3.10.2007 | 09:25
Læknisraunir Ástu&son, lífshætta og heitavatnsleysi!
Ásta sagði mér læknisfarir sínar ekki rennisléttar á leiðinni í bæinn með drossíunni hennar. Hún fór til læknis nýlega út af verkjum í mjöðm og gerði þau mistök að taka unglingsson sinn með ... en stráksi hafði slasað sig og verið til meðferðar hjá þessum sama lækni. Læknirinn trylltist yfir því að hún "reyndi að fá tvo fyrir einn" á svona ósvífinn hátt svo að barnið hrökklaðist fram og næstu fimm mínútur af tíu mínútna tímanum fóru í að læknirinn fann hitt skiptið sem Ásta mætti með barn með sér (án þess að gerð væri athugasemd við það þá). Ásta var reyndar ekki að spara peninga með þessu, heldur tíma og hefði glöð greitt annan 4.000 kall og sloppið við svona leiðindi. Verkir í mjöðmum reyndust vera bólgur í vöðvafestum og ekki séns að hún fengi sjúkraþjálfun eða bólgueyðandi ... óver his dedd boddí. Hún skyldi bara fara að hreyfa sig.
Ég vorkenni lækninum mest að hafa ekki getað sagt hryssingslega að Ásta ætti að fara í megrun og hætta að reykja, því miður, hans vegna er Ásta tággrönn, reyklaus og fer í minnst klukkutíma gönguferð á dag.
Sonur Ástu hringdi í næsta símatíma læknisins og kvartaði yfir bólgnum fæti og sárum verkjum eftir að gifsið var tekið. "Hvað með það?" sagði læknirinn. "Ha?" hváði drengurinn. "Só vott?" endurtók doksi upp á ensku. Hann sagði honum að drullast til að fara að vinna en skrifaði reyndar vottorð fyrir hann. Hélt fyrst að Ásta væri að grínast þegar hún sagði mér þetta, þeir væru útdauðir þessir læknar sem héldu að þeir væru guð. Minnir að ég hafi einu sinni upplifað dónaskap frá eldri lækni með nefið upp í loftið. Það pirraði hann eitthvað að geta ekki sjúkdómsgreint mig.
Mér finnst læknar almennt með skemmtilegra fólki, hafa góðan húmor og taka sig ekkert of hátíðlega. Ásta var engin ástæða leiðindanna, hann er víst svona við alla, elsku guðinn.
Eldaði eina bestu súpu lífs míns í gærkvöldi og ætlaði að skella niðurskornum kjúklingabitum út í til að gera hana matarmeiri. Okkur erfðaprinsi fannst skrýtið að óútskýrða fýlan í ískápnum hvarf þegar kjúklingurinn var kominn úr honum en samt fundum við enga fýlu af kjúllanum. Ég skar bringurnar niður og skellti þeim á heita pönnu ... þá kom ísskápslyktin aftur en nú upp úr pönnunni. Við fleygðum kjúklingnum (sem ég keypti fyrir fjórum, fimm dögum, dagsetn. sást ekki) en ég þorði ekki einu sinni að reyna að lokka Jónatan máv til mín aftur með honum. Tel að við prinsinn höfum verið í lífshættu um tíma í gær, enda hafði ég eiginlega hugsað mér að skella hráum kjötbitunum beint út í súpuna og láta þá malla þar ...
Í dag verður ljósmyndataka og ég hata myndatökur, enda er ég oftast eins og vélsagarmorðingi á myndum, sérstaklega á debitkortinu mínu. Getur Vikan ekki notað þessa sjö ára gömlu mynd af mér sem er t.d. hér á blogginu? Nei, það þarf að festa hverja nýja hrukku og hverja nýja fitufellingu á filmu fyrir komandi kynslóðir ... sem er þannig séð allt í lagi, hrukkur eru smart og fellingar kúl, það er bara þetta attitjút hjá ljósmyndurum að þurfa að láta mann brosa, ég þoli ekki að brosa, finnst það ömurlegt ... fólk hræðist mig ekki brosandi og missir alla virðingu fyrir mér ef ég brosi ... arggg
Í gærkvöldi ætlaði ég að gera mig óhugnanlega fallega og lita hárið á mér dekkra fyrir komandi myndatöku. En það var heitavatnslaust í himnaríki!! Hvernig er hægt að gera mér þetta á svona mikilvægum tímamótum? ANNA!!! Hvernig getur Orkuveitan útskýrt þetta? Var búin að blanda litinn sem bíður víst enn hristur en opnaður inni á baði, hlýtur að vera orðinn ónýtur. Kostaði BARA 2.000 kall. Ég er því með brúnt hár í dag, ekki dökkbrúnt. Mútaði reyndar Róberti snillingsmeistara með fimmtíukalli til að setja mig í fótósjopp. Hann mun án efa gefa rétta mynd af guðdómlegu innræti mínu. Myndin til vinstri sýnir hvað ég myndast hræðilega illa svona dagsdaglega, enda ekki með dökkbrúnt hár í þetta skiptið.
P.s. Ætli liturinn sé ekki ónýtur? Kannski bjartsýni að reyna að nota hann ... þ.e.a.s. ef heita vatnið verður komið í kvöld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 636
- Frá upphafi: 1505989
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
eins gott að þú uppgötvaðir heitavatnsleysið áður en þú varst búin að setja litinn í
Gunna-Polly, 3.10.2007 kl. 09:40
Átti nefnilega að bleyta hárið fyrst, þerra það og síðan setja litinn. Það bjargaði mér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.10.2007 kl. 10:06
Aumingja Ásta. Þessi læknir er búinn að setja sig í guðatölu og hefur greinilega ekki tekið kúrs í "bedside manners".
Til hamingju með háralitinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 10:14
Þvílíkar hrakfarir! Á hrakfarir ofan. Þú átt alla mína samúð (og Ásta) með lækninn, brosin og litinn. En af hverju hitaðirðu ekki bara vatn í potti eða hraðsuðukatli og notaðir í litunaraðgerðir?
krossgata, 3.10.2007 kl. 10:15
Ef þú varst búin að hrista litinn saman en ekki opna hann, þá ertu heppinn ef brúsinn verður ekki sprunginn þegar þú kemur heim Nei kannski ekki, en svona án gríns þá geta þeir samt sprungið ef of langur tími líður þangað til þeir eru opnaðir, það kom fyrir vinkonu mína. *pomm* litur út um ALLT baðherbergi Það er ekki mælt með því að láta of langan tíma líða frá því þú hristir hann saman þar til þú notar hann. Ég er hrædd um að þú verðir bara að vera ljósbrúnhærð áfram
Oddný (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:34
Ég segi það sama og Gunna polly knús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.10.2007 kl. 10:55
Gurri, hvar er sveitaeðlið í þér, einhver hefði nú bara soðið vatn og blandað það síðan með köldu til þess að skola upp úr ;) maður á aldrei að deyja ráðalaus. Það er bannorð.
En ertu ekki líka alveg hrikalega sæt eins og þú ert, það finnst mér alla vega.
Guðný Jóhannesdóttir, 3.10.2007 kl. 11:09
Var greinilega ekki búin að lesa nógu vel því ég get ekki orða bundist með lækna. Ég sótti heim alls kyns lækna í níu ár og fékk ætíð að heyra að ekkert væri að mér. Einn gekk svo langt að segja að það væri ekkert að mér líkamlega!
Hitti á frábæra lækna eftir að ég flutti á Krók og í ljós kom að það sem hefur verið að hrjá mig er vefjagigt en ekki móðursýki. Mannasiður 102 er áfangi sem allir læknar þyrftu að taka og standast til þess að fá starfsréttindi.
Guðný Jóhannesdóttir, 3.10.2007 kl. 11:12
Varðandi lækna ég held að þeir séu allmennt komir á þá skoðun um sjálfan sog að þeir geta ekkert, Þeir hjakka í sama fari eilíft og hlusta ekki á sjúklingin og jafnlvel gera grín og segja varstu að lesa einhvað á netinu og segja það er stórhættulegt. Það er kannski rétt enda les maður New England Jornual og mayoclinic.com ofl sem mikils metnir læknar skrifa.
Valdimar Samúelsson, 3.10.2007 kl. 11:33
einhvern veginn get ég ímyndað mér að Ásta og sonur séu búin að skipta um lækni. Þetta væri allavega feikinóg ástæða til slíks.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.10.2007 kl. 12:43
Arrrrrrr "LÆKNAR" eru eitt af blótsyrðunum í mínum orðaforða... þar undantalinn elsku gigtarlæknirinn minn sem vill allt fyrir mig gera (ef hann fengi þeas) Barðist við þessa fjanda í mörg ár en komst svo til manns sem bókstaflega bjargaði lífi mínu... án hans væri ég ekki á meðal ykkar í dag
Bíddu... var heitavatnslaust hjá ykkur líka???? Hér varð allt heitavatnslaust í gær og þegar ég hringdi til að ath málið þá var bilun í Varmaveitunni svo vatnið kólnaði þar niður. Öll hús með fjarvarmaveitu urðu semsagt að gera sér að góðu kalt vatn þar til í gærkvöldi þegar tókst að fá upp hitann aftur.
Saumakonan, 3.10.2007 kl. 13:45
Ég segi nú bara fuck the fucking doctor. svona menn eiga ekki að fá að starfa, nógu er nú erfitt að hafa sig í það að kvarta þegar eitthvað er að. Henda manninum. Fáum við nýja mynd þegar liturinn verður kominn í ???
Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 14:12
Það hugsa ekki allir í peningum. Sumir bera virðingu fyrir tíma þeirra sem á eftir koma.
Eða viljum við fá ákveðinn tíma og sitja svo og bíða og bíða þar til búið er að afgreiða alla sem koma með þeim sem á pantaða tímann. Bara spyr.................
Annað viðhorf (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:59
Gurrí, ég myndi ekki tora að nota hárlitinn eftir allan tennan tíma, hárið gæti sannarlega orðið undarlegt á litinn.
Læknar? ég toli ekki lækna!!!
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.10.2007 kl. 16:41
Mín var ánægjan, elsku Guðmundur, það var mjög gaman að fá þig og höfðinglegt af þér að bjóða okkur mæðginum út að borða!
Held að ég þori ekki að nota hárlitinn í kvöld eftir að hann var blandaður og túpan opin í sólarhring.
Gott að fá annað viðhorf á læknablogg Ástu, auðvitað er tíminn dýrmætur líka, kurteisin hefði samt mátt vera meiri ... Held að Ásta hafi bara ætlað að biðja lækninn um að kíkja á fótinn á stráknum til að athuga hvort væri ástæða til að panta sérstakan tíma fyrir hann.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.10.2007 kl. 17:58
Blessuð Gurrí mín. Heldurðu ekki að hún vinkona þín sé aðeins að færa í stílinn frásögnina um læknisheimsóknina ? Ég held þetta hafi ekki verið spurning um peninga hjá þessum lækni heldur að það var pantaður tími fyrir 1 einstakling ekki 2. Svo förum við að hittast á meðan við getum sagt að við séum fjörtíu og.......
Sigga G. (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:59
Held að hún hafi aðallega verið hissa á attitjúdinu, ókurteisinni, bæði við hana og svo strákinn seinna. Eins gott að það eru engir Skagalæknar svona ... Jú, við verðum að hittast á meðan við erum bara rétt rúmlega fertugar.
Já, Anna, ég var að kalla. Er enn brúnhærð og bjútífúl, fleygði fjandans litnum, tók ekki sénsinnn svo að ég endaði ekki með fjólublátt hár. Fer fram á að OR gefi mér 2.000 króna afslátt af næsta reikningi. Sjúr.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 18:42
Er Oddný vinkona mín? Þetta kom nebblega fyrir mig
Guðrún Vala Elísdóttir, 5.10.2007 kl. 19:38
Oddný? Ertu að meina Ástu?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:45
nei sjáðu komment nr. 5
Guðrún Vala Elísdóttir, 5.10.2007 kl. 20:10
Úps, las of hratt yfir kommentin. Ég tók Oddnýju og fleiri svo alvarlega að ég fleygði litnum. Bíð bara þangað til hárgrisssslukonan mín litar mig í byrjun nóvember. Get verið ljósbrúnhærð þangað til. Sorrí, elsku Guðrún Vala mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.