Uppgötvun sjónvarpssjúklings ...

EMHEEinu sinni voru skemmtilegustu sjónvarpskvöldin á þriðjudögum. Þá voru sýnir góðir spennuþættir, jafnvel tveir eða þrír. Breytingarnar hafa gerst svo lymskulega að ég var að fatta þetta. Ég fann lífsþrek mitt hreinlega dofna í kvöld þegar Bjöggi þula taldi upp hvað boðið verður upp á. Eitt: Byggt verður hús fyrir næstum heimilislausa fjölskyldu, well, allt í lagi með það. Tvö: Síðan verður fjallað um stríðið í Írak í þættinum Kompási, eitthvað sem verður ekkert endilega meira spennandi þótt íslenskir fréttamenn fjalli um það. Þrjú: Þar á eftir verða eflaust svik bandarísks fyrirtækis rædd í þaula í 60 mínútum. Ó, hvað ég nenni ekki að horfa á elsku Stöð 2 í kvöld, slík eru sárindin eftir þessa miklu og óvæntu uppgötvun. 

NCIS_CastingÞegar NCIS hefst er kominn háttatími í himnaríki (minni á ókristilegan fótaferðartíma) en ég verð samt að stelast til að horfa á þáttinn sem ég elska að hata vegna eineltisins þar. Jethro Gibbs leggur alla í einelti nema Abby á rannsóknarstofunni, hann elskar hana, ég líka. Sætari karlkynsundirmaður hans leggur hinn undirmanninn, þennan þybbna, í andstyggilegt einelti, enda gefur útlit hans eiginlega á hann veiðileyfi. Í flestum bíómyndum eru þeir þybbnu, ég tala nú ekki um þá sem eru með gleraugu, alltaf étnir af risaeðlum. Hafið þið ekki tekið eftir því?

------         ---------        ---------         -----------        --------- 

HeartlandHeartland verður reyndar á SkjáEinum í kvöld, vei! Not. Það er skelfilegasti vonnabí-kjútílegur-sjúkrahúsþáttur sem ég hef séð. Aðallæknirinn fórnar öllu fyrir velferð sjúklinga sinna, þá meina ég ÖLLU. Er ekki nóg að horfa upp á slíkt í raunheimum hér á Íslandi svo ekki sé búin til væmin vella um það í Bandaríkjunum?

Sjónvarpsrýni dagsins var í boði Guðríðar af himnaríki.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þakka þér kærlega fyrir þessa innsýn í dagskrá Stöðvar 2.  Nú veit ég að það var rétt ákvörðun að hætta áskriftinni í fyrra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 19:22

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Já sammála Jenný í hitteðfyrra. RUV rokkar og rólar.

Þröstur Unnar, 16.10.2007 kl. 19:28

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sunnudagsdagskráin er góð á öllum stöðvum, held ég. Nýr æðislegur danskur spennuþáttur hófst á RÚV, endurtekinn í kvöld, og tveir eða þrír fínir þættir á Stöð 2, eitthvað gott líka á SkjáEinum þá, minnir mig. Ég er samt hálffegin að dagskráin versnar svona, það verður mikið lesið á næstunni. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 19:28

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Hmm..þarftu að fara varlega í gagnrýninni?

Þröstur Unnar, 16.10.2007 kl. 19:36

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Varlega? Nei, af hverju ætti ég að þurfa það?

Hluti sjónvarpsáhorfenda er eflaust alsæll með þessa dagskrá í kvöld, ekki ég, enda var ég betra vön frá þriðjudagskvöldunum sem voru, að mig minnir, kölluð Spennustöð (þegar miðvikudagskvöldin hétu Stelpustöð og standa vel undir því nafni enn en nokkrir karlar ákveða hvernig sjónvarpsefni konur hafa áhuga á þá).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 19:44

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég hef ekki verið með áskrift hjá þeim í 4 ár ..... og sakna þess ekkert

Marta B Helgadóttir, 16.10.2007 kl. 19:50

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, ég er háð Stöð 2, held ég, þótt ég leyfi mér stundum að garga, kannski einmitt þess vegna. Nokkrir góðir þættir gera það algjörlega þess virði að vera áskrifandi og stöku bíómynd. Gray´s Anatomy er að byrja ... stutt í Prison Break og svona.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 19:58

8 identicon

Étnir í kvikmyndum? En komast  þybbnir gleraugnaglámar bara nokkuð í Séðogheyrtið og Vikuna?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:13

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, svo sannarlega komast allir í glansblöðin, ekki bara mjóir ríkisbubbar. Erum við ekki flest þybbnir gleraugnaglámar, sumir með linsur þó?

Þetta hefur pirrað mig í sumum bíómyndum og ég get yfirleitt spottað út þá sem verða étnir, það eru alltaf einhverjir "útlitsgallaðir" að mati Kanans! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 20:19

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, þarna varstu Guðmundur minn! Ég man sko eftir Dýrlingnum sem gerði æsku mína hamingjuríkari. Risakóngulóarþátturinn var magnaður. Jamm, snemma beygist krókurinn, Sjónvarpssjúklingur þá, líka núna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 20:20

11 Smámynd: Ragnheiður

Við hefðum getað farið saman í gönguferð ef það hefði verið komin brú á Faxaflóann

Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 20:24

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er viss um, Ragga mín, að nýja borgarstjórnin byggir brú alla vega hálfa leið og góða bæjarstjórnin á Skaganum hinn helminginn. Þá skulum við sko fara í göngutúr!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 20:31

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo heppin að hafa dótturina heima og húsbandið líka þannig hér er gaman. Ekkert TV

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 20:39

14 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og þess vegna voru bækur fundnar upp - Lesa llesa og lesa meira.
Hvíla sjónvarpið

Halldór Sigurðsson, 16.10.2007 kl. 22:01

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Sjónvörp eiga ekki að hvíla sig nema þau séu þreytt. Bækur verða þreyttar eftir nokkra lestrarhesta.

Þröstur Unnar, 16.10.2007 kl. 22:17

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló Guðríður mín!

Hvenær skildi þá viðtalið við mig koma í vikunni, nánast "hauslaus" garmurinn, en samt sá ungi maður sem einna næst því hefur komist að ræna hjarta þínu sl. árið eða svo!

Heyrðu svo háttvirta blaðakona, efni í viðtal fyrir þig, svona til að bregða sér aðeins út fyrir leiðindasuðversturhornstúnfótinn, væri e.t.v. við gamlan félaga minn og hans yndislegu sam´byliskonu! Það segi ég vegna þessarar sjónvarpsumræðu, því þau hafa m.a. gert sér lítið fyrir og snúið tímans hjóli við, tekið alfjörlega frjáls og sjálfviljug aftur upp SJÓNVARSLAUS FIMMTUDAGSKVÖLD!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.10.2007 kl. 23:41

17 identicon

Sakna fimmtudagana þegar ekki var útsending í sjónvarpi.Nota fimmtudagana í dag til að fara á tónleika og aðrar menningarlegar uppákomur,nóg er að þeim.Svo er Jensen, karlfauskurinn að lesa bókina um Jörund Hundadagakonung,mikið fjári hefir hann verið skemmtilegur karl,okkur veitti ekkert af að fá einsog einn Jörund í dag til að taka til hjá okkur í þjóðfélaginu,ojá og sei sei.

Jensen (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 23:43

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá hvað ég er dottin út úr sjónvarpsdagskránni

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2007 kl. 00:14

19 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

vér þökkum ungrú Guðríði af Himnaríki fyrir hennar ágætu sjónvarpskrítik, hún gerir það að verkum að vér getum unnið flest kvöld án þess að hafa áhyggjur að vér missum af einhverju stórkostlegu

Gangið þér í Guðsfriði ungrú Guðríður  

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.10.2007 kl. 00:16

20 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú hefur greinilega ekki uppgötvað bresku sakamálaþættina á þriðjudögum hjá RUV. Í gærkvöldi var lokaþáttur Waking the Dead sem ég hef haldið mér vakandi til að sjá í allt haust. Svaf reyndar af mér sex þætti af tólf en það segir meira um ástand mitt en þáttanna. Þeir eru bókstaflega stórkostlegir.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.10.2007 kl. 09:04

21 identicon

Ég horfði alltaf á Bill Cosby hér í denn. Vá hvað mér þótti það frábær þáttur. Ég sat með galopinn munninn og horfði á þessa frábæru fjölskyldu sem var öðruvísi á litinn en mín en samt eðlilegri og flottari einhvernvegin. Þetta þótti merkilegt hér þar sem ekki voru til margar litaðar fjölskyldur á Íslandi á þeim tíma og forvitnin var að drepa mann. Eru þau eins og ég? Gera þau sömu hluti? Ég var ástfangin af þeirri fjölskyldu og langaði að eignast svona fjölskyldu. Og svo grenjað á gresunni sem var svona fílgúdd sjónvarpsþáttur sem að fjölskyldan horfði á saman. Prúðuleikararnir voru popp og nammi kvöld hjá okkur og það var mikið hlegið. Og Simon Templer. Vá hvað hann var flottur maður. Hárið geðveikt

Margt hefur breyst á Íslandi síðan þá. Bæði í sjónvarpinu og annarsstaðar. Við erum ekki með Stöð 2. Bara svona prinsip mál fyrir okkur. Vissi svo sem að við værum ekki að missa af neinu, en gott að fá það staðfest. Annars finnst mér gott að sjá hversu margir láta sjónvarpið ekki stela kvöldunum frá sér. Það virðist vera týnd list að eiga kvöldstund með fjölskyldunni eða vinum og spjalla saman. Mikið held ég að mörg vandamál leystust af sjálfu sér ef við eyddum tímanum saman í stað þess límd við skjáinn.

ex354 (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 09:26

22 identicon

Stöð2 er svo léleg að þeir eru að ná Omega í lélegheitum

DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:50

23 Smámynd: krossgata

Ég horfi á Monk og Næturvaktina á sunnudögum, stundum Tudor.  NCIS á þriðjudögum, House á fimmtudögum og stundum Tudor (ef ekki var horft á sunnudegi).  Þá er efni stöðvar 2 upptalið hvað mig varðar.  

Ég held að framleiðendur Monks séu að tapa sér og eru að gera Monk smátt og smátt að fávita, svipað og gerðist með Joey í Vinum - hann varð æ vitlausari.  Að horfa á Næturvaktina er sjálfseyðingarhvötin í manni uppmáluð - því þættirnir eru mannskemmandi og persóna Jóns Gnarr eitthvað það óhuggulegasta fyrirbæri sem um getur í mannlegum samskiptum.  Ég er að gera rannsókn á hversu lengi ég hef úthald í slíka sjálfeyðingu. 

krossgata, 17.10.2007 kl. 12:50

24 identicon

House, NCIS, Monk og Simpsons er besta sjónvarpsefnið í dag :) Einar

Einar (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:14

25 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Ætlaði að gerast áskrifandi að stöð 2 í haust vegna NCIS en hætti við. Mér þótti það heldur dýrt, ákvað frekar að bíða eftir að þættirnir kæmu út á DVD. Koma út á mánudaginn og ég fæ þá um helgina eða mánaðarmótin. Kosta svipað og 1 mánuður í áskrift á stöð 2.

Ég nenni heldur ekki orðið að horfa á sjónvarpið. Allir uppáhaldsþættirnir mínir er svo seint á dagskrá og hundleiðinlegir þættir á undan.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 1505931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband