11.10.2007 | 08:26
Óvitar; samsæri OR og kristilegar sumarbúðir
Þegar við Sigþóra ókum frá himnaríki rétt fyrir sjö sáum við tvo karla híma á stoppistöðinni minni, karla sem hefðu átt að vera í göngunum á þessum tíma. Kannski sváfu þeir yfir sig og biðu eftir næsta (eftir 40 mín), kannski svaf bílstjórinn yfir sig af því að það var rafmagnslaust í hálftíma í nótt. Allar vekjaraklukkur í rugli á Skaganum. Aðvörunarmiði um það kom í póstkassann gær, já og svo verður heitavatnslaust í kvöld, ekkert kvöldbað fyrir frúna. Er verið að búa okkur Skagamenn undir orkuskömmtun? Er eitthvað í gangi hjá Orkuveitunni? Ætli eigi að sýna okkur með þessu hvað það skiptir miklu máli að hafa rafmagn og heitt vatn, hækka svo gjaldið sem við borgum síðan glöð því að búið er að sýna okkur hvað orkan er nauðsynleg .... Vekjaraklukkan mín blikkaði krúttlega í morgun og var gjörsamlega út úr kú, blessunin. Það var Síminn sem bjargaði mér. Í gærkvöldi gerði ég nefnlega eftirfarandi: *55*0615# og Síminn hringdi í símann minn á sekúndunni 6.15 í morgun. Íbúfen var síðan málið og góður latte.
Þokan var ógurlega grunsamleg í morgun og jókst eftir því sem við nálguðumst ástkæra höfuðborgina. Sigþóra fáránlega hress á jeppanum hans sonar síns, enda virkilega vel útsofin, ég aftur á móti VARÐ að horfa á heimildamyndina um kristilegu innrætingarbúðirnar sem var á dagskrá undir miðnætti í gær. Takk RÚV, frábær mynd, seint á ferð, ógnvekjandi og sorgleg. Eins gott að Hilda systir rekur sumarbúðir sem eru hlutlausar í trúmálum ... Sigþóra spilaði geisladiskinn úr Óvitum á leiðinni en sonur Sigþóru, frábær leikari er einn leikaranna í Óvitum. Syngur líka eins og engill. Tónlistin í Óvitum er mjög skemmtileg og Sigþóra sagði að hún lífgaði ótrúlega mikið upp á sýninguna, auðvitað er hún búin að sjá hana, annað hvort væri það nú!
Myndin af Vatnaskógi tengist þessu auðvitað ekki neitt, eða hvað? Ég er orðin mjög tortryggin, sérstaklega vegna þokunnar í morgun. Er verið að kasta þoku í augu okkar. En pælið í þessu: Orkuveitan tekur rafmagn af mér í gærkvöldi, RÚV sýnir mynd um kristilegar sumarbúðir FIMM klukkutímum áður en rafmagnið (orkan) er tekið af. Svo undarlega sem það virðist þá er ÍTR er staðsett í Orkuveituhúsinu og veitti KFUM í Vatnaskógi, kristilegum sumarbúðum, nýlega styrk upp á FIMMtíu milljónir til að byggja nýja skála. Þetta hefði ég ekki fattað ef rafmagnið hefði ekki verið tekið og heimildamyndin sýnd. Jamm, best að fara að vinna og grafa upp fleiri samsæri í leiðinni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 668
- Frá upphafi: 1505959
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 538
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Er ekki viðbúið að reglulegar skammtanir á lífsnauðsynjum eins og vatni, eigi sér stað úti á landi? Það er jú búið að SELJA vatnið til EEI og GGE. Hm.. kona spyr?
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 08:40
Samsæriskenningarsmiðurinn minn...góðan dag elsku Gurrí
Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 09:59
Eru norðmenn með í þessu? Ég læt alltaf gsm-símann vekja mig, hann er ekki háður harðlínurafmagni. Reyndar á ég líka gamaldags vekjaraklukku, sem svínvirkar líka. Rafhlöður það er málið.
krossgata, 11.10.2007 kl. 10:21
Myndin af Vatnaskógi? Er það eitthvað svipað og "myndin af pabba"? er loksins að koma út bók um þann viðbjóð sem börn hafa lent í í þessum innrætingarbúðum eins og þú kallar það?
Ég fór sjálfur á Vestmannsvatn fyrir u.þ.b. 30 árum og var neyddur til að borða tómata þrátt fyrir að ég segði að ég hefði óþol. Ég lá veikur í 4 nætur með höfuð á stærð við Buic LaSabre 79 módel og með óráði að auki. Sumarbúðir eiga að snúast um að skapa góðar minningar, ekki að troða í mann jesú og mat sem maður hefur óþol fyrir. Það er svo vert að halda á lofti að það var barnaperri sem réði sig til KFUM&K í tvígang, já, sá sami. Slík er öryggisgæslan þarna.
óðinn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:02
Úps, leitt að heyra þetta, Óðinn. Ég var nú meira svona að grínast. Einn fændi minn hefur unnið mikið fyrir KFUM og hann er alveg frábær. Ég hef reyndar strítt honum á því að karlarnir sem vinna í Vatnaskógi eru leiðtogar og einu konurnar á staðnum vinna við að elda og þrífa ... og það er árið 2007! Ekki mjög hollt fyrir stráka ... nema þetta séu dulbúnar karlrembubúðir ... heheheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.10.2007 kl. 11:11
Guð er góður og elskar okkur, ég var ekkert spennt fyrir þessum ´ætti í gær, ég er kristin ,en veit að vopn eru hættuleg börnum.við þurfum að passa börnin okkar, svo endaði þátturinn á ógeðslegu lagi þetta er bilað.
auðvitað eru til margar gerðir af bænum og fyrirbænum en verndum börnin plís pössum börnin frá stíringu og vittleysu, elskum Guð, hann er góður og jesus er vinur allara trúi ég , kveðja frá eyglo
Eyglo Karlsdottir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 14:17
Þátturinn í gær var viðbjóður Eygló... hvorki meira né minna!
Það er eitthvað annað en bloggið hennar Gurríar! :)
Heiða B. Heiðars, 11.10.2007 kl. 18:10
Ég var á Vestmannsvatni í 4 sumur þegar ég var barn. Eitthvað það skemmtilegasta sem ég man úr æsku minni. Kalli biskup var leiðbeinandi eitt sumarið og hann var æði. Eina sem mér mislíkaði þar voru rúsínur í jólakökum. Annað rann ljúflega niður bæði um Jesu og svo maturinn. Sá ekki ofsatrúarmyndina, langaði bara ekki til þess. En hérna var gjörningaþoka í morgun, sást varla milli húsa. Góða ferð í bæinn á morgun.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 20:16
Rúsínur hefðu alveg eyðilagt allt fyrir mér, mikil smekkkona ertu, Ásdís!
Hér var líka algjör gjörningaþoka og ég sá fullt af forynjum á leiðinni í bæinn í morgun ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.10.2007 kl. 20:21
Forynjum? Speglaðistu ekki bara í rúðunni? Held að strætó sé nefnilega ekki með glampafrítt gler...
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:25
Eygló, guð þarf ekki sumarbúðir. Hann myndi allavega reka þær sjálfur þá. Kfum&k er mesta viðbjóðs batterí sem til er. Sumarbúðir snúast um að búa til minningar en ekki minningar eins og Ágúst Magnússon bjó til með börnum. Kynferðisglæpamaður sem ráðinn var til KKKfum&k 2 ár í röð, þrátt fyrir að hafa verið rekinn fyrir óeðli fyrra árið!
Óðinn, þú mátt þakka fyrir að þessir vitfirringar á Vestmannsvatni tróðu bara í þig tómötum!
Guð er samt svalur... svona einn og sér!
Hrafn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:12
Kræst!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:19
Þetta er allt heilt stórt samsæri, ekki spurning. 50 milljónir segiru? Fróðlegt með eindæmum. Við höfum jú rætt þetta áður.
Laufey Ólafsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:06
Ætlaði ekki mikið til málana að leggja.En ég bara verð að hæla þér hvað þú ert dugleg að blogga,áfram þú.
Jensen (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:28
Mæli með því að Breiðholtshatarinn taki lyfin sín... öll í einu:)
Heiða B. Heiðars, 12.10.2007 kl. 01:24
Mig langar að segja það, að það sem börnum er kennt,er það sem er heilbrigt og gott og góð trú en ekki brjáluð og vond, börn hafa ekki skilning á synd eða því sem er rangt að öllu leiti eins og fullorðið fólk,
guð vill frið og gleði en ekki setja vopn í hendur barna sem þau kunna ekkert skil á.
guð gefi frið og love all men
Eyglo Karlsdottir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.