1.10.2007 | 09:03
Með taugarnar þandar ...
Jæja, sagði Tommi jákvæður þegar við ókum framhjá tómri sætukarlastoppistöðinni. Það hlýnar með þessu roki. Hann var að hlusta á veðurfregnirnar á Rás 2.
Okkur verður þá ekki kalt þegar við fjúkum út af, sagði ég enn jákvæðari.
Voða gálgahúmor er þetta, sagði Ásta og hnussaði hneyksluð.
Ja, við verðum ekki úti í svona hita, Ásta mín, sagði Tommi vingjarnlega.
Ég bjóst við hinu versta þegar við komum út úr göngunum en merkilegt nokk, það var bara allt í lagi, enda fóru hviðurnar bara upp í 27 m/sek. Ég gat samt alveg sungið í huganum með GCD í útvarpinu: "Með taugarnar þandar, tra la la la la ..." Ásta plataði mig svolítið, hún heilaþvoði mig til að fara út í Ártúni um leið og allir hinir. Þetta flýtti för Ástu á Landspítalann um 2 mínútur en hjá mér tók við bið dauðans ... í heilar 14 mínútur í allt of vel loftræstu biðskýli. Fyrst kom lítið kvikindi (nr. 18), reyndar of snemma en strætóinn sem var á leiðinni, fullur af farþegum, hafði bilað og þetta var aukavagn.
Vegna fegurðar minnar bauð bílstjórinn mér að bíða í vagninum þangað til bilaði vagninn kæmi. Ég gat því valið um sæti. Eftir nokkra bið komu hinir farþegarnir óttaslegnir á svip, enda hafði verið afar undarlegt aukahljóð í strætó alla leiðina neðan úr bæ. Konan sem settist við hliðina á mér í Ártúni var í spjallstuði og sagði mér allt um óhljóðin í strætó. Ég vildi toppa þetta og sagði henni allt um vindhviðurnar á Kjalarnesi. Þegar við beygðum upp í Árbæ vorum við orðnar perluvinkonur. Hún býr í miðbænum og fór að tala illa um háhýsin við sjávarsíðuna. Hún hafði fulla trú á því að orkan frá hafinu sem feykti slæmum hlutum á brott væri hindruð af stóru húsunum við ströndina. Lætin í miðbænum ... þarf að segja meira? Mér fannst þetta mjög athyglisvert og á stoppistöðinni við Prentmet, þar sem hún fór út, tókumst við í hendur, agalega ánægðar með þessu stuttu kynni.
Voðalega missir fólk af miklu með því að keyra þessar blikkbeljur sínar í stað þess að geta spjallað hvert við annað í strætó, kynnst nýju fólki á hverjum degi, lært útlensku, notið útsýnis og ýmislegt fleira. Öllum finnst kúl að taka strætó eða lest í útlöndum ... ekki hér heima, er það kannski veðrið, strjálar ferðir eða þessi gamli, algjörlega fáránlegi misskilningur að það sé bara ljótt fólk og lúserar sem taka strætó?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 17
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 651
- Frá upphafi: 1506004
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 528
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þú ert fyrir löngu búin að afsanna það að það sé bara ljótt fólk og lúserar sem taka strætó
Kjartan Pálmarsson, 1.10.2007 kl. 09:40
Þú er alveg frábær elsku Gurrí mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 11:50
Bara eins og akandi félagsmiðstöð,það ætti kannski að bjóða upp á strætóferðir alla nóttina frá miðbæ Reykjavíkur um helgar til að koma börnunum heim á skikkanlegum tíma
María Anna P Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 11:57
Eru þá ekki slæmir inn til landsins og allt vaðandi í ofbeldi þar, þar sem engin sjávarorka kemur? Ég man eftir einum þvagleggjara inn til landsins svona þegar ég reyni svolítið á minnið.
krossgata, 1.10.2007 kl. 12:18
Dam u!! Nú er laglínan "með taugarnar þandar" á háa c-inu límd á heilann minn.
En gott að heyra að þú komst heil í borg óttans
Ólöf Anna , 1.10.2007 kl. 12:26
Þegar að ég bjó í borg óttans og syndanna þá var það stundum helgarskemmtun hjá mér og börnunum eða fara í smá ferðalag með strætó. Þeim fannst þetta alltaf jafn gaman.
En að nota hann á hverjum degi til að koma börnum á leikskóla og mér í vinnu hefði tekið mig rúmlega klst lengur heldur en að fara á blikkdósinni minni... sem tók þó ansi langan tíma.
Núna bý ég bara í "sveitinni" og naut þess í botn í morgun að labba með börnunum í skóla í morgun og svo áfram í vinnuna... og það tók bara uþb 10 mínútur í fáránlega miklu roki!
Rannveig Lena Gísladóttir, 1.10.2007 kl. 12:42
Kostirnir við að taka almenningsvagn eru ótvíræðir. Það hefur þú kennt mér kona góð. Knús í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 14:35
´Hví í ósköpunum hafa forsvarsmenn Strætó Byggðasamlags, ekki notað höfuð sín og ráðið þig sem sérstakan áróðursfulltrúa, göfuga fröken Guðríður Haraldsdóttir!?
Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 17:59
Sem blaðamaður hefðir þú þurft að vera í vagninum sem bilaði. Stórkostleg lífsreynsla að lend í því í Róm. Tók vagninn 5 mínútur að stöðvast alveg til fulls. Rykkir og drunur í 5 mínútur, þá STOPP. Allir kaddlar þurftu að segja sína skoðun - líka með útlimum: "Þetta er diskurinn". "Nei hann er sjálfskiptur". "Bensínstífla". "Nei þetta er Diesilbíll........ "
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:48
Ólöf Anna , 1.10.2007 kl. 22:10
hmm, hvar er sætukarlastoppustöðin ? Ég þarf að skoða hana
Svava S. Steinars, 1.10.2007 kl. 23:28
Hún er þar sem við "sætukarlanir" keyrum framhjá á stóru jeppunum okkar og vorkennum konunum sem hírast þar í votviðrinu, en það er alltaf svo lítið pláss í sætunum fyrir drasli ,Svava.
Þröstur Unnar, 1.10.2007 kl. 23:41
Þú hlýtur að vera á prósentum hjá bus.is gurrí mín
Jóna Á. Gísladóttir, 1.10.2007 kl. 23:54
Sko, hún situr örugglega niðri á Galito að gúffa í sig Tandorri kjúlla.
Þröstur Unnar, 1.10.2007 kl. 23:58
Vá, hér var sofnað snemma í gær og ekkert vaknað fyrr en 13-14 tímum síðar. Það verður bloggað um hádegisbil, fyrst þarf að fara í sjúkraþjálfun.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.10.2007 kl. 08:29
Bara 27m/sek??????? Miðað við reynsluna sem ég fékk við að keyra heim fyrir viku síðan held ég mig HEIMA ef hviðurnar eru yfir 15!!!! Ekki einu sinni lokk um verslunarferð myndi draga mig út að keyra í svona veðri aftur!!!!
Saumakonan, 2.10.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.