Smitandi friðarsúla

Ljósaskiptin í fyrradagÖldurnar hafa verið svo háværar í kvöld og leitt að geta ekki séð þær. Það hefði verið snjallt að flytja ljóskastarann í sundlauginni hér á Skaganum (þennan sem blindar mig þegar ég sit við borðstofuborðið) við Langasandinn og beina honum út að sjó. Þessu er hér með komið á framfæri. Ljóskastarinn hefur löngum angrað mig, enda fyndist mér réttara að láta hann lýsa á sundlaugarsvæðið, ekki í augu fólks í himnaríki.

Sigþóra var á miklum kagga í dag, bíl sonar síns, og bauð mér far heim. Það var skrambi notalegt. Annars var gott að hvíla í örmum Ástu í strætó í morgun en það var frekar kalt á leiðinni upp brekkuna, það er komið vettlingaveður. Ég kvíði oggulítið fyrir föstudagsveðrinu en þá verður hvasst og erfið vindátt fyrir strætó. Frekar fúlt að komast ekki heim í helgarfrí fyrir hviðum. Get fylgst vel með á www.yr.no - æðislegu veðursíðunni minni.

Held að friðarsúlan hennar Yoko Ono hafi þegar haft góð áhrif. A.m.k. gerði reykurinn úr sementsverksmiðjunni heiðarlega tilraun til að herma eftir henni og stóð þráðbeint upp í loftið þegar við Sigþóra ókum inn á Skagann í dag. Skil ekki hvers vegna fólk heldur að það sé alltaf rok hérna. Skagalognið er frægt víða um heim.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og flott mynd - blankalogn.

Halldór Sigurðsson, 10.10.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Ragnheiður

þessi mynd er voðalega falleg og friðsæl

Ragnheiður , 10.10.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nú bara yndisleg mynd, vantar bara þig í rómantískri kvöldgöngu með þessum á hvíta hestinum, hann gæti skilið hestinn eftir heima og svo haldið þið á skónum ykkar og við hækkum svo hitastigið um 30 gráður. Unaðslegt    

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: krossgata

Hrikalega flott og friðsæl mynd.  Skagalognið  hmm.  Ég hef heyrt um fagurt kvenfólk og góðar kartöflur.

krossgata, 10.10.2007 kl. 22:50

5 identicon

Þessi mynd sýnir nú bara hvað það er kyrrlátt og fallegt hér á skaganum En vona að þú komist heim heilu höldnu fyrir helgina ef hvessir eitthvað hinu megin við göngin Annars er ég hálf fúl að komast ekki gegnum blessuð göngin í nótt vegna lokunar:/ þarf að keyra Hvalfjörðin í myrkrinu Því ég þarf að komast til keflavíkurvöll ætla að djamma með frændum okkar írum næstu 4 daga hafið góða helgi öll

Brynja (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tryllingslega fagurt kvenfólk, góðar kartöflur og logn. Mundi ekki alveg þetta þriðja en það er örugglega lognið.

Góða ferð, Brynja og skemmtu þér konunglega hjá elsku Írunum. Leitt að næturlokunin hittir svona akkúrat á ferðalagið þitt, Hvalfjörðurinn er fallegur ... en það verður myrkur, dammmmn. Það styttist í rómantískar kvöldgöngur, hugsa ég. Kannski bara með Jónasi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.10.2007 kl. 23:00

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mig langar að hvetja ykkur til að horfa á RÚV núna, Ríkissjónvarpið um kristilegu sumarbúðirnar fyrir börn. Held að þetta sé dúndurmynd!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.10.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband