nú ef að þú þyrftir að snúa þessu til baka, svona erfðaprinsins vegna.
S.
Steingrímur Helgason, 30.9.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.