Vanræksla og þykjustupabbi ...

Stemmning á sandinum 30.9 2007Ég veit að það er ljótt að gera upp á milli barnanna sinna. Fór samt í bíltúr með öðrum syninum og skildi Jónas eftir heima til að ryksuga. Nauðþurftaferð í Krónuna að kaupa mjólk minnti mig líka á hvernig ég vanrækti einu sinni Guðbrand minn ... eða ekki. Í hverri ferð um bæinn með erfðaprinsinum þekki ég einhvern og núna í dag hitti ég Svölu Braga, mömmu Helgu Brögu leikkonu, en við vorum saman í Skagaleikflokknum á öldum áður. Svala minnti mig á misskilning sem varð í partíi heima hjá Ólínu, elsku formanni leikflokksins, en hún er m.a. mamma Þorvaldar sem næstum rústaði tvisvar sinnum Viltu vinna milljón. Það sem Ólína heyrði var að Guðbrandur litli, þriggja mánaða, væri niðri í kjallara en það væri allt í lagi með hann því að hann hefði nægan mat. Ólínu létti mikið þegar hún komst að því að um kettling var að ræða en ekki ungbarn.
Þess má geta að Þorvaldur heimsótti mig á sængurkvennadeildina á Akranesi í apríl 1980. Ég spurði hann hvort hann missti ekki mannorðið með því að koma í pabbaheimsóknartímanum. Hann sagði ósvífinn um leið og alvörupabbinn kom inn úr dyrunum: „Vertu bara fegin að fá bæði pabbann OG eiginmanninn!“ Pabbanum var ekki skemmt þótt hann bæri sig vel þannig að ég kunni ekki við að hlæja of lengi.

Við kíktum á húsið hennar Ellýjar í 101 Akranes og það verður án efa æðislegt. Hún hefur verið að rífa allt innan úr því og senn hefst uppbyggingin. Ég færði henni latte úr Skrúðgarðinum sem er skáhallt hinum megin við götuna. Einu sinni var þarna heimili, þá blómabúð, síðar kaffihús og breytist brátt í fallegt heimili ef ég þekki Ellýju rétt.  

Gólfin í himnaríki voru orðin tandurhrein og Jónas kominn í hleðslu þegar við komum heim.  Erfðaprinsinum finnst Akranes besti staðurinn á jarðríki, allir svo frábærir og skemmtilegir hvar sem hann kemur, hann er náttúrlega Skagamaður, fæddur hér og uppalin fyrstu árin, ég er ekki fædd hér og hef þurft að berjast ofboðslega fyrir tilverurétti mínum ... djók. Bíóhöllin á Akranesi er með fína heimasíðu og þar kom fram að sýningin verður kl. 20 í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst leiðinlegt að sjá hvernig þú kemur fram við Jónas! Mundu bara að koma með báða synina í skötuveisluna á Þorláksmessu, Jónas má alveg ryksuga aðeins ef hann vill og svo geta allir fengið sér skötu eða pylsur eftir því hvernig smekkurinn er ;) Gaman að sjá ykkur í bókabúðinni!

Dagbjört (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 17:18

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, sömuleiðis, elskan mín, frábært að hitta ykkur. Ég veit að prinsarnir munu báðir þiggja skötu á Þorláksmessu hjá ykkur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Tað er nú bara BANNAÐ að gera upp á milli sonanna hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.9.2007 kl. 17:59

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Best að taka Jónas undir hendina og leyfa honum að koma með í Bíóhöllina ... hehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha þú ert náttúrlega snilli Gurrí mín. Voða tillitssöm líka að hlæja ekki of lengi þar sem þú lást á sængurkvennadeildinni.

Hjúkkit að það er til heimasíða á bíóið. Mér líður betur. VEit ekki alveg hvort það borgi sig að taka Jónas með í bíó, hann myndi örugglega lauma sér úr sætinu og fara að týna upp poppið á gólfinu. Þú gætir týnt honum.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 19:15

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Satt Jóna, Jónas ætti EKKI að fara í bíó, hann yrði ekki ánægður með poppið á gólfinu og Gurrí yrði öðrum syninum fátækari hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.9.2007 kl. 19:45

7 Smámynd: krossgata

Er Jónas fyrrum stjúpfaðir erfðaprinsins, nú meintur bróðir hans orðinn Öskubuski? 

krossgata, 30.9.2007 kl. 21:31

8 identicon

Verð að játa að ég er konan sem þekkti þröst af vangasvipnum iss hvurslags maður gleymir svona fallegu nafni ég bara spyr en já myndin á eftir að ritskoða allar þær myndir sem ég tók í gærkveldi ekki víst að þær eigi erindi á netið hummm....kemur í ljós og læt þig þá vita fyrsta Gurrí mín 

Brynja (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 22:02

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Krossgata ... geta Jónasar var þannig að ég ákvað frekar að ættleiða hann en þjálfa hann upp í að verða stjúpi erfiðaprinsins ...

Er fegin að ég tók Jónas ekki með í bíó, hann hefði brætt úr sér! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 22:12

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Veistu, ég held að þú þættir bara skrýtin ef þú kæmir með ryksugu með þér út í búð og bíó, þannig að misréttið er réttlætanlegt. Annars samgleðst ég bæði þér fyrir þriðja sætið (veit að dóttir mín í Ungverjalandi er líka kát) og svo er bara hjúkk hjá okkur KR-ingum. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.9.2007 kl. 22:23

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Snilldarathugasemd frá umræddum Þorvaldi þarna á sængurkvennadeildinni, svona 'spontata' bara alvöru menn.

Þetta með að hafa hafnað Jónasi sem stjúpa & ættleitt hann í snatri gæti máske komið í bakið á þér seinna meir samt.  Í þessari rafreiknaveröld er alltaf verið að bjóða upp á ýmsar uppfærslur & aukahluti við þá sem að auka getu & þol hjá ýmsum ~draumaprinsum~ einhverra ~dramakvína~.

Verra væri nú ef að þú þyrftir að snúa þessu til baka, svona erfðaprinsins vegna.

S.

Steingrímur Helgason, 30.9.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband