Góður Taí-staður og skrýtinn vatnsþrýstingur ...

Hlakkað til kvöldbaðsinsAfsakið hvað ég kem seint,“ sagði ég skömmustuleg við Gumma strætóbílstjóra í morgun. Vagninn kl. 9.41 var ekki mjög þéttsetinn miðað við 6.41-vagninn sem er alltaf troðinn. Gummi var bara hress og líka konan sem sat hinum megin við ganginn. Hún var í spjallstuði og fljótlega skellti ég 24 stundum og Fréttablaðinu ofan í tösku. Vaknaði nefnilega með hausverk dauðans í morgun og kenni því um að þegar ég ætlaði að fara að stíga ofan í kvöldbaðið með sítrónuilmandi baðbombunni í gærkvöldi var vatnið ískalt! Þvílík vonbrigði. Hvað er eiginlega í gangi? Þetta tengist eitthvað þrýstingi á vatnið og er víst ekki Orkuveitunni að kenna. Annars hefði ég barið Orkuveitumennina, mennina á Orkuveitubílnum, sem voru að loka jarðveginum með túnþökum fyrir aftan strætóskýlið mitt. Ja, eða grafa lík einhvers sem þeir hafa myrt. Hvað veit maður. Þeir voru reyndar ógurlega gæðalegir og sætir og höfðu dúndurtónlistarsmekk. Ég hoppaði dansandi upp í strætó undir tónlist Nirvana ... "I´m so happy, tra la la ...“ söng Kurt Cobain.

Taílenskur maturVið skruppum út að borða í hádeginu, fjórar fagrar og fræknar samstarfskonur, á Krúa Taí í Kópavogi. Þetta er útibú frá Taílenska staðnum í Tryggvagötunni. Þvílíkur dúndurmatur. Við vorum alsælar með kjúllana okkar, missterka. Ég bað um þann sterkasta, kjúkling í rauðu karríi, en samt var hann ekkert rosalega sterkur eins og inverskur eða mexíkóskur matur getur orðið.

Það skemmdi heldur ekkert fyrir stemmningunni að stórhuggulegir menn í stríðum straumum komu og borðuðu þarna ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Semsagt frábær dagur so far.  Má ég biðja þig að fara inn á síðuna mína og taka þátt í undirskriftarsöfnun, benda svo vinum þínum á mína síðu og senda emla ef þú nennir.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 14:37

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Ég skrapp þarna í hádeginu um daginn. Fantagóður matur og ekki verra að það er stríður straumur af ofursætum kraftalegur verkamönnum sem hægt er að dáðst af á milli þess sem maður nær að hitta upp í sig.

Nammi.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Pad Thai núðlurnar á Krúa eru himneskar.  Steinhætt að fá mér annað en það þegar ég fer þangað.  Mhmmm

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott fyrir bragðlauka og augu.  Ekki slæmt það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 17:58

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Og afhverju er vatnið kalt hjá þér Gurrí mín? Býrð þú ekki á 21. öldinni eins og ég?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2007 kl. 18:06

6 identicon

Matsamankjúklingurinn þarna er líka snilld. Ég fékk dreyfimiða innum lúguna frá þeim fyrir einhverjum vikum síðan.Hafði einusinni áður brotlent á Thailenskum stað og orðið fyrir vonbrigðum en ég ákvað að slá til eftir dreyfimiðann og þvílík snilld. Ég kjammsa á einhverju þarna í Kópavoginum tvisvar í viku, það er svo brjáluð traffík á staðnum niðrí bæ að maður kemst ekki að.

Hilmir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 18:11

7 identicon

Í spjallstuði kl. 6.41?! Á þetta ekki að vera 18.41? Eða var hún ekki farin að sofa neitt?

Læðist nú burt af því að ég sé að þú hefur fengið commento dalla famiglia Corleone alle 15:32 - Talaði ógætilega hér til hennar síðast. Ciao!

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Hverjum er þetta þá að kenna, ef ekki Orkuveitunni??  Hér var minna en enginn kraftur á heita vatninu...en ég var búin að gleyma því þar til ég las þessa færslu...

SigrúnSveitó, 17.10.2007 kl. 18:42

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

"Gott" að vita þetta, elsku Flórens, nú ræðst ég á Önnu okkar í Orkuveitunni og bið hana um að auka kraftinn.

Glúmur, ég tók 9.41 vagninn í morgun, venjulega tek ég hann kl. 6.41 og fólk er stundum í spjallstuði þá, ótrúlegt! Þú þarft ekkert að vera hræddur við Hildigunni ...

Takk, Hilmir, ég ætla að prófa Matsamankjúklinginn næst á Krúa Taí. Það var nóg að gera þarna í Kópavoginum en samt ekki svona troðfullt eins og á Tryggvagötunni.

Ásdís, ég kíki á síðuna þína þótt brjálæðisleg spennubók bíði mín ... fórnfýsin að fara með mig (og forvitnin).  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2007 kl. 19:07

10 identicon

Nammi það er bara æðislegt að borða á Krúa Taí Enda þekki ég vel þá frábæru konu sem rekur þessa 2 staði

Brynja (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 208
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 1505907

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband