Ill meðferð ...

Sit hér við vinnu mína og horfi af og til á fallegu öldurnar. Var að fletta gömlum Vikum í gær og rakst þar á dagsanna sögu sem mig langar að deila með bloggvinum mínum:

Héraðsdómur RvíkurJón og Gunna fóru til dómarans og kváðust vilja skilja.
„Hver er orsökin?“ spurði dómarinn
„Grimmdarleg og ómanneskjuleg hegðun mannsins míns,“ sagði Gunna, „alltaf þegar hann er á fylleríi dettur honum eitthvað fáránlegt í hug en nú hefur hann farið yfir öll mörk. Um síðustu helgi batt hann mig við rúmið, setti á mig gervihænugogg, smurði mig með lýsi og neyddi mig til að syngja Gleðibankann!“
„Guð minn góður,“ sagði dómarinn. „þetta er hræðilegt.“

„Já,“ sagði konan, „Jón veit alveg hvað ég hata þetta lag!“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ekki minnist ég tess arna úr skilnaðarferli mínu og hans Jóns hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.10.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æ æ enda maðurinn ekki mikill "Gleðibanki"!

Edda Agnarsdóttir, 2.10.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, þú drepur mig (ef merghvarfið gerir það ekki).

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 18:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún Gunna hefur semsagt verið óttarleg hæna,  ef Jón greyið hefði valið t.d. Góða ferð, hefði þetta sloppið til. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 20:32

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OKeiii!

Allt er jú afstætt og misjafnt er mannanna meinið:

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.10.2007 kl. 20:40

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

hehehe alger snilld

Halldór Sigurðsson, 2.10.2007 kl. 21:29

7 identicon

Var að súpa á mínu eðal kaffi þegar ég las þetta og frussaði nánast öllu yfir skjáinn Gleðibankinn Rúllar á mínu heimili í sátt og samlyndi

Brynja (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:30

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

neeeeeiiiii

Jóna Á. Gísladóttir, 2.10.2007 kl. 22:08

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Skrýtin kona, þetta er fínt lag !

Shnilld zamt.....

S.

Steingrímur Helgason, 2.10.2007 kl. 23:54

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað er með Guðríði, farin að sofa fyrir fréttir á hverju kvöldi, verð að segja að ég hef áhyggjur af þessu. Ætli það sé húsbóndinn nýi, eða er hún fúl útí okkur Edda að þyggja ekki eplapæið. It worryes me.

Kannski er hún bara að hlusta á Gleðibankann boundet and slippy.

Þröstur Unnar, 3.10.2007 kl. 00:13

11 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Veistu nokkuð símanúmerið hjá Jóni þessum

Þóra Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 00:27

12 Smámynd: Jens Guð

  Ég náði þessum ekki alveg.  Enda barnalegur og fattlaus. 

Jens Guð, 3.10.2007 kl. 01:52

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, Jens, þú ert ekkert fattlaus eða barnalegur, elskan, þetta er bara sýrður brandari. Flestum hefði þótt nóg um að láta maka sig lýsi og niðurlægja ... nei, þessi kona leit á það sem aukaatriði, hún hataði Gleðibankann ... eins og skipti einhverju máli hvaða lag hún var neydd til að syngja ..., jamm.

Ég veit ekki hvernig ég á að skilja NEIIIIIII-ið frá Jónu.

Já, ég var að vinna í gærkvöldi og tölvan var líka hundleiðinleg við mig, ég datt í sífellu út úr tengingu og gat eiginlega hvergi kommentað nema með mikilli fyrirhöfn. Gat því ekki bloggað um það hvernig ég var næstum því dáin af kjúklingaeitrun og svona ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.10.2007 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband